Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Landlæknir skoðar hvort Landakot uppfylli lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu

Alma D. Möller land­lækn­ir seg­ir í sam­tali við Stund­ina að hún skoði nú hvort hópsmit­ið sem varð á Landa­koti í vor sé til­kynn­ing­ar­skylt sem al­var­legt at­vik og hvort Landa­kot upp­fylli lág­marks­kröf­ur til rekst­urs heil­brigð­is­þjón­ustu.

Landlæknir skoðar hvort Landakot uppfylli lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu
Landlæknir rannsakar nú hópsýkinguna á Landakoti I yfirstandandi rannsókn embætti landlæknis á hópsýkingunni á Landakoti er einnig kannað hvort Landakot uppfylli lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu Mynd: Heiða Helgadóttir

Eitt af því sem kannað verður í athugun landlæknisembættisins, vegna hópsýkingar sem varð á Landakoti,  er hvort Landakot uppfylli lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu. Þá verður kannað hvort hópsýking sem varð á Landakoti í vor hafi verið tilkynningarskyld sem óvænt atvik samkvæmt lögum um landlækni. Þetta kemur fram í svari Ölmu D. Möller landlæknis við fyrirspurn Stundarinnar um hópsýkingarnar tvær á Landakoti.

Hópsýkingin sem kom upp á Landakoti undir lok októbermánaðar er að sögn landlæknis og sóttvarnalæknis, alvarlegasta atvik sem komið hefur upp í íslenskri heilbrigðisþjónstu. Þréttán manns hafa dáið af völdum hennar og á annað hundrað manns smitast, þar af starfsmenn og sjúklingar á Landakoti, Reykjalundi og hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka auk annarra.

Samkvæmt innri skoðun Landspítalans á hópsýkingunni sýktust allir sjúklingar á einni deild Landakots af COVID-19. Meðal þeirra voru sjúklingar sem höfðu útskrifast og verið sendir á aðrar stofnanir. Skoðunin leiddi í ljós að ástand húsnæðis, loftskipta og aðbúnaðar á Landakoti væri ófullnægjandi og að líklegt sé að þeir þættir hafi valdið því hversu mikil dreifing varð á smiti innan stofnunarinnar.

„Getur ráðherra þá tekið ákvörðun um að stöðva rekstur tímabundið, þar til bætt hefur verið úr annmörkum, eða stöðva rekstur að fullu.“

Þá kemur einnig fram að mannekla hafi komið í veg fyrir að hægt væri að hólfaskipta starfseminni eftir deildum til að verjast dreifingu á smitum. Einnig var ljóst að tækjakostur á Landakoti var ekki nægjanlegur svo flytja þurfti tæki á milli deilda með tilheyrandi áhættu.

Tilkynningarskylt atvik

Stundin sendi formlega fyrirspurn í níu liðum á landlækni þann 20.nóvember síðastliðinn og bárust svör við henni í dag.

Landlæknir var spurður hvort að hópsmitið sem kom upp á Landakoti í vor hefði átt að vera tilkynnt sem óvænt eða alvarlegt atvik. Landlæknir segir erfitt að svara þeirri spurningu þar sem embættið hafi ekki fengið upplýsingar um smitin sem komu upp á Landakoti í mars síðastliðnum. 

Í yfirstandandi rannsókn sem embættið vinnur nú um hópsýkingu á Landakoti verður einnig aflað upplýsinga um atvikið sem átti sér stað í mars og vitnar landlæknir í því samhengi í 10. grein laga um landlækni og lýðheilsu en í þeim segir að „heilbrigðisstofnunum, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem veita heilbrigðisþjónustu bera að tilkynna landlækni án tafar um óvænt atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo sem dauða eða varanlegum örkumlum.“

Í sömu grein segir að „verði óvænt dauðsfall á heilbrigðisstofnun eða annars staðar þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt, sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð eða forvarnir vegna sjúkdóms, skal auk tilkynningar til landlæknis tilkynna það til lögreglu í samræmi við ákvæði til laga um dánarvottorð, krufningar og fleira.“

Tilkynningarskylda tilkynningaskyldra sjúkdóma

Landlæknir segir COVID-19 vera tilkynningarskyldan sjúkdóm og því beri að tilkynna sóttvarnalækni þegar veiran greinist í fólki og það hafi verið gert í mars. „Þetta þýðir þó ekki að gefa eigi afslátt á þeirri lögbundnu kröfu að tilkynna um alvarleg atvik þegar þau eiga sér stað, jafnvel þó svo að atvikið varði tilkynningarskyldan sjúkdóm og hafi þegar verið tilkynnt til sóttvarnarlæknis,“ segir landlæknir og heldur svo áfram:

„Þess ber þó að geta að í mars var þekking á faraldrinum og ýmsu honum tengdum minni en núna og reikna mátti með að upp kæmu smit inni á heilbrigðisstofnunum þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir.“

„Þetta þýðir þó ekki að gefa eigi afslátt á þeirri lögbundnu kröfu að tilkynna um alvarleg atvik.“

Komið hefur í ljós að einn sjúklingur hafi látið lífið vegna hópsýkingar á Landakoti í mars. 

Aðspurð hvort tilkynning um óvænt eða alvarlegt atvik, eins og hópsýkingin nú í október, hefur verið tilkynnt sem, feli ekki í sér að um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða segir landlæknir að hvergi segi í 10. grein laganna um að tilkynning um alvarlegt atvik feli í sér viðurkenningu eða vitnisburð um mistök eða vanrækslu. „Enda geta orsök slíkra atvika verið af margvíslegum toga. Ástæðurnar geta líka verið óhappatilvik.“

Lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu

Í 6.grein laga um landlækni og lýðheilsu segir að „ráðherra skal, að fengnum tillögum landlæknis og að höfðu samráði við viðkomandi heilbrigðisstéttir, kveða í reglugerð á um faglegar lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu á einstökum sviðum. Reglugerðin skal byggjast á þekkingu og aðstæðum á hverjum tíma og skal hún endurskoðuð reglulega. Í reglugerðinni skal meðal annars kveða á um lágmarkskröfur um mönnun, húsnæði, aðstöðu, tæki og búnað til reksturs heilbrigðisþjónustu.“

Samkvæmt lögunum skal tilkynna landlækni ef meiri háttar breytingar verða á mönnun, búnaði, starfsemi og þjónustu rekstraraðila. Landlæknir þarf þá að staðfesta hvort reksturinn uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði í heilbrigðislöggjöf. Þá er landlækni heimilt að gera frekari kröfur á starfsemi sé það talið nauðsynlegt vegna eðlis þeirrar starfsemi sem um er að ræða. 

Þá segir í 7. grein laganna að „Landlæknir skal hafa reglubundið eftirlit með því að heilbrigðisþjónusta sem veitt er hér á landi uppfylli faglegar kröfur og ákvæði heilbrigðislöggjafar á hverjum tíma. Landlæknir hefur heimild til að krefja heilbrigðisstarfsmenn, heilbrigðisstofnanir og aðra sem veita heilbrigðisþjónustu um upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg til að sinna eftirlitshlutverki sínu og er þeim skylt að verða við slíkri kröfu. Landlæknir skal eiga greiðan aðgang að heilbrigðisstofnunum og starfsstofum heilbrigðisstarfsmanna til eftirlits samkvæmt lögum þessum.“

Enn fremur segir í 7.grein að „Telji landlæknir að heilbrigðisþjónusta uppfylli ekki faglegar kröfur skv. 6. gr. eða önnur skilyrði í heilbrigðislöggjöf skal hann beina tilmælum um úrbætur til rekstraraðila. Verði rekstraraðili ekki við slíkum tilmælum ber landlækni að skýra ráðherra frá málinu og gera tillögur um hvað gera skuli. Getur ráðherra þá tekið ákvörðun um að stöðva rekstur tímabundið, þar til bætt hefur verið úr annmörkum, eða stöðva rekstur að fullu.“

Landlæknir staðfestir í svörum við fyrirspurn Stundarinnar að hluti af þeirri rannsókn sem nú fer fram hjá embættinu sé að skoða hvort Landakot uppfylli lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu. Aðspurð hvort landlæknir hafi beint tilmælum um úrbætur til rekstraraðila Landakots segir hún að embættið hafi ekki til þessa gert úttekt á Landakoti og þar með hafi tilmælum ekki verið beint um úrbætur. „Hins vegar hefur embættið marg oft og ítrekað vakið athygli á þeim skorti sem almennt er á heilbrigðisstarfsfólki hér á landi, þá sérstaklega hjúkrunarfræðingum,“ segir í svari frá embættinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár