„Óhugnanlegt að búa í landi þar sem hagsmunir barna vega ekki meira“

Að óbreyttu verð­ur fjög­urra manna fjöl­skyldu, hjón og tvær dæt­ur, sem bú­ið hef­ur hér í tæp sjö ár vís­að úr landi. Dæt­urn­ar, sem eru sex og þriggja ára, eru fædd­ar hér og upp­al­d­ar. Brynja Björg Kristjáns­dótt­ir, sem kynnt­ist eldri stúlk­unni á leik­skól­an­um Lang­holti, seg­ir að það sé óhugn­an­legt að búa í slíku þjóð­fé­lagi.

„Óhugnanlegt að búa í landi þar sem hagsmunir barna vega ekki meira“
Sólskinsstúlka Þær Álfhildur og Brynja lýsa Coumbu sem svo að væri sólskinið manneskja, væri það hún. Mynd: Facebook

Í sjö ár hafa hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf búið á Íslandi, unnið og borgað sína skatta en hafa hér engin réttindi þrátt fyrir það. Þau hafa barist fyrir því í sex ár að fá hér alþjóðlega vernd, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið, en án árangurs. Að óbreyttu verður þeim því vísað úr landi ásamt dætrum þeirra tveimur, Regine Martha, sex ára, og Elodie Marie, þriggja ára, úr landi.

„Ég veit ekki með aðra, en mér finnst óhugnanlegt að búa í landi þar sem hagsmunir barna vega ekki meira en þetta,“ skrifar Brynja Björg Kristjánsdóttir í færslu á Facebook. Brynja lýsir því að hún hafi verið svo heppin, ásamt Álfhildi Rósu Kjartansdóttur, að kynnast eldri stúlkunni, Coumbu, og eyða með henni ári á leikskólanum Langholti.

„Við töluðum oft um að ef sólskin væri manneskja - þá væri það Coumba“

„Á hverjum degi gladdi hún okkur og vinina með sínum yndislega persónuleika og stóra glaða hjarta. Við töluðum oft um að ef sólskin væri manneskja - þá væri það Coumba. Nú er hún í 1. bekk í Vogaskóla og lærir að lesa, skrifa, smíða, elda og synda - eins og hún sagði okkur glöð og stolt,“ skrifar Brynja.

Systurnar báðar fæddar hér á landi

Systurnar eru báðar fæddar á Íslandi og hafa alist hér upp. Þær tala báðar reiprennandi íslensku og hafa aldrei búið annars staðar. Foreldrar þeirra eru frá Senegal og komu hingað til lands sökum þess að þau töldu sér ekki óhætt í heimalandinu vegna trúarbragða sinna. Tæp sjö ár eru síðan og hafa þau barist fyrir því að fá að dvelja hér á landi því sem næst allan þann tíma.

„Í sjö ár hafa þau búið við óöryggi, ótta og hræðslu“

„Í sjö ár hafa þau búið við óöryggi, ótta og hræðslu um að einn dag yrði þeim endanlega vísað úr landi. Í millitíðinni hafa stelpurnar eignast vini, foreldrarnir unnið, borgað reikninga á spítala eins og þau séu túristar, borgað skatta og misst síðan vinnunna vegna Covid, eins og svo margir, en hafa engin réttindi. Þau eru orðin þreytt og eiga erfitt með að halda í vonina, von um að Coumba og Marie eigi sér framtíð í sínu heimalandi, Íslandi,“ skrifar Brynja.

Hún segir sorglegt að sjá að aftur og aftur komi mál af þessu tagi upp á Íslandi og ótrúlegt sé að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu að vísa eigi fjölskyldunni úr landi eftir allan þennan tíma. Það sé óhugnanlegt að búa í landi þar sem hagsmunir barna séu metnir og léttvægir fundnir.

„Ég vona svo innilega að við sem samfélag sýnum þeim stuðning, sýnum stjórnvöldum að við viljum ekki búa við svona aðstæður og notum okkar forréttindi til góðs.“

Gríðarlegur fjöldi fólks hefur mótmælt framkomunni við fjölskylduna. Frá því fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá málinu 30. október síðastliðinn hafa ríflega 16 þúsund manns undirritað áskorun til íslenskra stjórnvalda um að veita fjölskyldunni dvalarleyfi hér á landi.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár