Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
Sögð bera ábyrgð á sjálfsmorði Åsa Linderborg, blaðakona á Aftonbladet, var vænd um að bera ábyrgð á sjálfsmorði leikhússtjórans Benny Fredricksen vegna greinar sem hún skrifaði um hann í tengslum við Metoo-umræðuna.

„Það sem ég geri í bókinni er að viðurkenna að ég gerði mistök, og ég held að það séu margir sem kunna að meta það og sem telja að fleiri blaðamenn ættu kannski að gera slíkt hið sama,“ segir Åsa Linderborg, blaðakona sænska blaðsins Aftonbladet, í viðtali við Stundina um nýlega bók sína um Metoo-umræðuna, Året med 13 månader. Bókin er ein af nokkrum sambærilegum sem komið hafa út í Svíþjóð þar sem Metoo-umræðan svokallaða er gerð upp með gagnrýnum hætti. Hér á Íslandi eru sambærilegar bækur einnig byrjaðar að koma út, þar sem gert er upp við Metoo-umræðuna og má nefna nýja bók Bryndísar Schram Brosað gegnum tárin sem dæmi. 

Året med 13 månader

Bókin er tæplega 500 blaðsíður af dagbókarfærslum Linderborg á árunum 2017 til 2018 þar sem hún blandar saman umræðu um Metoo og sögunni af eigin lífi þar sem kærasti hennar og sambýlismaður hættir til dæmis með henni og líf hennar sjálfrar umturnast. Úr verður lagskipt umfjöllun þar sem umfjölllun um starf Linderborg blandast saman við sögur af henni sjálfri, efasemdum hennar um sjálfa sig og hræðslu hennar við að eldast.

Umfjöllunin um Arnault vel heppnuðLinderborg segir að umfjöllun fjölmiðla um Jean-Claude Arnault, sem endaði með því að hann var sakfellldur fyrir tvær nauðganir, hafi verið betur heppnuð en margar aðrar.

Sér eftir orðum sínum en ekki umfjölluninni sem slíkri

Rammi bókarinnar er Metoo-umræðan í Svíþjóð og skrif Linderborg um stjórnunarstíl leikhússtjóra Borgarleikhússins í Stokkhólmi, Benny Fredrikson. Leikhússtjórinn framdi sjálfsvíg í kjölfar fjölmiðlaumræðunnar um sig árið 2018. Linderborg var andlit þeirrar umræðu má segja, vegna þess að hún var þá menningarritstjóri Aftonbladet og landsþekkt.

Fréttaflutningurinn um Benny Fredrikson  var birtur um sama leyti og til dæmis greinar sænska dagblaðsins Dagens Nyheter um Jean Claude Arnault, mann sem var sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi gegn 18 konum sem á endanum var sakfelldur fyrir tvær nauðganir.  

Mál Fredrikson snerist samt ekki um að hann hefði áreitt einhvern kynferðislega. Það snerist um að hann hefði verið harður yfirmaður sem haldið hefði verndarhendi yfir leikurum sem áreittu konur, auk þess sem Aftonbladet staðhæfði að hann hefði þvingað konu til að fara í fóstureyðingu. Þegar Fredrikson framdi sjálfsvíg var Linderborg kennt um það víða á opinberum vettvangi.  

Linderborg var hins vegar ekki fréttamaðurinn sem rannsakaði mál Fredrikson og birti um það frétt í Aftonbladet, heldur menningarritstjóri sem vitnaði í rannsókn eigin blaðs um málið og tók henni sem gefinni staðreynd.

Linderborg segir til dæmis aðspurð að hún viti ekki nákvæmlega hvað blaðamaðurinn sem rannsakaði mál Fredrikson hafi haft fyrir sér í því að hann hefði þvingað konu til að fara í fóstureyðingu til að fá hlutverk í leikverki. Hún vitnaði samt í þetta atriði í grein á menningarsíðu Aftonbladet. Eftir á að hyggja segist hún skilja hvernig hún gat skrifað þetta þar sem Svíþjóð sé ekki miðaldasamfélag heldur frjálslynt og opið lýðræðissamfélag og eitt af þeim löndum heimsins þar sem jafnrétti kynjanna er hvað mest. Í slíku samfélagi þvingar enginn leikhússtjóri leikkonu að fara í fóstureyðingu segir hún. 

Bók Linderborg er gagnrýnin, bæði á hana sjálfa og eins á marga aðra blaðamenn og fjölmiðla í Svíþjóð sem fjölluðu um Metoo-tilfelli á árunum 2017 til 2018.

„Auðvitað er það ekki ég sem drap hann“

Linderborg sér til dæmis efitir því hvernig hún skrifaði um Benny Fredrikson en hún segist ekki sjá eftir því að Aftonbladet hafi fjallað um mál hans, umfjöllunin hefði hins vegar átt að vera öðruvísi skrifuð og framsett. „Það sem ég held að sé áhugavert við bókina er að lesandinn sér það yfir margra vikna tímabil hvernig líf mitt smám saman hrynur. […] Ég vil einnig koma því á framfæri í bókinni að blaðamenn eru líka manneskjur og að blaðamennska er engin raunvísindi heldur eru það alls konar þættir sem hafa áhrif á það að textinn verður eins og hann er.  Maður getur jafnvel skrifað eitthvað, eins og ég, sem maður skilur ekki hvernig maður getur skrifað. Ég hefði getað sleppt því að skrifa þessa bók og vonast til að fólk myndi gleyma mér en ég gerði það sem uppgjör mitt við  örlög mín og þennan tíma og til að spyrja stærri spurninga um hlutverk blaðamanna almennt,“ segir Linderborg. „Eitt af því sem ég er ósátt við er að fleiri blaðamenn hafi ekki viðurkennt mistök sín. En aðrir verða að eiga sína samvisku við sig, ég hef reynt að sýna ábyrgð og gangast við mínum mistökum,“ segir hún.

Mótsagnakennd staða Linderborg

Linderborg er í dálítið sérstakri stöðu sem blaðamaður af því hún var einn af þeim blaðamönnum í Svíþjóð sem var hvað gagnrýnust á Metoo-umræðuna fyrst um sinn þar sem hún gagnrýndi sænska fjölmiðla fyrir að vinna ekki eftir vinnu- og siðareglum blaðamanna þegar fjallað var um menn sem voru vændir um kynferðislega áreitni. Hún var ósátt við að sögur um meinta áreitni sem byggðu kannski bara á einni heimild væru birtar gagnrýnislaust og án athugunar. 

En svo þegar hún skrifaði sjálf um Metoo-mál, í tilfelli Fredrikson, þá varð hún sjálf að miðpunkti þeirrar gagnrýni á vægðarleysi og siðleysi Metoo-umræðunnar sem hún meðal annars sjálf hafði haldið uppi gagnvart öðrum blaðamönnum og fjölmiðlum. Hún var gagnrýnd fyrir í raun það versta sem einhver var gagnrýndur fyrir í Svíþjóð: Að vera valdur að sjálfsmorði.

„Það er þetta sem er áhugavert og flókið við mína stöðu. Ég var lengi vel gagnrýnd fyrir að vera krítísk á Metoo-blaðamennskuna en svo skrifa ég grein sem er sögð vera ástæða fyrir sjálfsmorði. Auðvitað er það ekki ég sem drap hann en ég ber samt ábyrgð á því að hafa birt lélega blaðamennsku og þeirri ábyrgð gengst ég við. Mitt tilfelli er mjög mótsagnakennt, mjög mótsagnakennt. Og það er kannski það sem ég er að segja: Að blaðamennska getur verið mjög mótsagnakennd. Allt gerist svo hratt, það eru svo miklar tilfinningar í spilinu, maður er kannski  stressaður eða þreyttur, leiður heima hjá sér og svo kannski skrifar maður grein. Stóra vandamálið í því sem ég skrifaði er ekki það að ég hafi sagt að stjórnunarstíll Benny Fredrikson hafi einkennst af ógnarstjórn heldur það að ég sagði að hann hefði þröngvað leikkonu til að fara í fóstureyðingu,“ segir Linderborg um þetta.

Linderborg segir að bókin endurspegli þær mótsagnir sem bærðust innra með henni á þessum tíma í tengslum við Metoo. „Þegar maður skrifar dagbók og svo les hana yfir sér maður hvað manneskjan er ósamkvæm sjálfri sér, hún er mótsagnakennd, órökrétt, og mér fannst mikilvægt að birta þá mynd og leyfa lesandanum að sjá hana. Þetta er dagbókin mín eins og ég skrifaði hana en þessi bók er bara 1.500 blaðsíðum styttri. Svona lítur hugsandi líf og lifandi líf út, það er reikult og fullt af mótsögnum.“

Sjálfsmorð leikhússtjóransBenny Fredrikson framdi sjálfsmorð eftir umfjöllun Aftonbladet um stjórnunarstíl hans.

Hvað var gott og hvað var slæmt við Metoo?

Þegar Linderborg er spurð þeirrar spurningar hvað var jákvætt eða gott við umræðuna um Metoo og hvað var slæmt við þessa umræðu segir hún, í stuttu máli, að það sem hafi verið gott séu breytt viðmið til framtíðar um kynferðislega áreitni gegn konum: „Ég held að Metoo hafi hjálpað til með að opna augu fólks fyrir því hversu útbreidd kynferðisleg áreitni gegn konum er, meðal annars á vinnustöðum. Þetta var jákvætt. Í dag eru langflestir vinnuveitendur orðnir meðvitaðir um þetta og þeir eru komnir með aðgerðaáætlanir um hvernig eigi að reyna að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðislegri áreitni. Þetta er gott.“

Við þeirri spurningu um hvað hafi verið slæmt við Metoo-umræðuna segir Linderborg að það séu einkum tvö atriði. 

Fyrra atriðið er hugmyndafræðilegt þar sem konum hafi verið stillt upp á mjög passívan hátt segir Linderborg. „Í mínum huga var Metoo-hreyfingin íhaldssöm í þeim skilningi að konum var stillt upp sem veikgeðja einstaklingum: Konur bera enga ábyrgð, konur skilja ekki, konur eru alltaf fórnarlömb og konur geta ekki sagt nei og svo framvegis. Ég vil ekki að mér sé stillt svona upp, við konur erum ekki svona. Stundum er það svo að það er erfitt að segja einhverjum að hætta og segja nei og einhver getur lent í kynferðislegri áreitni. Konum var stillt þannig upp að þær gætu ekki logið, að þær gætu ekki misnotað aðstöðu sína, að þær gætu ekki unnið í vondri trú, að konur hefðu engin völd. Og þetta er bara ekki satt, konur er líka manneskjur, alveg eins og karlmenn. Þannig að mér fannst þetta vera vandamál,“ segir Linderborg. 

Í bók sinni tekur Linderborg dæmi um það þegar hún upplifði atburð í kynlífi sem myndi flokkast sem tilraun til nauðgunar samkvæmt nýlegum ákvæðum í sænskum lögum þar sem veita þarf samþykki fyrir kynferðisathöfnum til þess að þær flokkist ekki sem nauðgun. Linderborg segir frá því þegar hún stundaði kynlíf með manni, með gagnkvæmum vilja beggja, um borð í ferju frá Stokkhólmi þegar hún var ung. Meðan á kynlífi þeirra stóð gerði maðurinn tilraun til að setja getnaðarlim sinn í endaþarm hennar án þess að hafa spurt hana að því áður. Linderborg sagði ekki neitt þegar maðurinn reyndi þetta en hún hvorki gaf samþykki sitt né kunni að meta tilraun hans. Hún veltir því fyrir sér í bókinni hvort rétt hefði verið að þessi maður hefði verið ákærður og dæmdur fyrir nauðgun ef svo hefði borið undir þar sem tilraun hans til endaþarmsmaka hefði ekki verið með hennar samþykki. 

Linderborg spyr því stöðugt spurninga í bókinni og ræðir krítískt um efnið sem hún tekst á við. Í þessu tilfelli sagði Linderborg ekki nei og hún lýsir reynslunni sem erfiðri en er samt ekki endilega á því að maðurinn hefði átt að vera dæmdur fyrir tilraun til nauðgunar. 

Sér eftir umfjölluninni um FredriksonÅsa Linderborg sér eftir umfjölluninni um Benny Fredrikson, sérstaklega þeirri staðhæfingu að hann hafi neytt konu til að fara í fóstureyðingu.

Alls 27 brot á siðareglum vegna Metoo

Seinna atriðið sem Linderborg nefnir snýst um vinnu- og siðareglur blaðamanna. „Í sumum fréttum var einhver vændur um eitthvað gróft á grundvelli nafnlausra heimilda. Í sumum tilfellum var bara ein nafnlaus heimild. Það birtust fréttir þar sem nafngreindur aðili var vændur um grófan hlut, eins og til dæmis nauðgun, á grundvelli nafnlausrar heimildar án þess að viðkomandi hafi verið dæmdur fyrir það,“ segir Linderborg og bætir því við að eitt af lykilatriðunum sem skilji að vel unnar og slælega unnar fréttir um Metoo sé fjöldi þeirra vitnisburða sem hafi legið á bak við einstaka fréttir.

Linderborg segir til dæmis að umfjölllun Dagens Nyheter um Jean Claude Arnault hafi verið betur unnin en margar aðrar. „Átján konur eru ekki ein kona,“ segir Linderborg um greinina um Jean Claude Arnault þar sem 18 konur stigu fram og vændu hann um kynferðislega áreitni og leiddi sú grein síðar til þess að mál Arnaults var rannsakað og hann var dæmdur fyrir tvær nauðganir. „Tveimur vikum áður hafði sama dagblað birt frétt sem var byggð á einni heimild um mann þar sem hann var „tekinn af lífi“. Heimildin var fyrrverandi eiginkona mannsins og hún vændi hann ekki um neitt ólöglegt heldur var maðurinn bara sagður vondur og leiðinlegur,“ segir Lindeborg. 

Fréttirnar um Metoo voru því alls konar, samkvæmt Linderborg. Sumar voru vel unnar að hennar mati, eins og fréttirnar um Jean Claude Arnault sem hún þó er líka gagnrýnin á, en aðrar ekki, eins og fréttirnar um blaðamanninn Fredrick Virtanen og sjónvarpsmanninn Martin Timmell. Mat á fréttunum þarf að byggja á því hversu þéttar heimildirnar voru á bak við þær. 

Fjölmiðlasiðanefnd Svíþjóðar endaði á því að komast að þeirri niðurstöðu að fjölmiðlar í Svíþjóð hefðu í 27 skipti brotið gegn siðareglum blaðamanna í fréttum um Metoo-tengd mál segir Linderborg. Þar af var dagblaðið Expressen efst á blaði með fimm einstök brot á siðareglum en alvarlegasta brotið framdi Aftonbladet í fréttum sínum um Benny Fredrikson. Fjölmiðlar voru einnig sagðir hafa brotið siðareglur í umfjöllunum um þá Virtanen og Timmel, sem báðir voru sakaðir um nauðganir í fjölmiðlum á grundvelli einnar heimildar – lögregla vísaði svo frá málum þeirra beggja. Fjölmiðlasiðanefndin taldi því að margir fjölmiðlar í Svíþjóð hefðu gengið of langt í umfjöllun sinni um Metoo. 

Sýknaður af ákæru um nauðgunEinn af þeim sem fór illa út úr Metoo-umræðunni í Svíþjóð var sjónvarpsmaðurinn Martin Timmell. Hann var ákærður en svo sýknaður fyrir að hafa snert kynfæri konu í heitum potti. Siðanefnd Svíþjóðar sagði nokkur blöð sem fjölluðu um hann hafa brotið siðareglur með umfjöllun sinni.
Dæmd í fangelsi fyrir rógburðBlaðamaðurinn Fredrik Virtanen var vændur um nauðgun og var fjallað um það í blöðum á grundvelli vitnisburðar konunnar sem um ræddi, Cissi Wallin. Mál Virtanens var rannsakað af lögreglu en fellt niður. Cissi Wallin var svo ákærð fyrir grófan rógburð gegn Virtanen og hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm og gert að greiða Virtanen á aðra milljón í skaðabætur.

Hvaða lærdóm er hægt að draga af Metoo?

Linderborg segir að þau mistök sem hafi verið gerð í Metoo-umfjöllunum í Svíþjóð séu harmleikur vegna þess að það er svo mikilvægt að raunveruleg kynferðisbrot séu afhjúpuð og að það séu sannarlega einnig dæmi um slíkt í fréttunum um Metoo. „Þetta er harmleikur, finnst mér, og ég vil að við tölum um þetta. Hvaða lærdóm er hægt að draga af þessu? Að blaðamenn eigi ekki að flýta sér svona mikið, að maður verði að vera með eins margar heimildir og vitnisburði og mögulegt er og að maður eigi að vera með eins lítið af nafnlausum heimildum og maður getur,“ segir Linderborg og má skilja hana sem svo að umfjöllun hennar um Metoo snúist á endanum um það hvað sé góð og vel unnin blaðamennska og hvað sé lélegt og illa unnið efni. 

Linderborg segir að einn af lykilþráðunum og lærdómunum í bókinni sé sú skoðun hennar að blaðamenn séu ekki og eigi ekki að vera aktívistar fyrir eða gegn tilteknum málaflokkum. Hún telur að það sé þetta, að blaðamenn í Svíþjóð hafi tekið afstöðu í Metoo og orðið að aktívistum, sem hafi gert það að verkum að svo mörg mistök voru gerð í umfjöllunum um Metoo. „Þetta er einn af lærdómunum í bókinni. Blaðamenn eiga ekki að vera aktívistar, við eigum ekki að taka afstöðu, við eigum að vera leiðandi kraftur í einhverri svona fjöldahreyfingu,“ segir Linderborg. 

Varð sín eigin dæmisaga

Þegar Linderborg er spurð að því hvort hún telji að umfjöllunin um Metoo muni breyta einhverju í vinnubrögðum blaðamanna til lengri tíma litið þá segir hún að kannski breytist eitthvað tímabundið en varla til frambúðar. „Við höfum til dæmis nú þegar séð heimildamyndir sem hafa verið sýndar eftir Metoo þar sem menn hafa verið vændir um hluti en þar sem fjölmiðlarnir ákváðu að birta ekki nöfn viðkomandi. Ég er nokkuð viss um að þetta hefði ekki gerst fyrir Metoo og þá hefðu mennirnir líklega verið nafngreindir. En til lengri tíma litið þá held ég að fjölmiðlar muni gera nákvæmlega sömu mistök ef sambærilegt ástand skapast aftur.“ 

Myndin sem Linderborg dregur upp af Metoo er því hvorki svört né hvít heldur grá.

Hún telur að umfjöllunin sem kennd er við Metoo hafi haft jákvæðar afleiðingar af því að meiri meðvitund sé nú um kynferðislega áreitni í samfélaginu en áður. Á sama tíma telur hún að sænskir fjölmiðlamenn hafi gengið of langt í skrifum sínum um einstök Metoo-mál og kastað vinnureglum sínum fyrir róða í skrifum sínum. 

Á einum stað í bók sinni segir Linderborg að hún sjálf hafi orðið að dæmisögu um það sem hún sjálf var að gagnrýna: „Ég er frábært dæmi um það sem ég reyndi að gagnrýna í öðrum greinum þetta haust. Ritstjóri og blaðamaður sem missir sig.“

Skilja má Linderborg þannig í bókinni að uppgjörið við Metoo-umræðuna snúist því um það á endanum hvað var góð og vel unnin og gagnrýnin blaðamennska og hvað var verr unnið á grundvelli færri vitnisburða og heimilda um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár