Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Enn engir frístundastyrkir greiddir til barna frá tekjulágum heimilum

13.000 börn eiga rétt á sér­stök­um frí­stunda­styrk sem rík­is­stjórn­in lof­aði til að gera þeim kleift að stunda íþrótt­ir og tóm­stund­ir í sum­ar. Eng­ir slík­ir styrk­ir hafa ver­ið greidd­ir þó hálft ár sé síð­an þeim var lof­að og fjár­heim­ild til þess hafi leg­ið fyr­ir í fimm og hálf­an mán­uð.

Enn engir frístundastyrkir greiddir til barna frá tekjulágum heimilum
Enn engir stykir Enn hafa engir sérstakir frístundastyrkir verið greiddir til barna frá tekjulágum heimilum, þrátt fyrir að hálft ár sé liðið frá því að það loforð var gefið af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mynd: Alyssa Ledesma / Unsplash

Enn hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um sérstaka frístundastyrki til handa börnum í tekjulágum fjölskyldum, sem ríkisstjórnin lofaði sem hluta af aðgerðarpakka 2 vegna Covid-19 21. apríl síðastliðinn. Engir styrkir hafa því verið greiddir til þeirra tæplega þrettán þúsund barna sem rétt eiga á slíkum stuðningi.

Í kynningu á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í apríl síðastliðnu var tiltekið að ráðast ætti í fjölþættar aðgerðir til að vernda hag barna og fjölskyldna vegna kórónaveirufaraldursins. Þar á meðal átti að veita 50 þúsund króna frístundastyrk til barna í fjölskyldum þar sem samanlagðar tekjur væru lægri en 740 þúsund krónur á mánuði. Var áætlað heildarframlag vegna verkefnisins metið 600 milljónir króna og styrkveitingarnar skyldu vera á höndum sveitarfélaga.

Áttu að koma til framkvæmda í sumar

Við afgreiðslu fjáraukalaga var tilgreint að með því væri sveitarfélögum gert kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn gætu óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir „í sumar.“ Fjáraukalög voru afgreidd sem lög frá Alþingi 11. maí, með umræddri fjárheimild.

Stundin greindi frá því 3. september síðastliðinn að þrátt fyrir að fjárheimildin hefði þá legið fyrir í tæpa fjóra mánuði, og tiltekið hefði verið að stuðningurinn hefði átt að nýtast til að börn frá tekjulágum heimilum gætu notið íþrótta og annarra tómstunda í sumar, hefði enn ekkert gerst í málinu.

Samkvæmt svörum sem Stundin fékk frá félagsmálaráðuneytinu í framhaldi af fréttaskrifunum, 4. september síðastliðinn, var enn verið að vinna að útfærslu á styrkgreiðslunum í samvinnu við sveitarfélögin á þeim tíma. Stefnt væri að því að opna fyrir umsóknir í október.

Segjast ætla að opna fyrir umsóknir 16. nóvember

Nú er október hins vegar senn á enda og ekkert bólar á umræddum styrkjum, eða leiðum til að sækja um þá. Stundin hafði því samband á ný við félagsmálaráðuneytið og óskaði svara um hvað tefði málið. Í svörum frá ráðuneytinu kom fram að til standi nú að opna loks fyrir umsóknir 16. nóvember.

„Nú er undirbúningur og útfærsla á lokastigi og verður opnað fyrir umsóknir 16. nóvember. Samhliða hefur verið unnið að undirbúningi vitundarvakningar sem fer af stað samhliða því að opnað verður fyrir umsóknir, þar sem börn, í öllum sínum fjölbreytileika, eru hvött til þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi,“ segir í svari ráðuneytisins.

„Útfærslan hefur vissulega tekið aðeins lengri tíma en búist var við“

Stundin spurði einnig um hvenær búast mætti við að umræddir styrkir yrðu greiddir út en ekki var hægt að fá svör við því frá ráðuneytinu. Afgreiðslutími gæti verið mismunandi eftir sveitarfélögum, en það eru þau sem munu sjá um afgreiðslu og útgreiðslu styrkjanna.

Í fyrirspurninni var einnig spurt hví málið hefði tafist jafn lengi og raun bæri vitni, í hálft ár frá því styrkirnir voru kynntir og í fimm og hálfan mánuð frá því fjárveiting til verkefnisins var samþykkt í fjáraukalögum frá Alþingi. Svar ráðuneytisins var að ákveðið hefði verið, í samráði við sveitarfélögin, að opna fyrir umsóknir í október með tilliti til umfangs verkefnisins, einkum fyrir fjölmennustu sveitarfélögin. „Útfærslan hefur vissulega tekið aðeins lengri tíma en búist var við en þann 16. nóvember verða öll sveitarfélögin tilbúin til þess að taka við styrkumsóknum. Styrkirnir miðast við skólaárið 2020-2021 og hægt verður að sækja um til 1. mars 2021.“

Rétt er þó að benda á að sérstaklega var tiltekið í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar að styrkina ætti að veita til að öll börn gætu, óháð efnahag, stundað íþróttir og aðrar tómstundir í sumar. Þá má gera ráð fyrir að æfingagjöld íþróttafélaga fyrir veturinn og skráningargjöld í aðrar tómstundir hafi þurft að greiða í haust, þegar æfingar eða starf hófst. Því hafi umræddir sérstakir styrkir til tekjulágra ekki orðið að gagni í þeim efnum, enda þeir ekki enn komnir til afgreiðslu. Um 13 þúsund börn eiga rétt á styrkjunum, 50 þúsund krónum á hvert barn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár