Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Terra dreifir enn plastmengaðri moltu í Krýsuvík - Gler og skrúfur í efninu

Nýj­ir farm­ar af moltu sem Terra hef­ur flutt í Krýsu­vík reynd­ust meng­að­ir af plasti. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir það ekki við­un­andi. Hann seg­ir jafn­framt að koma þurfi á eft­ir­liti með moltu­gerð. Stjórn­ar­mað­ur í Land­vernd seg­ir ekk­ert eðli­legt við það að setja efni sem inni­held­ur plast, gler og skrúf­ur út á víða­vang.

Enn plast í moltunni Mikið plast er enn í moltu og á yfirborði lands í Krýsuvík, þangað sem Terra flutti plastmengaða moltu. Nýjir farmar af moltu sem fyrirtækið flutti á vettvang í dag reyndust einnig plastmengaðir.

Enn berst plastmenguð molta frá fyrirtækinu Terra á uppgræðslusvæði í Krýsuvík, þrátt fyrir fullyrðingar fyrirtækisins um að endurskoða eigi verkferla og koma þannig í veg fyrir að slíkt gerist. Verulegt magn af plasti er enn á svæðinu. Forsystufólk í Landvernd segir ekkert eðlilegt við vinnubrögðin. Umhverfisráðherra telur að Umhverfisstofnun eigi að skoða málið.

Sorphirðu- og endurvinnslufyrirtækið Terra, sem Samtök atvinnulífsins útnefndu umhverfisfyrirtæki ársins fyrr í þessum mánuði, dreifði sem kunnugt er plastmengaðri moltu á svæði í Krýsuvík í sumar þar sem yfir stóð landgræðsluverkefni í samstarfi við Landgræðsluna, með stuðningi umhverfisráðuneytisins. Umhverfisráðuneytið veitti 6 milljónum af svokölluðu Covid-fjármagni til verkefnisins.

Plast um allt

Stundin hefur rakið í fyrri fréttum síðastliðna viku að moltan sem Terra dreifði á svæðinu reyndist plastmenguð vegna þekkingarleysis og að þeir verkferlar sem notaðir voru við gerð hennar voru allsendis ófullnægjandi.  Þá greindi Stundin frá því að Umhverfisstofnun myndi taka málið til skoðunar. Það var áður en Stundin upplýsti að mikið magn plasts væri enn í moltunni en forsvarsfólk Terra hafði fullyrt að búið væri að hreinsa svæðið. Eftir að Stundin upplýsti um málið lýsti Terra því yfir að ráðist yrði í umfangsmiklar aðgerðir til að hreinsa svæðið og fjarlægja þá moltu sem væri plastmenguð.

„Þetta er alls ekki í lagi“

Blaðamaður Stundarinnar fór á vettvang fyrr í dag ásamt fulltrúum Landverndar, þeim Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar og Pétri Halldórssyni, stjórnarmanni. Við skoðun á vettfangi kom þá í ljós að mikið verk er enn óunnið við að hreinsa svæðið. Plast mátti sjá út um allt, stórt sem lítið. Þá mátti einnig sjá gler og skrúfur. Öllu verra var þó að í nýjum sendingum moltu sem Terra var að ferja á svæðið reyndist plast í töluverðu magni. Aðspurð um gæði moltunar sem þau sáu í Krýsuvík segir Auður: „Þetta er skárra hérna en þarna niðurfrá, þar sem nýja moltan er, þar sem þetta er mjög slæmt og við sjáum bara heila plastbita. Hérna er greinilega búið að fara yfir þetta en það er samt greinilega plast í þessu.“

Segja ástandið mjög slæmtÞau Pétur og Auður eru lítt hrifin af frammistöðu Terra.

Telur að hreinsunarstarf dugi ekki til að ná öllu plastinu úr moltunni.

Auður segir að ekki sé hægt að hreinsa allt plastið í moltunni sem Terra dreifði í Krýsuvík eftirá. „Það er mjög erfitt, segir Auður. 

„Þetta er alls ekki í lagi, en kannski lýsandi fyrir hvernig samfélagið er í erfiðleikum með það að umgangast náttúruna í sínum víðasta skilningi,“ segir Pétur. Aðspurður hvort Terra hafi brugðist rétt við málinu segir Pétur að það sé ekkert eðlilegt við það að setja efni sem inniheldur plast, gler og skrúfur út á víðavang. 

Plast í nýjum förmumVerulegt plast var að finna í nýjum förmum af moltu sem flutt hefur verið á svæðið í Krýsuvík.

Mjög leiðinlegt mál, segir umhverfisráðherra

Stundin ræddi við Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra í dag vegna málsins, en Guðmundur Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar. Spurður hvers vegna ekki hefði verið haft betra eftirlit með framkvæmdinni í Krýsuvík svaraði Guðmundur Ingi því til að um vinnslu á úrgangi yfir í vöru giltu ekki Evróputilskipanir hér á landi heldu væri leitað til Umhverfisstofnunar um ráðgefandi álit á starfseminni. Eins og áður hefur verið greint frá gaf Umhverfisstofnun út slíkt ráðgefandi álit sumarið 2018, en að sama skapi er tiltekið í álitinu að stofnuninni sé heimilt að fella það álit úr gildi. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sagði fyrr í vikunni að engar ákvarðanir hefðu þú verið teknar um slíkt og skoða ætti mál Terra eftir fjölmiðlaumfjöllun um það. Þegar Stundin ræddi við Sigrúnu fyrr í dag var skoðun á málinu ekki hafin hjá stofnuninni.

„Fyrirtækið á að sjá til þess að hlutirnar séu í lagi“

Guðmundur Ingi segir Terra starfa eftir því ráðgefandi áliti. „Fyrirtækið á að sjá til þess að hlutirnar séu í lagi. Umhverfisstofnun hefur síðan heimild til að afturkalla álit sitt, telji hún ástæðu til að gera það. Það er hinn formlegi ferill sem þessi mál eru í en auðvitað er það mjög leiðinlegt að mál hafi verið með þessum hætti. Þetta er eitthvað til að læra af, fyrir alla.“

Telur þú að það þurfi að auka eftirlit með þessum úrvinnslufyrirtækjum?

„Í ljósi þess að við erum vonandi að fara að sjá miklu, miklu meiri moltugerð í framtíðinni þá þarf að kanna það. Það sem við eigum náttúrulega að stefna á er að nýta þessi efni til að nota þau í landgræðslu, og ég veit að það hafa verið gerðar tilraunir með nýtingu moltu í landbúnaði líka, þannig að það þarf að passa ofboðslega vel upp á þessa vöru. Þá finnst mér vel koma til greina, og vil gjarnan gera það, að setjast yfir með hvaða hætti við getum tryggt þetta.“

Heppilegra að aðrir sinni eftirliti

Guðmundur Ingi segir jafnframt að verið sé að vinna að breytingum á úrgangslögum sem myndi hafa áhrif hér á. Um er að ræða upptöku á Evrópureglum að stærstum hluta og lagt er til að ákveðnum úrgangsflokkum, þar með talið lífrænt sorp, verði safnað sérstaklega. Með því verði vonandi dregið úr áhættunni á því að aðskotahlutir blandist saman við moltuna, strax í upphafi. „Það breytir því ekki að við þurfum að fylgjast með þessu og það held ég að sé eitthvað sem við verðum að skoða núna í framhaldinu.“

„Ef að það er raunin þá er það að sjálfsögðu ekki viðunandi“

Telur þú sem umhverfisráðherra að það sé hægt að treysta fyrirtækjum til að sinna eftirliti með sjálfum sér? 

„Það er alltaf þannig að það er heppilegra að það sé einhver annar aðili sem sinnir eftirliti, fer og tekur stikkprufur, eins og er í mörgum öðrum kerfum. Þessi framleiðsla er bara ný af nálinni og við þurfum að læra af þessu. Ég held að það sé verkefnið framundan.“ Rétt er að geta þess hér að samkvæmt svörum frá Terra, hefur fyrirtækið um 30 ára reynslu þegar það kemur að framleiðslu moltu.

Hefur þú eða ráðuneytið spurt Terra hvað hafi farið úrskeiðis? Og ef svo er, eru þær skýringar fullnægjandi?

„Ég átti samtal við forsvarsfólk fyrirtækisins og hlustaði eftir þeirra útskýringum. Þær voru algjörlega þær sömu og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum, og svo sem engu við þær að bæta.“

En þær aðgerðir sem fyrirtækið hefur sagst ætla að ráðast í, eru þær fullnægjandi?

„Mér finnst vera skýrt að fyrirtækið vill bæta fyrir þessi mistök og hef enga ástæðu til annars en að ætla að það geri það.“

Nú fór blaðamaður Stundarinnar aftur í dag upp í Krýsuvík ásamt fulltrúum frá Landvernd til að skoða moltuna. Þegar þau mættu á svæðið var að koma ný sending af moltu upp í Krýsuvík. Þegar blaðamaður og fulltrúar Landverndar fóru að róta í moltunni kom í ljós að þar var plast. Er þetta viðunandi vinnubrögð að þínu mati?

„Ef að það er raunin þá er það að sjálfsögðu ekki viðunandi.“

Kallar það á einhverjar aðgerðir af hálfu ráðuneytisins?

„Ég myndi telja að það væri á hendi Umhverfisstofnunar að skoða þessi mál.“

Menguð moltaPlast af ýmsu tagi er að finna í moltunni.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár