Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Terra dreifir enn plastmengaðri moltu í Krýsuvík - Gler og skrúfur í efninu

Nýj­ir farm­ar af moltu sem Terra hef­ur flutt í Krýsu­vík reynd­ust meng­að­ir af plasti. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir það ekki við­un­andi. Hann seg­ir jafn­framt að koma þurfi á eft­ir­liti með moltu­gerð. Stjórn­ar­mað­ur í Land­vernd seg­ir ekk­ert eðli­legt við það að setja efni sem inni­held­ur plast, gler og skrúf­ur út á víða­vang.

Enn plast í moltunni Mikið plast er enn í moltu og á yfirborði lands í Krýsuvík, þangað sem Terra flutti plastmengaða moltu. Nýjir farmar af moltu sem fyrirtækið flutti á vettvang í dag reyndust einnig plastmengaðir.

Enn berst plastmenguð molta frá fyrirtækinu Terra á uppgræðslusvæði í Krýsuvík, þrátt fyrir fullyrðingar fyrirtækisins um að endurskoða eigi verkferla og koma þannig í veg fyrir að slíkt gerist. Verulegt magn af plasti er enn á svæðinu. Forsystufólk í Landvernd segir ekkert eðlilegt við vinnubrögðin. Umhverfisráðherra telur að Umhverfisstofnun eigi að skoða málið.

Sorphirðu- og endurvinnslufyrirtækið Terra, sem Samtök atvinnulífsins útnefndu umhverfisfyrirtæki ársins fyrr í þessum mánuði, dreifði sem kunnugt er plastmengaðri moltu á svæði í Krýsuvík í sumar þar sem yfir stóð landgræðsluverkefni í samstarfi við Landgræðsluna, með stuðningi umhverfisráðuneytisins. Umhverfisráðuneytið veitti 6 milljónum af svokölluðu Covid-fjármagni til verkefnisins.

Plast um allt

Stundin hefur rakið í fyrri fréttum síðastliðna viku að moltan sem Terra dreifði á svæðinu reyndist plastmenguð vegna þekkingarleysis og að þeir verkferlar sem notaðir voru við gerð hennar voru allsendis ófullnægjandi.  Þá greindi Stundin frá því að Umhverfisstofnun myndi taka málið til skoðunar. Það var áður en Stundin upplýsti að mikið magn plasts væri enn í moltunni en forsvarsfólk Terra hafði fullyrt að búið væri að hreinsa svæðið. Eftir að Stundin upplýsti um málið lýsti Terra því yfir að ráðist yrði í umfangsmiklar aðgerðir til að hreinsa svæðið og fjarlægja þá moltu sem væri plastmenguð.

„Þetta er alls ekki í lagi“

Blaðamaður Stundarinnar fór á vettvang fyrr í dag ásamt fulltrúum Landverndar, þeim Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar og Pétri Halldórssyni, stjórnarmanni. Við skoðun á vettfangi kom þá í ljós að mikið verk er enn óunnið við að hreinsa svæðið. Plast mátti sjá út um allt, stórt sem lítið. Þá mátti einnig sjá gler og skrúfur. Öllu verra var þó að í nýjum sendingum moltu sem Terra var að ferja á svæðið reyndist plast í töluverðu magni. Aðspurð um gæði moltunar sem þau sáu í Krýsuvík segir Auður: „Þetta er skárra hérna en þarna niðurfrá, þar sem nýja moltan er, þar sem þetta er mjög slæmt og við sjáum bara heila plastbita. Hérna er greinilega búið að fara yfir þetta en það er samt greinilega plast í þessu.“

Segja ástandið mjög slæmtÞau Pétur og Auður eru lítt hrifin af frammistöðu Terra.

Telur að hreinsunarstarf dugi ekki til að ná öllu plastinu úr moltunni.

Auður segir að ekki sé hægt að hreinsa allt plastið í moltunni sem Terra dreifði í Krýsuvík eftirá. „Það er mjög erfitt, segir Auður. 

„Þetta er alls ekki í lagi, en kannski lýsandi fyrir hvernig samfélagið er í erfiðleikum með það að umgangast náttúruna í sínum víðasta skilningi,“ segir Pétur. Aðspurður hvort Terra hafi brugðist rétt við málinu segir Pétur að það sé ekkert eðlilegt við það að setja efni sem inniheldur plast, gler og skrúfur út á víðavang. 

Plast í nýjum förmumVerulegt plast var að finna í nýjum förmum af moltu sem flutt hefur verið á svæðið í Krýsuvík.

Mjög leiðinlegt mál, segir umhverfisráðherra

Stundin ræddi við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra í dag vegna málsins, en Guðmundur Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar. Spurður hvers vegna ekki hefði verið haft betra eftirlit með framkvæmdinni í Krýsuvík svaraði Guðmundur Ingi því til að um vinnslu á úrgangi yfir í vöru giltu ekki Evróputilskipanir hér á landi heldu væri leitað til Umhverfisstofnunar um ráðgefandi álit á starfseminni. Eins og áður hefur verið greint frá gaf Umhverfisstofnun út slíkt ráðgefandi álit sumarið 2018, en að sama skapi er tiltekið í álitinu að stofnuninni sé heimilt að fella það álit úr gildi. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sagði fyrr í vikunni að engar ákvarðanir hefðu þú verið teknar um slíkt og skoða ætti mál Terra eftir fjölmiðlaumfjöllun um það. Þegar Stundin ræddi við Sigrúnu fyrr í dag var skoðun á málinu ekki hafin hjá stofnuninni.

„Fyrirtækið á að sjá til þess að hlutirnar séu í lagi“

Guðmundur Ingi segir Terra starfa eftir því ráðgefandi áliti. „Fyrirtækið á að sjá til þess að hlutirnar séu í lagi. Umhverfisstofnun hefur síðan heimild til að afturkalla álit sitt, telji hún ástæðu til að gera það. Það er hinn formlegi ferill sem þessi mál eru í en auðvitað er það mjög leiðinlegt að mál hafi verið með þessum hætti. Þetta er eitthvað til að læra af, fyrir alla.“

Telur þú að það þurfi að auka eftirlit með þessum úrvinnslufyrirtækjum?

„Í ljósi þess að við erum vonandi að fara að sjá miklu, miklu meiri moltugerð í framtíðinni þá þarf að kanna það. Það sem við eigum náttúrulega að stefna á er að nýta þessi efni til að nota þau í landgræðslu, og ég veit að það hafa verið gerðar tilraunir með nýtingu moltu í landbúnaði líka, þannig að það þarf að passa ofboðslega vel upp á þessa vöru. Þá finnst mér vel koma til greina, og vil gjarnan gera það, að setjast yfir með hvaða hætti við getum tryggt þetta.“

Heppilegra að aðrir sinni eftirliti

Guðmundur Ingi segir jafnframt að verið sé að vinna að breytingum á úrgangslögum sem myndi hafa áhrif hér á. Um er að ræða upptöku á Evrópureglum að stærstum hluta og lagt er til að ákveðnum úrgangsflokkum, þar með talið lífrænt sorp, verði safnað sérstaklega. Með því verði vonandi dregið úr áhættunni á því að aðskotahlutir blandist saman við moltuna, strax í upphafi. „Það breytir því ekki að við þurfum að fylgjast með þessu og það held ég að sé eitthvað sem við verðum að skoða núna í framhaldinu.“

„Ef að það er raunin þá er það að sjálfsögðu ekki viðunandi“

Telur þú sem umhverfisráðherra að það sé hægt að treysta fyrirtækjum til að sinna eftirliti með sjálfum sér? 

„Það er alltaf þannig að það er heppilegra að það sé einhver annar aðili sem sinnir eftirliti, fer og tekur stikkprufur, eins og er í mörgum öðrum kerfum. Þessi framleiðsla er bara ný af nálinni og við þurfum að læra af þessu. Ég held að það sé verkefnið framundan.“ Rétt er að geta þess hér að samkvæmt svörum frá Terra, hefur fyrirtækið um 30 ára reynslu þegar það kemur að framleiðslu moltu.

Hefur þú eða ráðuneytið spurt Terra hvað hafi farið úrskeiðis? Og ef svo er, eru þær skýringar fullnægjandi?

„Ég átti samtal við forsvarsfólk fyrirtækisins og hlustaði eftir þeirra útskýringum. Þær voru algjörlega þær sömu og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum, og svo sem engu við þær að bæta.“

En þær aðgerðir sem fyrirtækið hefur sagst ætla að ráðast í, eru þær fullnægjandi?

„Mér finnst vera skýrt að fyrirtækið vill bæta fyrir þessi mistök og hef enga ástæðu til annars en að ætla að það geri það.“

Nú fór blaðamaður Stundarinnar aftur í dag upp í Krýsuvík ásamt fulltrúum frá Landvernd til að skoða moltuna. Þegar þau mættu á svæðið var að koma ný sending af moltu upp í Krýsuvík. Þegar blaðamaður og fulltrúar Landverndar fóru að róta í moltunni kom í ljós að þar var plast. Er þetta viðunandi vinnubrögð að þínu mati?

„Ef að það er raunin þá er það að sjálfsögðu ekki viðunandi.“

Kallar það á einhverjar aðgerðir af hálfu ráðuneytisins?

„Ég myndi telja að það væri á hendi Umhverfisstofnunar að skoða þessi mál.“

Menguð moltaPlast af ýmsu tagi er að finna í moltunni.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár