Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Enn engir frístundastyrkir greiddir til barna frá tekjulágum heimilum

13.000 börn eiga rétt á sér­stök­um frí­stunda­styrk sem rík­is­stjórn­in lof­aði til að gera þeim kleift að stunda íþrótt­ir og tóm­stund­ir í sum­ar. Eng­ir slík­ir styrk­ir hafa ver­ið greidd­ir þó hálft ár sé síð­an þeim var lof­að og fjár­heim­ild til þess hafi leg­ið fyr­ir í fimm og hálf­an mán­uð.

Enn engir frístundastyrkir greiddir til barna frá tekjulágum heimilum
Enn engir stykir Enn hafa engir sérstakir frístundastyrkir verið greiddir til barna frá tekjulágum heimilum, þrátt fyrir að hálft ár sé liðið frá því að það loforð var gefið af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mynd: Alyssa Ledesma / Unsplash

Enn hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um sérstaka frístundastyrki til handa börnum í tekjulágum fjölskyldum, sem ríkisstjórnin lofaði sem hluta af aðgerðarpakka 2 vegna Covid-19 21. apríl síðastliðinn. Engir styrkir hafa því verið greiddir til þeirra tæplega þrettán þúsund barna sem rétt eiga á slíkum stuðningi.

Í kynningu á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í apríl síðastliðnu var tiltekið að ráðast ætti í fjölþættar aðgerðir til að vernda hag barna og fjölskyldna vegna kórónaveirufaraldursins. Þar á meðal átti að veita 50 þúsund króna frístundastyrk til barna í fjölskyldum þar sem samanlagðar tekjur væru lægri en 740 þúsund krónur á mánuði. Var áætlað heildarframlag vegna verkefnisins metið 600 milljónir króna og styrkveitingarnar skyldu vera á höndum sveitarfélaga.

Áttu að koma til framkvæmda í sumar

Við afgreiðslu fjáraukalaga var tilgreint að með því væri sveitarfélögum gert kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn gætu óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir „í sumar.“ Fjáraukalög voru afgreidd sem lög frá Alþingi 11. maí, með umræddri fjárheimild.

Stundin greindi frá því 3. september síðastliðinn að þrátt fyrir að fjárheimildin hefði þá legið fyrir í tæpa fjóra mánuði, og tiltekið hefði verið að stuðningurinn hefði átt að nýtast til að börn frá tekjulágum heimilum gætu notið íþrótta og annarra tómstunda í sumar, hefði enn ekkert gerst í málinu.

Samkvæmt svörum sem Stundin fékk frá félagsmálaráðuneytinu í framhaldi af fréttaskrifunum, 4. september síðastliðinn, var enn verið að vinna að útfærslu á styrkgreiðslunum í samvinnu við sveitarfélögin á þeim tíma. Stefnt væri að því að opna fyrir umsóknir í október.

Segjast ætla að opna fyrir umsóknir 16. nóvember

Nú er október hins vegar senn á enda og ekkert bólar á umræddum styrkjum, eða leiðum til að sækja um þá. Stundin hafði því samband á ný við félagsmálaráðuneytið og óskaði svara um hvað tefði málið. Í svörum frá ráðuneytinu kom fram að til standi nú að opna loks fyrir umsóknir 16. nóvember.

„Nú er undirbúningur og útfærsla á lokastigi og verður opnað fyrir umsóknir 16. nóvember. Samhliða hefur verið unnið að undirbúningi vitundarvakningar sem fer af stað samhliða því að opnað verður fyrir umsóknir, þar sem börn, í öllum sínum fjölbreytileika, eru hvött til þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi,“ segir í svari ráðuneytisins.

„Útfærslan hefur vissulega tekið aðeins lengri tíma en búist var við“

Stundin spurði einnig um hvenær búast mætti við að umræddir styrkir yrðu greiddir út en ekki var hægt að fá svör við því frá ráðuneytinu. Afgreiðslutími gæti verið mismunandi eftir sveitarfélögum, en það eru þau sem munu sjá um afgreiðslu og útgreiðslu styrkjanna.

Í fyrirspurninni var einnig spurt hví málið hefði tafist jafn lengi og raun bæri vitni, í hálft ár frá því styrkirnir voru kynntir og í fimm og hálfan mánuð frá því fjárveiting til verkefnisins var samþykkt í fjáraukalögum frá Alþingi. Svar ráðuneytisins var að ákveðið hefði verið, í samráði við sveitarfélögin, að opna fyrir umsóknir í október með tilliti til umfangs verkefnisins, einkum fyrir fjölmennustu sveitarfélögin. „Útfærslan hefur vissulega tekið aðeins lengri tíma en búist var við en þann 16. nóvember verða öll sveitarfélögin tilbúin til þess að taka við styrkumsóknum. Styrkirnir miðast við skólaárið 2020-2021 og hægt verður að sækja um til 1. mars 2021.“

Rétt er þó að benda á að sérstaklega var tiltekið í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar að styrkina ætti að veita til að öll börn gætu, óháð efnahag, stundað íþróttir og aðrar tómstundir í sumar. Þá má gera ráð fyrir að æfingagjöld íþróttafélaga fyrir veturinn og skráningargjöld í aðrar tómstundir hafi þurft að greiða í haust, þegar æfingar eða starf hófst. Því hafi umræddir sérstakir styrkir til tekjulágra ekki orðið að gagni í þeim efnum, enda þeir ekki enn komnir til afgreiðslu. Um 13 þúsund börn eiga rétt á styrkjunum, 50 þúsund krónum á hvert barn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár