Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ástandið í Bandaríkjunum: Óttast reiða Repúblikana sem mótmæla með byssur

Ís­lend­ing­ur sem býr og sæk­ir nám í Banda­ríkj­un­um seg­ist upp­lifa mikla spennu í loft­inu varð­andi úr­slit for­seta­kosn­ing­anna þar í landi. Fylg­is­menn fram­bjóð­and­anna tveggja eru að hans sögn heitt í hamsi sem gæti leitt til frek­ari mót­mæla eða í versta falli óeirða.

Ástandið í Bandaríkjunum: Óttast reiða Repúblikana sem mótmæla með byssur
Trausti Þór Fær ráðleggingar um að halda sig innandyra meðan skorið er úr um úrslit bandarísku forsetakosninganna.

Trausti Þór Þorsteins er tuttugu og tveggja ára kvikmyndafræðinemi við Wagner Háskóla í New York borg.  Þar hefur hann búið síðastliðin tvö og hálft ár og á þeim tíma fylgst með því hvernig skoðanir Repúblikana hafa tekið á sig öfgafyllri mynd.

Nú þegar úrslit forsetakosninga þar í landi færast nær því að liggja endanlega fyrir, hefur að sögn Trausta myndast mikil spenna í loftinu sem hann telur að gæti endað í óeirðum.

Mikil togstreita

Trausti býr sjálfur á Staten Island, einu af fimm umdæmum New York borgar. „Staten Island er skrýtið umdæmi hvað það varðar hversu hægri sinnað það er. Hér kjósa flestir Repúblikana ólíkt því sem á við í hinum umdæmum borgarinnar,“ segir hann.

Þá finnur hann mikinn mun á skoðunum fólks þar sem hann sækir skóla í miðborg Manhattan og hverfisins sem hann býr í. „Í skólanum mínum er að finna ungt fólk sem hefur mjög opinn huga en svo þar sem ég bý er að finna fólk sem er mjög ánægt með Trump og vill þar með að hann nái endurkjöri,“ segir hann. 

Hann finnur því fyrir mikilli togstreitu í kring um sig og lýsir því sem svo að fólk sé í stöðugri baráttu við hvort annað á grundvelli skoðana sinna á frambjóðendunum tveimur. „Það sem ég finn fyrir er líka að skoðanir fólks eru sífellt að færast fjær miðju og í átt að öndverðum pólum. Fólk gat áður fyrr falið skoðanir sínar en nú eru þær uppi á borðum og mjög háværar.“ 

Áhyggjur af óeirðum

Vegna þess hve hávær Trump er með sínar skoðanir segir Trausti að fylgismenn hans hækki sína rödd samhliða. Að mati Trausta gerir það að verkum að þeir sem styðji frambjóðanda Demókrata, Joe Biden, þurfi einnig að gerast háværari og sýna frekari andstöðu.

„Ef Biden vinnur munu fylgismenn Trump verða brjálaðir og ef Trump vinnur verða fylgismenn Biden æfir.“ 

Trausti hefur miklar áhyggjur af því að fylgismenn Trump fari eftir því sem forsetinn segir og stofni til mótmæla eða óeirða, til að mynda í ljósi þess hve hávær hann hefur verið um að kosningasvindl sé að eiga sér stað af hendi Demókrata, Trump í óhag. „Ég hef á tilfinningunni og hef heyrt í kringum mig að fólk sé að búast við því versta. Það er mjög óljóst hvernig næstu dagar verða,“ segir hann.

„Það er eiginlega sama hvernig úrslitin verða, ef Biden vinnur munu fylgismenn Trump verða brjálaðir og ef Trump vinnur verða fylgismenn Biden æfir. Síðan ég flutti hingað fyrir tveimur og hálfu ári síðan hafa skoðanir sífellt orðið öfgafyllri, sérstaklega á hægri vængnum, eins og sést með skipan Amy Coney Barett sem hæstaréttadómara. Þá finnst þeim sem eru hinum megin við borðið, sérstaklega fólki í minnihlutahópum, að verið sé að ganga á réttindi þeirra og finnst jafnvel að líf þeirra sé undir og berjast því auðvitað á móti.“

Stuðingsmenn TrumpLáta til sín taka í Miami í Flórída, þar sem Trump vann.
Stuðningsmenn BidensJoe Biden nýtur mun meira fylgis meðal þeldökkra Bandaríkjamanna en Donald Trump.

Byssur á mótmælum

Nú þegar er fólk farið út á götur stórborga að mótmæla, þótt endanlegar niðurstöður hafi ekki legið fyrir. Í því samhengi segist hann hræðast Repúblikana, en að hans sögn eru þeir þekktir fyrir að mæta á mótmæli með byssur sér í hönd. „Þeir mæta og nýta, að þeirra mati, sín réttindi að ganga um með byssur og guð má vita hvernig það fer. Af því að það er svo mikil byssumenning í þessu landi þá veit maður aldrei hvað getur skeð.“

Trausta og öðrum í kringum hann hafi þess vegna verið ráðlagt að halda sig innandyra og huga að öryggi sínu á meðan þessu stendur yfir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu