Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að hik hafi komið á samvinnu Íslands og Kína undanfarin ár eftir að Bandaríkin fengu aftur meiri áhuga á samstarfi við Ísland. Frá því fyrir hrun hafi hins vegar verið mikill áhugi á auknum umsvifum Kína á Íslandi, margir samningar verið gerðir og ýmislegt á teikniborðinu. Þetta hafi verið bandarískum stjórnvöldum þyrnir í augum og Mike Pence varaforseti sent skýr skilaboð um að Íslendingar skyldu ekki ganga of langt.
Baldur vinnur nú ásamt Snæfríði Grímsdóttur Michelsen að rannsóknarverkefni um samskipti Íslands og Kína frá 2005 til dagsins í dag, sér í lagi pólitíska, efnahagslega og samfélagslega samvinnu ríkjanna. Hann segir íslensk stjórnvöld hafa farið að leitast eftir nánara viðskiptasambandi við Kína um miðjan síðasta áratug, eða um það leyti sem Bandaríkin drógu úr samvinnu við Ísland, en her …
Athugasemdir