Stærsti eigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal, norski laxeldisrisinn Salmar AS, greiddi í síðustu viku tæplega 30 milljarða íslenskra króna, 1,98 milljarða norskra króna, fyrir ný framleiðsluleyfi á eldislaxi í Noregi.
Frá þessu greindi fyrirtækið í tilkynningu til Norsku kauphallarinnar í síðustu viku auk þess sem fjallað var um málið í norskum fjölmiðlum. Félagið keypti þá framleiðsluleyfi fyrir 8 þúsund tonn af eldislaxi á uppboði hjá norska ríkinu.
Tekið skal fram að Noregur hefur stundað laxeldi í stórum stíl í áratugi og voru leyfi til laxeldis gefin þar lengi vel. Eins og Stundin hefur fjallað voru um 97 prósent laxeldisleyfanna í Noregi gefin á sínum tíma. Þetta hefur hins vegar breyst þar sem vel á annað milljón af eldislaxi eru framleidd í …
Athugasemdir