Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fullorðinsbækur eru bara mjög langar fréttir

Atli Björn Helga­son, starfs­mað­ur í Máli og menn­ingu, elsk­ar fant­asíu­bók­mennt­ir. Hann berst fyr­ir því að bæk­urn­ar um Harry Potter séu að­skild­ar frá höf­undi þeirra, J.K. Rowl­ing, sök­um and­úð­ar henn­ar í garð trans fólks.

Fullorðinsbækur eru bara mjög langar fréttir
Vill leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín Atli Björn segir að þungar „fullorðinsbókmenntir“ dragi úr sér orku. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ég vinn í Máli og menningu. Mér hefur alltaf þótt vænt um þessa verslun og þetta hús. Ég get þó ekki sagt að ég sé áhugamaður um klassískar bókmenntir, Laxness eða slíkt, í rauninni ekki. Ég er hins vegar gríðarlegur áhugamaður um fantasíubókmenntir. Ég er búinn að sækja þrisvar sinnum um í Nexus! Þeir eru með ferilskrána mína í þríriti, og kannski ég geti litið á núverandi vinnuna mína sem starfsreynslu til að komast þangað.

Ég hef haft áhuga á fantasíubókmenntum frá því ég var krakki. Það fer reyndar fyrir brjóstið á mér hvernig litið er á þennan bókmenntageira, hann er stimplaður sem svo að hann sé fyrir börn en ævisögur, stríðssögur eða „ó, ég var nærri dáinn úr neyslu“-sögur sem bækur fyrir fullorðna. Það eru fyrir mér bara ofsalega langar fréttir, þungar, sem draga úr mér orku ef ég reyni að lesa þær. Að lesa fantasíubókmenntir þykir mér hins vegar skemmtilegt, þar fær ímyndunaraflið að ráða.

Ég elskaði til dæmis Harry Potter-bækurnar, og geri í raun enn. Ég hef barist fyrir því að aðskilja höfundinn J.K. Rowling frá bókunum sjálfum, hún hefur engan yfirráðarétt yfir upplifun okkar og fantasíum. Ég hins vegar mun ekki kaupa neinn varning sem hún getur hagnast á því ég get ekki stutt manneskju sem heldur á lofti transfóbískum skoðunum eins og hún gerir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
6
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár