Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ástandið í Bandaríkjunum: Óttast reiða Repúblikana sem mótmæla með byssur

Ís­lend­ing­ur sem býr og sæk­ir nám í Banda­ríkj­un­um seg­ist upp­lifa mikla spennu í loft­inu varð­andi úr­slit for­seta­kosn­ing­anna þar í landi. Fylg­is­menn fram­bjóð­and­anna tveggja eru að hans sögn heitt í hamsi sem gæti leitt til frek­ari mót­mæla eða í versta falli óeirða.

Ástandið í Bandaríkjunum: Óttast reiða Repúblikana sem mótmæla með byssur
Trausti Þór Fær ráðleggingar um að halda sig innandyra meðan skorið er úr um úrslit bandarísku forsetakosninganna.

Trausti Þór Þorsteins er tuttugu og tveggja ára kvikmyndafræðinemi við Wagner Háskóla í New York borg.  Þar hefur hann búið síðastliðin tvö og hálft ár og á þeim tíma fylgst með því hvernig skoðanir Repúblikana hafa tekið á sig öfgafyllri mynd.

Nú þegar úrslit forsetakosninga þar í landi færast nær því að liggja endanlega fyrir, hefur að sögn Trausta myndast mikil spenna í loftinu sem hann telur að gæti endað í óeirðum.

Mikil togstreita

Trausti býr sjálfur á Staten Island, einu af fimm umdæmum New York borgar. „Staten Island er skrýtið umdæmi hvað það varðar hversu hægri sinnað það er. Hér kjósa flestir Repúblikana ólíkt því sem á við í hinum umdæmum borgarinnar,“ segir hann.

Þá finnur hann mikinn mun á skoðunum fólks þar sem hann sækir skóla í miðborg Manhattan og hverfisins sem hann býr í. „Í skólanum mínum er að finna ungt fólk sem hefur mjög opinn huga en svo þar sem ég bý er að finna fólk sem er mjög ánægt með Trump og vill þar með að hann nái endurkjöri,“ segir hann. 

Hann finnur því fyrir mikilli togstreitu í kring um sig og lýsir því sem svo að fólk sé í stöðugri baráttu við hvort annað á grundvelli skoðana sinna á frambjóðendunum tveimur. „Það sem ég finn fyrir er líka að skoðanir fólks eru sífellt að færast fjær miðju og í átt að öndverðum pólum. Fólk gat áður fyrr falið skoðanir sínar en nú eru þær uppi á borðum og mjög háværar.“ 

Áhyggjur af óeirðum

Vegna þess hve hávær Trump er með sínar skoðanir segir Trausti að fylgismenn hans hækki sína rödd samhliða. Að mati Trausta gerir það að verkum að þeir sem styðji frambjóðanda Demókrata, Joe Biden, þurfi einnig að gerast háværari og sýna frekari andstöðu.

„Ef Biden vinnur munu fylgismenn Trump verða brjálaðir og ef Trump vinnur verða fylgismenn Biden æfir.“ 

Trausti hefur miklar áhyggjur af því að fylgismenn Trump fari eftir því sem forsetinn segir og stofni til mótmæla eða óeirða, til að mynda í ljósi þess hve hávær hann hefur verið um að kosningasvindl sé að eiga sér stað af hendi Demókrata, Trump í óhag. „Ég hef á tilfinningunni og hef heyrt í kringum mig að fólk sé að búast við því versta. Það er mjög óljóst hvernig næstu dagar verða,“ segir hann.

„Það er eiginlega sama hvernig úrslitin verða, ef Biden vinnur munu fylgismenn Trump verða brjálaðir og ef Trump vinnur verða fylgismenn Biden æfir. Síðan ég flutti hingað fyrir tveimur og hálfu ári síðan hafa skoðanir sífellt orðið öfgafyllri, sérstaklega á hægri vængnum, eins og sést með skipan Amy Coney Barett sem hæstaréttadómara. Þá finnst þeim sem eru hinum megin við borðið, sérstaklega fólki í minnihlutahópum, að verið sé að ganga á réttindi þeirra og finnst jafnvel að líf þeirra sé undir og berjast því auðvitað á móti.“

Stuðingsmenn TrumpLáta til sín taka í Miami í Flórída, þar sem Trump vann.
Stuðningsmenn BidensJoe Biden nýtur mun meira fylgis meðal þeldökkra Bandaríkjamanna en Donald Trump.

Byssur á mótmælum

Nú þegar er fólk farið út á götur stórborga að mótmæla, þótt endanlegar niðurstöður hafi ekki legið fyrir. Í því samhengi segist hann hræðast Repúblikana, en að hans sögn eru þeir þekktir fyrir að mæta á mótmæli með byssur sér í hönd. „Þeir mæta og nýta, að þeirra mati, sín réttindi að ganga um með byssur og guð má vita hvernig það fer. Af því að það er svo mikil byssumenning í þessu landi þá veit maður aldrei hvað getur skeð.“

Trausta og öðrum í kringum hann hafi þess vegna verið ráðlagt að halda sig innandyra og huga að öryggi sínu á meðan þessu stendur yfir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár