Stærsti einstaki hagmunaðilinn og eigandinn í íslensku laxeldisfyrirtæki, hinn 27 ára gamli Gustav Magnar Witzoe, er orðinn ríkasti maður Noregs. Gustav Magnar Witzoe er erfingi hlutabréfa í norska laxeldisrisanum Salmar AS sem faðir hans, Gustav Witzoe eldri, hefur byggt upp síðustu áratugina. Salmar er meirihlutaeigandi stærsta laxeldisfyrirtækis á Íslandi, Arnarlaxi, en Gustav Magnar á um 50 prósenta hlut í Salmar. Frá þessu var greint í norskum fjölmiðlum í morgun þegar árlegar tölur yfir ríkasta fólk Noregs voru birtar.
Eignir upp á 311 milljarða
Eignir Gustavs Magnar Witzoe eru metnar á tæplega 21 milljarð norskra króna eða sem nemur rúmlega 311 milljörðum íslenskra króna samkvæmt norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. Gustav tók við öllum helstu eignum föður síns fyrir fjórtán árum þegar hann var 13 ára gamall en faðir hans heldur áfram …
Athugasemdir