Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fílar allt frá klassík yfir í rapp

Tón­list­in hef­ur alla tíð ver­ið alls stað­ar í kring­um Sigrúnu Helgu Geirs­dótt­ur.

Fílar allt frá klassík yfir í rapp
Elskar söngleiki Sigrún Helga stundar nám í klassískum söng og fiðluleik en hún er líka mikill aðdáandi söngleikja. Mynd: Heiða Helgadóttir

Allt mitt líf snýst um músík, bæði nú og hefur gert alla tíð. Ég er því sem næst alæta á tónlist, ég fíla held ég bara næstum allar tónlistarstefnur, hvort sem það er klassísk tónlist eða rapp og bara allt þar á milli.

Öll fjölskyldan mín er í tónlist og hefur alltaf verið og ætli megi ekki segja að ég hafi fengið áhugann bara með móðurmjólkinni. Foreldrar mínir syngja báðir í kór, amma mín líka og stórfjölskyldan er meira og minna í músík, alls konar músík, allt frá klassík og yfir í rapp.

Ég er sjálf  í Menntaskólanum í tónlist, að læra klassískan söng og klassíska fiðlu. Ég hef æft á fiðlu frá því ég var átta ára gömul og hef verið syngjandi síðan ég var fjögurra ára. Á fiðluna lærði ég fyrst í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, áður en ég fór í Menntaskólann í tónlist, þaðan sem ég klára nám í vor. Ég hef svo sungið í stúlknakór Reykjavíkur frá því ég var fjögurra ára.

Ég stefni á að fara út að læra meira. Mig langar til að fara út að læra klassískan söng en ég gæti líka vel hugsað mér að læra söngleikjafræði, ég hef ofsalegan áhuga á þeim. Þeir gleðja og létta lundina, eins og tónlist gerir yfirleitt. Það er nú ekki lítið mikilvægt á tímum sem þessum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár