Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skoða hvort tvö hvalveiðiskip séu látin grotna niður í Hvalfirði

Tvö skip Hvals hf. hafa ver­ið ónot­uð frá því að Sea Shepherd sökkti þeim fyr­ir 34 ár­um. Lög gilda um förg­un skipa vegna meng­un­ar­hættu, en óljóst er hvað eigi við um skip sem Hval­ur geym­ir á eig­in lóð. Um­hverf­is­stofn­un og Sam­göngu­stofa eru með mál­ið til skoð­un­ar.

Skoða hvort tvö hvalveiðiskip séu látin grotna niður í Hvalfirði
Hvalur 6 og Hvalur 7 Skipin hafa ekki verið í notkun síðan þeim var sökkt árið 1986. Þau hafa staðið óhreyfð í Hvalfirði til margra ára. Mynd: Rios, CC BY-SA 4.0 <https://creativecommons.org/licenses/by-sa/4.0>, via Wikimedia Commons

Umhverfisstofnun og Samgöngustofa hafa til skoðunar tvö skip hvalveiðifélagsins Hvals hf. sem staðið hafa óhreyfð í fjöru í Hvalfirði til margra ára. Mengunarhætta getur verið af slíkum skipum, en óljóst virðist vera hvaða heimildir stjórnvöld hafa til að grípa inn í geymslu þeirra á landi eigandans. Rætt hefur verið um að skipin verði hluti af hvalveiðisafni í framtíðinni.

Skipunum tveimur, Hval 6 og Hval 7, var sökkt í skjóli nætur af tveimur liðsmönnum umhverfissamtakanna Sea Shepherd, Rod Coronado og David Howitt, þar sem þau lágu við Reykjavíkurhöfn árið 1986. Unnu þeir einnig skemmdarverk á hvalstöðinni í Hvalfirði þar sem skipin eru nú staðsett. Vildu samtökin þannig mótmæla hvalveiðum Íslendinga í vísindaskyni eftir að bann Alþjóðahvalveiðiráðsins við veiðum í atvinnuskyni tók gildi.

Skipin hafa ekki verið notuð við hvalveiðar síðan og hafa undanfarin ár verið á landareign Hvals hf. í Hvalfirði þar sem ruddur hefur verið varnargarður utan um þau. Skipin …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár