Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kynnisferðir keyra áfram og bíða samþykkis

Kynn­is­ferð­ir hafa keyrt komufar­þega í tvo daga þvert á til­mæli land­lækn­is. Yf­ir­völd vinna að því að koma til móts við er­indi fyr­ir­tæk­is­ins og heim­ila aft­ur akst­ur­inn.

Kynnisferðir keyra áfram og bíða samþykkis
Flybus Kynnisferðir hafa keyrt áfram og sent erindi um að aksturinn verði heimill. Mynd: Raf24~commonswiki / CC BY-SA (https://creativecommons.org/licenses/by-sa/4.0)

Kynnisferðir, eða Reykjavík Excursions, fyrirtækið sem rekur Flybus rútuferðirnar til og frá Keflavíkurflugvelli, telja sig ekki falla undir skilgreiningu embættis landlæknis á þeim aðilum sem óheimilt er að flytja komufarþega á leið í sóttkví. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stefnir að því að heimila Kynnisferðum að keyra áfram samkvæmt upplýsingum frá embættinu.

Kynnisferðir hafa haldið áfram að flytja komufarþega frá vellinum til höfuðborgarsvæðisins miðvikudag og fimmtudag, eftir að nýjar reglur um sóttvarnir tóku gildi. Samkvæmt þeim er óheimilt fyrir komufarþega að taka strætisvagn eða rútu frá Leifsstöð. Komufarþegar geta nú valið um 14 daga sóttkví eða tvær sýnatökur. Sú fyrri er við landamærin, en sú síðari eftir 5 til 6 daga sóttkví.

Samkeppnisaðilar Kynnisferða hafa ekki flutt komufarþega frá því að reglurnar tóku gildi. Airport Direct hefur stöðvað rútuferðir frá flugvellinum samkvæmt þjónustuveri og Strætó birti tilkynningu þess efnis að komufarþegum væri óheimilt að nota almenningssamgöngur á leið sinni á sóttkvíarstað. Hvorugur aðilinn hefur sent erindi vegna málsins.

Í upplýsingum embættis landlæknis kemur skýrt fram að komufarþegum sé einungis heimilt að ferðast frá flugvellinum á sóttkvíarstað með einkabíl, bílaleigubíl eða leigubíl. Frá því að farið er frá landamærastöð gilda reglur um sóttkví og einstaklingur „má ekki nota almenningssamgöngur (innanlandsflug, strætisvagna, hópferðabíla) eingöngu leigubíla, bílaleigubíla eða einkabíl“, eins og segir í upplýsingunum.

Erindi Kynnisferða er nú til meðferðar hjá Samgöngustofu, sem mun leggja fram drög að reglum sem almannavarnadeild vinnur áfram með þeim. Uppfylla þarf ákveðin skilyrði fyrir akstrinum.

Kynnisferðir eru í meirihlutaeigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, sem oftast er kölluð Engeyjarættin. Félagið Alfa hf. á 65 prósent hlut í fyrirtækinu og eru stærstu hluthafar þess Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, Guðríður Jónsdóttir, móðir Bjarna, Jón Benediktsson, bróðir Bjarna, Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, og börn Einars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár