Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kynnisferðir keyra áfram og bíða samþykkis

Kynn­is­ferð­ir hafa keyrt komufar­þega í tvo daga þvert á til­mæli land­lækn­is. Yf­ir­völd vinna að því að koma til móts við er­indi fyr­ir­tæk­is­ins og heim­ila aft­ur akst­ur­inn.

Kynnisferðir keyra áfram og bíða samþykkis
Flybus Kynnisferðir hafa keyrt áfram og sent erindi um að aksturinn verði heimill. Mynd: Raf24~commonswiki / CC BY-SA (https://creativecommons.org/licenses/by-sa/4.0)

Kynnisferðir, eða Reykjavík Excursions, fyrirtækið sem rekur Flybus rútuferðirnar til og frá Keflavíkurflugvelli, telja sig ekki falla undir skilgreiningu embættis landlæknis á þeim aðilum sem óheimilt er að flytja komufarþega á leið í sóttkví. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stefnir að því að heimila Kynnisferðum að keyra áfram samkvæmt upplýsingum frá embættinu.

Kynnisferðir hafa haldið áfram að flytja komufarþega frá vellinum til höfuðborgarsvæðisins miðvikudag og fimmtudag, eftir að nýjar reglur um sóttvarnir tóku gildi. Samkvæmt þeim er óheimilt fyrir komufarþega að taka strætisvagn eða rútu frá Leifsstöð. Komufarþegar geta nú valið um 14 daga sóttkví eða tvær sýnatökur. Sú fyrri er við landamærin, en sú síðari eftir 5 til 6 daga sóttkví.

Samkeppnisaðilar Kynnisferða hafa ekki flutt komufarþega frá því að reglurnar tóku gildi. Airport Direct hefur stöðvað rútuferðir frá flugvellinum samkvæmt þjónustuveri og Strætó birti tilkynningu þess efnis að komufarþegum væri óheimilt að nota almenningssamgöngur á leið sinni á sóttkvíarstað. Hvorugur aðilinn hefur sent erindi vegna málsins.

Í upplýsingum embættis landlæknis kemur skýrt fram að komufarþegum sé einungis heimilt að ferðast frá flugvellinum á sóttkvíarstað með einkabíl, bílaleigubíl eða leigubíl. Frá því að farið er frá landamærastöð gilda reglur um sóttkví og einstaklingur „má ekki nota almenningssamgöngur (innanlandsflug, strætisvagna, hópferðabíla) eingöngu leigubíla, bílaleigubíla eða einkabíl“, eins og segir í upplýsingunum.

Erindi Kynnisferða er nú til meðferðar hjá Samgöngustofu, sem mun leggja fram drög að reglum sem almannavarnadeild vinnur áfram með þeim. Uppfylla þarf ákveðin skilyrði fyrir akstrinum.

Kynnisferðir eru í meirihlutaeigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, sem oftast er kölluð Engeyjarættin. Félagið Alfa hf. á 65 prósent hlut í fyrirtækinu og eru stærstu hluthafar þess Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, Guðríður Jónsdóttir, móðir Bjarna, Jón Benediktsson, bróðir Bjarna, Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, og börn Einars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár