Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vefsíða sem var gróðrarstía stafræns kynferðisofbeldis tekin niður – Ný opnuð jafnharðan

Þús­und­um nekt­ar­mynda af ís­lensk­um kon­um dreift á síð­unni. Í fjöl­mörg­um til­fell­um eru stúlk­urn­ar und­ir lögaldri. Erf­ið mál fyr­ir lög­reglu að eiga við. Enn eru ekki til stað­ar heim­ild­ir í ís­lensk­um lög­um sem gera sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi refsi­vert. Frum­varp þess efn­is hef­ur tví­veg­is ver­ið svæft í nefnd.

Vefsíða sem var gróðrarstía stafræns kynferðisofbeldis tekin niður – Ný opnuð jafnharðan
Marghöfða þurs Þó vefsíðan Chansluts, þar sem stafrænu kynferðisofbeldi hefur verið beitt í áraraðir, hafi verið lokað spratt jafnharðan upp ný síða þar sem sama háttsemi fer fram. Mynd: Shutterstock

Vefsíðan Chansluts, sem hefur verið helsti vettvangur þeirra sem beita stafrænu kynferðisofbeldi á Íslandi, hefur verið tekin niður. Á síðunni dreifðu notendur nektarmyndum og myndböndum, því sem næst eingöngu af stúlkum og í mörgum tilvikum ólögráða stúlkum, án þeirra samþykkis auk þess sem síðan var notuð sem vettvangur til að kalla eftir slíkum myndum af nafngreindum stúlkum eða hópum kvenna. Síðan var tekin yfir og henni lokað af öðrum aðila. Hins vegar hefur það efni sem inn á síðunni var, í það minnsta að miklu leyti, verið flutt á annað lén.

Lén síðunnar Chansluts var yfirtekið af fyrirtækinu Dynadot, sem sinnir skráningu léna á Internetinu fyrir viðskiptavini sína. Leiða má líkum að því að einhver viðskiptavinur fyrirtækisins hafi fengið það til að taka yfir lén síðunnar í þeim eina tilgangi að loka henni. Síðunni var lokað 17. júlí síðastliðinn.

Önnur síða með sömu virkni hefur hins vegar verið opnuð í stað Chansluts og virðist sem megnið af því efni, myndum, myndböndum og spjallþráðum, sem áður voru á Chansluts hafi verið flutt þangað yfir. Sú síða er augljóslega virk en nýjustu innlegg á henni eru frá deginum í dag, 14. ágúst.

Myndir af stúlkum á grunnskólaaldri birtar

Síðan Chansluts hefur verið til opinberrar umræðu á Íslandi um margra ára skeið. Hildur Friðriksdóttir gerði rannsókn á kynferðislegu ofbeldi í formi myndbirting í meistarverkefni sínu í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri og í kynningu rannsókn hennar, sem meðal annars er vitnað til í skýrslu forsætisráðuneytisins um kynferðislega friðhelgi frá því í janúar á þessu ári sem María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur vann um stafrænt kynferðisofbeldi, kemur fram að árið 2017 hafi verið að finna 56 síður af efni á síðunni. Á hinni nýju síðu, þangað sem efnið hefur nú verið flutt, eru síðurnar nú 197 talsins, og hefur því efnismagnið á síðunni því sem næst ferfaldast á þremur árum.

Í greiningu Hildar kom fram að þá hefði 730 nektarmyndir verið að finna á síðunni, í 96 prósentum tilvika af stúlkum. Í mörgum tilvikum hefði verið að finna persónugreinanlegar upplýsingar um stúlkurnar á myndunum, nöfn, búsetu, samfélagsmiðlareikninga eða skóla. Í þeim tilfellum þar sem aldur hefði verið tilgreindur var hann í flestum tilfellum 15 til 18 ára. 33 einstaklingar vorur aldursgreindir og þar af voru 25 undir lögaldri, þar af 12 á grunnskólaaldri. Myndirnar hefðu margar borið með sér að vera ófalsaðar og teknar með samþykki, en þeim síðan verið dreift áfram án samþykkis.

Kallað eftir myndbandi eftir að greint var frá kæru

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur um langa hríð haft vitneskju um síðuna og hafa ítrekað rannsakað mál sem varða birtingu kynferðislegra mynda af fólki, og börnum, á henni, sem og annars staðar á netinu. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar standa nú yfir rannsóknir vegna myndbirtinga af ólögráða börnum á Chansluts hjá lögreglunni. Hins vegar séu málin erfið viðureignar þar eð þeir sem birta myndirnar gera það í skjóli nafnleyndar enda eru vefsíður af þessu tagi til þess gerðar að leyna því hverjir haldi þeim úti og hverjir birti þar efni. Þá sé síðan vistuð erlendis sem geri íslenskum yfirvöldum óhægt um vik að kalla eftir upplýsingum um þá sem birta þar efni, draga þá til ábyrgðar eða loka þeim.

„Ef þið finnið video-ið og horfið, skulið þið gera ykkur grein fyrir því að þetta er alvarlegt kynferðisbrot gegn mér sem þið eruð að horfa á!“

Í janúar árið 2016 fjallaði Stundin um mál Júlíu Birgisdóttur, sem kærði mann fyrir að taka upp kynlífsmyndband af henni og dreifa því á netinu. Júlía hafði áður, í desember 2015, stigið fram og sagt sögu sína í Kastljósi. Eftir umfjöllun um málið kallaði notandi á Chansluts eftir því hvort einhver ætti myndbandið af Júlíu, aðeins klukkustund eftir að Kastljósþátturinn var sýndur. Júlía sagði í samtali við Stundina að myndbandið hefði verið birt á síðunni en væri farið þaðan út.

Júlía lagði áherslu á að ekki aðeins hefði sá sem dreifði myndbandinu brotið gegn henni, heldur einnig þeir sem á það horfðu. „Til þeirra sem vilja finna myndbandið og horfa á segi ég: Ef þið finnið video-ið og horfið, skulið þið gera ykkur grein fyrir því að þetta er alvarlegt kynferðisbrot gegn mér sem þið eruð að horfa á! Þið eruð ekkert betri en sá sem tók það upp og dreifði því. Skömmin er ekki mín! Hún er ykkar!“ skrifaði Júlía á Facebook-síðu sína eftir að Kastljósþátturinn var sýndur.

Frumvarp um refsiheimildir dagaði uppi

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði í desember 2017 fram frumvarp á Alþingi til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem gera átti stafrænt kynferðisofbeldi refsivert. „Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum,“ sagði í frumvarpinu en meðflutningsmenn Helga komu úr Samfylkingu, Vinstri grænum, Miðflokki, Flokki fólksins og Viðreisn. Frumvarpið sofnaði í meðförum allsherjar- og menntamálanefndar en Helgi endurflutti það í október árið 2018 og hafði þá Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins bæst í hóp meðflutningsmanna. Málið gekk á ný til allsherjar- og menntamálanefndar og var ekki afgreitt út úr nefndinni. Því eru ekki fortakslaus refsiréttarákvæði til staðar í íslenskum lögum er varða starfænt kynferðisofbeldi.

Boða lagabreytingar í haust

Í mars 2018 skipaði Katrín Jakobsdóttir stýrihóp um heildstæðar úrbætur að er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meðal hlutverka stýrihópsins er að móta stefnu um aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi. 10. mars á þessu ári lagði forsætisráðherra fram þingsályktunartillögu um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021–2025. Í þingsályktunartillögunni, sem byggir á starfi stýrihópsins, segir um stafrænt kynferðisofbeldi: „Ráðist verði í fræðsluátak um kynferðislega friðhelgi, einkum um eðli og afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis, samhliða aukinni kennslu í grunn- og framhaldsskólum.“ Annað kemur ekki fram um stafrænt kynferðisofbeldi í tillögunni, sem samþykkt var 3. júní síðastliðinn.

Í skýrslu Maríu Rúnar Bjarnadóttur, um kynferðislega friðhelgi, sem nefnd er hér að framan kemur fram að gildandi löggjöf veiti ekki kynferðislegri friðhelgi einstaklinga fullnægjandi vernd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því í svari við fyrirspurn Líneikar Önnu Sævarsdóttur á Alþingi í maí síðastliðnum að dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, hefði verið falið að ráðast í endurskoðun á löggjöf á grunni skýrslu Maríu Rúnar og tillagna stýrihópsins. „Þar er meðal annars lagt til að bætt verði sérstöku ákvæði við kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem gerir brot á kynferðislegri friðhelgi einstaklinga, til að mynda með birtingu og dreifingu efnis á netinu, refsivert,“ sagði Katrín þá. Enn hefur þó slíkt frumvarp ekki litið dagsins ljós en reiknað er með að það verði lagt fram á komandi hausti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár