Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Heilbrigðisráðherra segir hópsýkingu á Landakoti ekki vera á sínu borði

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra neit­aði Stund­inni um við­tal eða við­brögð vegna Covis-19 hó­sýk­ing­ar­inn­ar á Landa­koti. Tólf eru látn­ir af völd­um sýk­ing­ar­inn­ar og yf­ir 200 manns hafa veikst.

Heilbrigðisráðherra segir hópsýkingu á Landakoti ekki vera á sínu borði
Telur málið ekki á sínu borði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar ekki að tjá sig um hópsmitið á Landakoti. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hópsýkingu Covid-19 kórónaveirunnar sem kom upp á Landakoti í síðasta mánuði er lýst sem alvarlegasta atviki sem komið hefur upp í íslenskri heilbrigðisþjónustu, að mati landlæknis og sóttvarnarlæknis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra neitaði þrátt fyrir þetta ítrekuðum beiðnum Stundarinnar um viðtal um málið. „Ráðherra mun ekki tjá sig um þetta mál í fjölmiðlum, enda málið ekki á hennar borði,“ sagði í tölvupósti sem aðstoðarmaður Svandísar, Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir, sendi Stundinni.

Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40 frá árinu 2007 fer heilbrigðisráðherra með yfirstjórn heilbrigðismála. Í sömu lögum segir einnig að ráðherra skipi forstjóra heilbrigðisstofnana, þar á meðal forstjóra Landspítala, en Landakot er hluti Landspítala. Ráðherra skipar einnig landlækni sem starfar undir yfirstjórn ráðherra, samkvæmt lögum nr. 41 frá 2007 um landlækni og lýðheilsu, en meðal hlutverka landlæknis er að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum. Samkvæmt lögum um sóttvarnir nr. 19 frá 1997 ber embætti landlæknis ábyrgð á framkvæmd sóttvarna, „undir yfirstjórn [ráðherra].“

„Ráðherra mun ekki tjá sig um þetta mál í fjölmiðlum enda málið ekki á hennar borði“ 

Engu að síður telur ráðherra málefni Landakots og hópsýkingu kórónaveiru þar „ekki á hennar borði“. Í síðari pósti Birgis til Stundarinnar, eftir að gengið var enn harðar eftir viðbrögðum frá ráðherra, sagði að ekki væri rétt að ráðherra tjáði sig um mál sem hefðu verið tilkynnt sem alvarleg atvik til landlæknis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Alvarlegasta atvik sem komið hefur upp í íslenskri heilbrigðisþjónustu
GreiningHvað gerðist á Landakoti?

Al­var­leg­asta at­vik sem kom­ið hef­ur upp í ís­lenskri heil­brigð­is­þjón­ustu

COVID-19 hóp­sýk­ing­in á Landa­koti hef­ur dreg­ið tólf manns til dauða. Alma Möller land­lækn­ir og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir segja ís­lenskt heil­brigðis­kerfi veik­burða og illa í stakk bú­ið til að tak­ast á við heims­far­ald­ur, mann­skap vanti og hús­næð­is­mál séu í ólestri. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra vill ekki tjá sig um mál­ið við Stund­ina og seg­ir það ekki á sínu borði.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár