Umhverfisstofnun og Samgöngustofa hafa til skoðunar tvö skip hvalveiðifélagsins Hvals hf. sem staðið hafa óhreyfð í fjöru í Hvalfirði til margra ára. Mengunarhætta getur verið af slíkum skipum, en óljóst virðist vera hvaða heimildir stjórnvöld hafa til að grípa inn í geymslu þeirra á landi eigandans. Rætt hefur verið um að skipin verði hluti af hvalveiðisafni í framtíðinni.
Skipunum tveimur, Hval 6 og Hval 7, var sökkt í skjóli nætur af tveimur liðsmönnum umhverfissamtakanna Sea Shepherd, Rod Coronado og David Howitt, þar sem þau lágu við Reykjavíkurhöfn árið 1986. Unnu þeir einnig skemmdarverk á hvalstöðinni í Hvalfirði þar sem skipin eru nú staðsett. Vildu samtökin þannig mótmæla hvalveiðum Íslendinga í vísindaskyni eftir að bann Alþjóðahvalveiðiráðsins við veiðum í atvinnuskyni tók gildi.
Skipin hafa ekki verið notuð við hvalveiðar síðan og hafa undanfarin ár verið á landareign Hvals hf. í Hvalfirði þar sem ruddur hefur verið varnargarður utan um þau. Skipin …
Athugasemdir