Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

27 milljóna króna launakröfur í þrotabú Bryggjunnar brugghúss

Efl­ing seg­ir 23 starfs­menn vera með opn­ar launakröf­ur í eigna­laust þrota­bú Bryggj­unn­ar brugg­húss. Stétt­ar­fé­lag­ið nefn­ir tvö fyr­ir­tæki sem sögð eru hafa skipt um kenni­tölu.

27 milljóna króna launakröfur í þrotabú Bryggjunnar brugghúss
Bryggjan brugghús 23 launakröfur eru opnar hjá Eflingu vegna gjaldþrotsins. Mynd: Bryggjan brugghús

23 starfsmenn hjá Bryggjunni brugghúsi hafa gert launakröfur upp á rúmlega 27 milljónir króna í þrotabú fyrirtækisins. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu kjaramálasviðs Eflingar.

Rekstrarfélag Bryggjunnar brugghúss, BAR ehf., var úrskurðað gjaldþrota 15. apríl síðastliðinn. Bryggjan var veitingastaður á Grandanum í Reykjavík með handverksbrugghús innandyra. Alls námu kröfur í þrotabúið 115 milljónum króna, en engar eignir fundust í búinu og lauk gjaldþrotaskiptum í júlí.

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður hefur nú opnað nýjan stað í húsnæðinu sem heitir Barion.

Í skýrslu Eflingar kemur fram að upphæð krafna starfsmanna Bryggjunnar brugghúss sé sú hæsta af opnum launakröfum hjá stéttarfélaginu. Kröfur ellefu starfsmanna City Park Hotel og Capital Hotels nema tæpum tíu milljónum króna og kröfur 13 starfsmanna veitingastaðarins Messans nema rúmum 5 milljónum.

Þá kemur fram í skýrslunni að kjaramálasvið Eflingar hafi fengið vitneskju um nokkra rekstaraðila sem hafi farið í gjaldþrot með vangoldin laun en hafið sams konar starfsemi á nýrri kennitölu. „Algengt er að þessir rekstraraðilar ráði aftur til sín starfsmenn úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum án þess að hafa gert upp við þá eldri launakröfur. Oft falla launakröfur á Ábyrgðarsjóð launa sem þýðir að langan tíma getur tekið fyrir starfsmenn að innheimta vangoldin laun fyrir störf sín í fyrra fyrirtæki.“

Eru nefndir veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 sem hafi verið skráður hjá fyrirtækjaskrá undir tveimur heitum sem í dag eru gjaldþrota og með útistandandi launakröfur frá Eflingu. Annað dæmi sé þrifafyrirtækið Topp þrif sem hafi einnig verið skráð undir tveimur öðrum nöfnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár