Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ástandið í Bandaríkjunum: Óttast reiða Repúblikana sem mótmæla með byssur

Ís­lend­ing­ur sem býr og sæk­ir nám í Banda­ríkj­un­um seg­ist upp­lifa mikla spennu í loft­inu varð­andi úr­slit for­seta­kosn­ing­anna þar í landi. Fylg­is­menn fram­bjóð­and­anna tveggja eru að hans sögn heitt í hamsi sem gæti leitt til frek­ari mót­mæla eða í versta falli óeirða.

Ástandið í Bandaríkjunum: Óttast reiða Repúblikana sem mótmæla með byssur
Trausti Þór Fær ráðleggingar um að halda sig innandyra meðan skorið er úr um úrslit bandarísku forsetakosninganna.

Trausti Þór Þorsteins er tuttugu og tveggja ára kvikmyndafræðinemi við Wagner Háskóla í New York borg.  Þar hefur hann búið síðastliðin tvö og hálft ár og á þeim tíma fylgst með því hvernig skoðanir Repúblikana hafa tekið á sig öfgafyllri mynd.

Nú þegar úrslit forsetakosninga þar í landi færast nær því að liggja endanlega fyrir, hefur að sögn Trausta myndast mikil spenna í loftinu sem hann telur að gæti endað í óeirðum.

Mikil togstreita

Trausti býr sjálfur á Staten Island, einu af fimm umdæmum New York borgar. „Staten Island er skrýtið umdæmi hvað það varðar hversu hægri sinnað það er. Hér kjósa flestir Repúblikana ólíkt því sem á við í hinum umdæmum borgarinnar,“ segir hann.

Þá finnur hann mikinn mun á skoðunum fólks þar sem hann sækir skóla í miðborg Manhattan og hverfisins sem hann býr í. „Í skólanum mínum er að finna ungt fólk sem hefur mjög opinn huga en svo þar sem ég bý er að finna fólk sem er mjög ánægt með Trump og vill þar með að hann nái endurkjöri,“ segir hann. 

Hann finnur því fyrir mikilli togstreitu í kring um sig og lýsir því sem svo að fólk sé í stöðugri baráttu við hvort annað á grundvelli skoðana sinna á frambjóðendunum tveimur. „Það sem ég finn fyrir er líka að skoðanir fólks eru sífellt að færast fjær miðju og í átt að öndverðum pólum. Fólk gat áður fyrr falið skoðanir sínar en nú eru þær uppi á borðum og mjög háværar.“ 

Áhyggjur af óeirðum

Vegna þess hve hávær Trump er með sínar skoðanir segir Trausti að fylgismenn hans hækki sína rödd samhliða. Að mati Trausta gerir það að verkum að þeir sem styðji frambjóðanda Demókrata, Joe Biden, þurfi einnig að gerast háværari og sýna frekari andstöðu.

„Ef Biden vinnur munu fylgismenn Trump verða brjálaðir og ef Trump vinnur verða fylgismenn Biden æfir.“ 

Trausti hefur miklar áhyggjur af því að fylgismenn Trump fari eftir því sem forsetinn segir og stofni til mótmæla eða óeirða, til að mynda í ljósi þess hve hávær hann hefur verið um að kosningasvindl sé að eiga sér stað af hendi Demókrata, Trump í óhag. „Ég hef á tilfinningunni og hef heyrt í kringum mig að fólk sé að búast við því versta. Það er mjög óljóst hvernig næstu dagar verða,“ segir hann.

„Það er eiginlega sama hvernig úrslitin verða, ef Biden vinnur munu fylgismenn Trump verða brjálaðir og ef Trump vinnur verða fylgismenn Biden æfir. Síðan ég flutti hingað fyrir tveimur og hálfu ári síðan hafa skoðanir sífellt orðið öfgafyllri, sérstaklega á hægri vængnum, eins og sést með skipan Amy Coney Barett sem hæstaréttadómara. Þá finnst þeim sem eru hinum megin við borðið, sérstaklega fólki í minnihlutahópum, að verið sé að ganga á réttindi þeirra og finnst jafnvel að líf þeirra sé undir og berjast því auðvitað á móti.“

Stuðingsmenn TrumpLáta til sín taka í Miami í Flórída, þar sem Trump vann.
Stuðningsmenn BidensJoe Biden nýtur mun meira fylgis meðal þeldökkra Bandaríkjamanna en Donald Trump.

Byssur á mótmælum

Nú þegar er fólk farið út á götur stórborga að mótmæla, þótt endanlegar niðurstöður hafi ekki legið fyrir. Í því samhengi segist hann hræðast Repúblikana, en að hans sögn eru þeir þekktir fyrir að mæta á mótmæli með byssur sér í hönd. „Þeir mæta og nýta, að þeirra mati, sín réttindi að ganga um með byssur og guð má vita hvernig það fer. Af því að það er svo mikil byssumenning í þessu landi þá veit maður aldrei hvað getur skeð.“

Trausta og öðrum í kringum hann hafi þess vegna verið ráðlagt að halda sig innandyra og huga að öryggi sínu á meðan þessu stendur yfir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár