Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eignarhaldsfélag barna Kristjáns keypti nær 30 milljarða hlut í Samherja af föður sínum

Eign­ar­halds­fé­lag­ið And­ers ehf. verð­ur næst­stærsti hlut­hafi Sam­herja eft­ir um­fangs­mestu við­skipti ís­lenskr­ar út­gerð­ar­sögu þeg­ar 84.5 pró­sent hlut­ur í út­gerð­inni skipti um hend­ur fyr­ir um 60 millj­arða króna. And­ers ehf. er í eigu fjög­urra barna Kristjáns Vil­helms­son­ar.

Eignarhaldsfélag barna Kristjáns keypti nær 30 milljarða hlut í Samherja af föður sínum
Nota eignarhaldsfélag en fjármögnunin óljós Börn Kristjáns Vilhelmssonar útgerðarmanns kaupa hlutabréfin af föður sínum í gegnum eignarhaldsfélagið Anders. Fjármögnun bréfanna er hins vegar óljós. Mynd: Auðunn Níelsson

Fjögur börn Kristjáns Vilhelmssonar keyptu nærri 30 milljarða króna eignarhlut í Samherja af föður sínum í gegnum eignarhaldsfélagið Anders ehf. fyrr á þessu ári. Kristján hefur í gegnum árin haldið utan um stærstan hluta af hlutabréfaeign sinni í Samherja, langstærsta útgerðarfélagi landsins með tilliti til starfsemi innan og utan Íslands, á sinni eigin kennitölu en ekki í gegnum eignarhaldsfélag eins og til dæmis Þorsteinn Már Baldvinsson hefur gert. Börn hans fjögur munu hins vegar halda utan um hlutabréfaeign sína til framtíðar í umræddu eignarhaldsfélagi. 

Um er að ræða stærstu viðskipti, í peningum talið, með hlutabréf í íslensku útgerðarfélagi í Íslandssögunni enda er Samherji langstærsta útgerðarfélag sem verið hefur til hér á landi.  Samtals var um að ræða viðskipti með 86,5 prósenta hlut í Samherja. Kaupverðið í viðskiptunum, bæði hlutir barna Kristjáns og Þorsteins Más, er rúmlega 60 milljarðar króna, ef það er sannarlega þannig að öll hlutabréfin í viðskiptunum hafi verið seld til barnanna og enginn hluti þeirra verið arfur. 

Börn Þorsteins komu inn í fyrra

Anders ehf. skilaði ársreikningi fyrir árið 2019 til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra í lok september síðastliðin og er minnst á kaup félagsins á hlutabréfunum í Samherja í honum. Orðrétt segir þar: „Á árinu 2020 keypti félagið eignarhlut í Samherja hf.“

„Á árinu 2020 keypti félagið eignarhlut í Samherja hf“

Eigendur félagsins eru Kristján Bjarni Kristjánsson, Katrín Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson og Dagný Linda Kristjánsdóttir.  Um er að ræða 41,5 prósenta hlut í Samherja sem börn Kristjáns eignast. 

Þetta er frábrugðið viðskiptum barna Þorsteins Más með hlutabréf í Samherja en þau keyptu bréf föður síns og móður í fyrra. Óljóst er af hverju börn Þorsteins eignuðust bréfin í Samherja í fyrra en börn Kristjáns í ár. 

Fram að þessum viðskiptum hafði Anders ekki verið mjög umsvifamikið félag. Anders hefur verið fjármagnað með rúmlega 100 milljóna króna láni frá hluthöfum félagsins og hefur helsta eign félagsins verið hlutur í fasteignafélaginu Heimavöllum sem bókfærður var á 90 milljónir í ársloks 2019. Eigið fé félagsins - eignir mínus skuldir - var neikvætt um rúmlega 11 milljónir króna í lok ársins.

Ljóst er því að félagið hefur sjálft ekki haft bolmagn til að taka þátt í milljarða fjárfestingum með bréf í Samherja, að öllu óbreyttu. 

Óljóst með fjármögnun en börn Þorsteins fá lán

Þegar greint var því að börn þeirra Þorsteins og Kristjáns væru að eignast nær öll hlutabréf þeirra í Samherja síðastlið vor þá var ekki sagt frá því hvernig viðskiptin væru fjármögnuð, hversu mikið af bréfunum hefðu skipt um hendur með kaupum á þeim eða hvort, og þá hversu mikið, af þeim hefðu skipt um hendur sem arfur. 

Stundin greindi frá því í gær að eignarhaldsfélag barna Þorsteins Más Baldvinssonar, Baldvins og Kötlu Þorsteinsbarna, hefði fengið seljendalán frá eignarhaldsfélagi föður síns og móður, Helgu S. Guðmundsdóttur, til að kaupa hlutabréfin af þeim. Um var að ræða 29 milljarða króna langtímalán sem greiðist til baka á 25 árum með ríflega eins milljarðs króna afborgun á ári.  Félag Baldvins og Kötlu heitir K&B ehf.

Með því að selja bréfin með þessum hætti, sem er fullkomlega lögmætt og stenst skoðun skattalega samkvæmt sérfræðingi sem Stundin ræddi við, myndast ekki skylda til að greiða erfðafjárskatt upp á 10 prósent af eignunum líkt og gerst hefði ef börnin hefðu fengið eignirnar í arf. 

Ekki liggur fyrir að eignarhaldsfélag barna Kristjáns hafi gert sambærilegan samning um fjármögnun viðskiptanna við föður þeirra. Munurinn á Kristjáni og Þorsteini Má er hins vegar sá, líklegt og áður verið tæpt á, að Kristján hefur alltaf haldið persónulega á hlutabréfum sínum í Samherja, á sinni eigin kennitölu, á meðan Þorsteinn Már hefur notast við eignarhaldsfélag. Því er það svo í tilfelli Þorsteins Más að það er eignarhaldsfélag hans sem lánar félagi barna hans fyrir bréfunum í Samherja á meðan það hlýtur að vera Kristján sjálfur sem er lánveitandi barna sinna í viðskiptunum ef hann hefur lánað þeim fyrir Samherjabréfunum með sams konar hætti og Þorsteinn Már hefur gert. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár