Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kynnisferðir keyra áfram og bíða samþykkis

Kynn­is­ferð­ir hafa keyrt komufar­þega í tvo daga þvert á til­mæli land­lækn­is. Yf­ir­völd vinna að því að koma til móts við er­indi fyr­ir­tæk­is­ins og heim­ila aft­ur akst­ur­inn.

Kynnisferðir keyra áfram og bíða samþykkis
Flybus Kynnisferðir hafa keyrt áfram og sent erindi um að aksturinn verði heimill. Mynd: Raf24~commonswiki / CC BY-SA (https://creativecommons.org/licenses/by-sa/4.0)

Kynnisferðir, eða Reykjavík Excursions, fyrirtækið sem rekur Flybus rútuferðirnar til og frá Keflavíkurflugvelli, telja sig ekki falla undir skilgreiningu embættis landlæknis á þeim aðilum sem óheimilt er að flytja komufarþega á leið í sóttkví. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stefnir að því að heimila Kynnisferðum að keyra áfram samkvæmt upplýsingum frá embættinu.

Kynnisferðir hafa haldið áfram að flytja komufarþega frá vellinum til höfuðborgarsvæðisins miðvikudag og fimmtudag, eftir að nýjar reglur um sóttvarnir tóku gildi. Samkvæmt þeim er óheimilt fyrir komufarþega að taka strætisvagn eða rútu frá Leifsstöð. Komufarþegar geta nú valið um 14 daga sóttkví eða tvær sýnatökur. Sú fyrri er við landamærin, en sú síðari eftir 5 til 6 daga sóttkví.

Samkeppnisaðilar Kynnisferða hafa ekki flutt komufarþega frá því að reglurnar tóku gildi. Airport Direct hefur stöðvað rútuferðir frá flugvellinum samkvæmt þjónustuveri og Strætó birti tilkynningu þess efnis að komufarþegum væri óheimilt að nota almenningssamgöngur á leið sinni á sóttkvíarstað. Hvorugur aðilinn hefur sent erindi vegna málsins.

Í upplýsingum embættis landlæknis kemur skýrt fram að komufarþegum sé einungis heimilt að ferðast frá flugvellinum á sóttkvíarstað með einkabíl, bílaleigubíl eða leigubíl. Frá því að farið er frá landamærastöð gilda reglur um sóttkví og einstaklingur „má ekki nota almenningssamgöngur (innanlandsflug, strætisvagna, hópferðabíla) eingöngu leigubíla, bílaleigubíla eða einkabíl“, eins og segir í upplýsingunum.

Erindi Kynnisferða er nú til meðferðar hjá Samgöngustofu, sem mun leggja fram drög að reglum sem almannavarnadeild vinnur áfram með þeim. Uppfylla þarf ákveðin skilyrði fyrir akstrinum.

Kynnisferðir eru í meirihlutaeigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, sem oftast er kölluð Engeyjarættin. Félagið Alfa hf. á 65 prósent hlut í fyrirtækinu og eru stærstu hluthafar þess Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, Guðríður Jónsdóttir, móðir Bjarna, Jón Benediktsson, bróðir Bjarna, Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, og börn Einars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár