Stærstu þrjú einkareknu fjölmiðlafyrirtæki landsins eru líkleg til að fá þorra þeirrar upphæðar styrkja sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar. Samtals töpuðu Árvakur, Torg og Sýn rúmum 2 milljörðum króna í fyrra samkvæmt ársreikningum, en rekstur hins síðastnefnda snýr einnig að fjarskiptum. Taprekstur fjölmiðlafyrirtækja undanfarin ár telst ekki til fjárhagserfiðleika samkvæmt skilyrðum þar sem fjársterkir eigendur leggja þeim til nýtt hlutafé.
Fjölmiðlanefnd hefur nú skilað tillögum sínum til menntamálaráðuneytisins um hvernig úthluta skuli styrkjum 1. september til stuðnings einkarekinna fjölmiðla vegna COVID-19 faraldursins. Nefndin tekur afstöðu til þess hvort fjölmiðlar uppfylli skilyrði um að hafa ekki verið í fjárhagserfiðleikum síðustu áramót, en miðað við almenna túlkun á Evrópureglugerð sem byggt er á er taprekstur upp á hundruð milljóna ekki merki um slíkt hafi nýtt hlutafé frá eigendum komið á móti.
Í svari við fyrirspurn Stundarinnar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að vilji Lilju hafi staðið til að styrkja minni …
Athugasemdir