Ríkissaksóknarinn í Namibíu, Oliva Martha Iwalva, hefur ákveðið að ákæra sakborningana í Samherjamálinu í Namibíu og verða þeir áfram í gæsluvarðhaldi þar til þann 22. apríl þegar réttarhöld yfir þeim eiga að hefjast. Sakborningarnir, meðal annars fyrrverandi sjávarútvegs- og dómsmálaráðherrar Namibíu, eru ákærðir fyrir að hafa þegið mútur frá íslenska útgerðarfélaginu Samherja árunum 2012 til 2019 auk annarra brota. Frá þessu er greint í namibískum miðlum í dag eins og The Namibian Sun og Informante. Von er á frekari fréttum af málinu.
Greint var frá mútugreiðslum Samherja í Namibíu í sjónvarpsþættinum Kveik, Stundinni, hjá Al-Jazeera og á uppljóstrunarsíðunni Wikileaks í nóvember í fyrra. Rannsókn á málinu hafði þá staðið yfir í Namibíu í um eitt ár eftir að uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, gaf sig fram við ákæruvaldið og greindi frá mútugreiðslunum. …
Athugasemdir