Fjárfestingarfélagið Títan, móðurfélag flugfélagsins WOW air sem varð gjaldþrota í fyrra, tapaði tæplega 600 milljónum króna árið 2019. Tap félagsins má að nær öllu leyti rekja til niðurfærslu á kröfum Títans á hendur öðrum félögum í eigu Skúla Mogensen, forstjóra og eina eiganda Títans og WOW air. Þetta kemur fram í ársreikningi fjárfestingarfélagsins Títans sem skilað var til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra þann 30. september síðastliðinn. Eigið fé félagsins, eignir mínus skuldir, er neikvætt um rúmlega 637 milljónir króna.
Eignarhluti Títans í WOW air var færður niður árið 2018 þegar hallaði verulega undan fæti í rekstri WOW air. Það ár var bókfært tap Títans tæplega 4,7 milljarðar króna sem að stærstu leyti skýrist vegna niðurfærsla á eignarhlut Títans í WOW air upp á nærri 6,5 milljarða króna.
Eins og segir um þetta í ársreikningi Títans: „Þann 28. mars 2019 var dótturfélag Títan Fjárfestingarfélags ehf., WOW air hf., úrskurðað gjaldþrota. Í ársreikningi 2018 …
Athugasemdir