Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Enn engir frístundastyrkir greiddir til barna frá tekjulágum heimilum

13.000 börn eiga rétt á sér­stök­um frí­stunda­styrk sem rík­is­stjórn­in lof­aði til að gera þeim kleift að stunda íþrótt­ir og tóm­stund­ir í sum­ar. Eng­ir slík­ir styrk­ir hafa ver­ið greidd­ir þó hálft ár sé síð­an þeim var lof­að og fjár­heim­ild til þess hafi leg­ið fyr­ir í fimm og hálf­an mán­uð.

Enn engir frístundastyrkir greiddir til barna frá tekjulágum heimilum
Enn engir stykir Enn hafa engir sérstakir frístundastyrkir verið greiddir til barna frá tekjulágum heimilum, þrátt fyrir að hálft ár sé liðið frá því að það loforð var gefið af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mynd: Alyssa Ledesma / Unsplash

Enn hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um sérstaka frístundastyrki til handa börnum í tekjulágum fjölskyldum, sem ríkisstjórnin lofaði sem hluta af aðgerðarpakka 2 vegna Covid-19 21. apríl síðastliðinn. Engir styrkir hafa því verið greiddir til þeirra tæplega þrettán þúsund barna sem rétt eiga á slíkum stuðningi.

Í kynningu á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í apríl síðastliðnu var tiltekið að ráðast ætti í fjölþættar aðgerðir til að vernda hag barna og fjölskyldna vegna kórónaveirufaraldursins. Þar á meðal átti að veita 50 þúsund króna frístundastyrk til barna í fjölskyldum þar sem samanlagðar tekjur væru lægri en 740 þúsund krónur á mánuði. Var áætlað heildarframlag vegna verkefnisins metið 600 milljónir króna og styrkveitingarnar skyldu vera á höndum sveitarfélaga.

Áttu að koma til framkvæmda í sumar

Við afgreiðslu fjáraukalaga var tilgreint að með því væri sveitarfélögum gert kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn gætu óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir „í sumar.“ Fjáraukalög voru afgreidd sem lög frá Alþingi 11. maí, með umræddri fjárheimild.

Stundin greindi frá því 3. september síðastliðinn að þrátt fyrir að fjárheimildin hefði þá legið fyrir í tæpa fjóra mánuði, og tiltekið hefði verið að stuðningurinn hefði átt að nýtast til að börn frá tekjulágum heimilum gætu notið íþrótta og annarra tómstunda í sumar, hefði enn ekkert gerst í málinu.

Samkvæmt svörum sem Stundin fékk frá félagsmálaráðuneytinu í framhaldi af fréttaskrifunum, 4. september síðastliðinn, var enn verið að vinna að útfærslu á styrkgreiðslunum í samvinnu við sveitarfélögin á þeim tíma. Stefnt væri að því að opna fyrir umsóknir í október.

Segjast ætla að opna fyrir umsóknir 16. nóvember

Nú er október hins vegar senn á enda og ekkert bólar á umræddum styrkjum, eða leiðum til að sækja um þá. Stundin hafði því samband á ný við félagsmálaráðuneytið og óskaði svara um hvað tefði málið. Í svörum frá ráðuneytinu kom fram að til standi nú að opna loks fyrir umsóknir 16. nóvember.

„Nú er undirbúningur og útfærsla á lokastigi og verður opnað fyrir umsóknir 16. nóvember. Samhliða hefur verið unnið að undirbúningi vitundarvakningar sem fer af stað samhliða því að opnað verður fyrir umsóknir, þar sem börn, í öllum sínum fjölbreytileika, eru hvött til þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi,“ segir í svari ráðuneytisins.

„Útfærslan hefur vissulega tekið aðeins lengri tíma en búist var við“

Stundin spurði einnig um hvenær búast mætti við að umræddir styrkir yrðu greiddir út en ekki var hægt að fá svör við því frá ráðuneytinu. Afgreiðslutími gæti verið mismunandi eftir sveitarfélögum, en það eru þau sem munu sjá um afgreiðslu og útgreiðslu styrkjanna.

Í fyrirspurninni var einnig spurt hví málið hefði tafist jafn lengi og raun bæri vitni, í hálft ár frá því styrkirnir voru kynntir og í fimm og hálfan mánuð frá því fjárveiting til verkefnisins var samþykkt í fjáraukalögum frá Alþingi. Svar ráðuneytisins var að ákveðið hefði verið, í samráði við sveitarfélögin, að opna fyrir umsóknir í október með tilliti til umfangs verkefnisins, einkum fyrir fjölmennustu sveitarfélögin. „Útfærslan hefur vissulega tekið aðeins lengri tíma en búist var við en þann 16. nóvember verða öll sveitarfélögin tilbúin til þess að taka við styrkumsóknum. Styrkirnir miðast við skólaárið 2020-2021 og hægt verður að sækja um til 1. mars 2021.“

Rétt er þó að benda á að sérstaklega var tiltekið í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar að styrkina ætti að veita til að öll börn gætu, óháð efnahag, stundað íþróttir og aðrar tómstundir í sumar. Þá má gera ráð fyrir að æfingagjöld íþróttafélaga fyrir veturinn og skráningargjöld í aðrar tómstundir hafi þurft að greiða í haust, þegar æfingar eða starf hófst. Því hafi umræddir sérstakir styrkir til tekjulágra ekki orðið að gagni í þeim efnum, enda þeir ekki enn komnir til afgreiðslu. Um 13 þúsund börn eiga rétt á styrkjunum, 50 þúsund krónum á hvert barn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár