Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vefsíða sem var gróðrarstía stafræns kynferðisofbeldis tekin niður – Ný opnuð jafnharðan

Þús­und­um nekt­ar­mynda af ís­lensk­um kon­um dreift á síð­unni. Í fjöl­mörg­um til­fell­um eru stúlk­urn­ar und­ir lögaldri. Erf­ið mál fyr­ir lög­reglu að eiga við. Enn eru ekki til stað­ar heim­ild­ir í ís­lensk­um lög­um sem gera sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi refsi­vert. Frum­varp þess efn­is hef­ur tví­veg­is ver­ið svæft í nefnd.

Vefsíða sem var gróðrarstía stafræns kynferðisofbeldis tekin niður – Ný opnuð jafnharðan
Marghöfða þurs Þó vefsíðan Chansluts, þar sem stafrænu kynferðisofbeldi hefur verið beitt í áraraðir, hafi verið lokað spratt jafnharðan upp ný síða þar sem sama háttsemi fer fram. Mynd: Shutterstock

Vefsíðan Chansluts, sem hefur verið helsti vettvangur þeirra sem beita stafrænu kynferðisofbeldi á Íslandi, hefur verið tekin niður. Á síðunni dreifðu notendur nektarmyndum og myndböndum, því sem næst eingöngu af stúlkum og í mörgum tilvikum ólögráða stúlkum, án þeirra samþykkis auk þess sem síðan var notuð sem vettvangur til að kalla eftir slíkum myndum af nafngreindum stúlkum eða hópum kvenna. Síðan var tekin yfir og henni lokað af öðrum aðila. Hins vegar hefur það efni sem inn á síðunni var, í það minnsta að miklu leyti, verið flutt á annað lén.

Lén síðunnar Chansluts var yfirtekið af fyrirtækinu Dynadot, sem sinnir skráningu léna á Internetinu fyrir viðskiptavini sína. Leiða má líkum að því að einhver viðskiptavinur fyrirtækisins hafi fengið það til að taka yfir lén síðunnar í þeim eina tilgangi að loka henni. Síðunni var lokað 17. júlí síðastliðinn.

Önnur síða með sömu virkni hefur hins vegar verið opnuð í stað Chansluts og virðist sem megnið af því efni, myndum, myndböndum og spjallþráðum, sem áður voru á Chansluts hafi verið flutt þangað yfir. Sú síða er augljóslega virk en nýjustu innlegg á henni eru frá deginum í dag, 14. ágúst.

Myndir af stúlkum á grunnskólaaldri birtar

Síðan Chansluts hefur verið til opinberrar umræðu á Íslandi um margra ára skeið. Hildur Friðriksdóttir gerði rannsókn á kynferðislegu ofbeldi í formi myndbirting í meistarverkefni sínu í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri og í kynningu rannsókn hennar, sem meðal annars er vitnað til í skýrslu forsætisráðuneytisins um kynferðislega friðhelgi frá því í janúar á þessu ári sem María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur vann um stafrænt kynferðisofbeldi, kemur fram að árið 2017 hafi verið að finna 56 síður af efni á síðunni. Á hinni nýju síðu, þangað sem efnið hefur nú verið flutt, eru síðurnar nú 197 talsins, og hefur því efnismagnið á síðunni því sem næst ferfaldast á þremur árum.

Í greiningu Hildar kom fram að þá hefði 730 nektarmyndir verið að finna á síðunni, í 96 prósentum tilvika af stúlkum. Í mörgum tilvikum hefði verið að finna persónugreinanlegar upplýsingar um stúlkurnar á myndunum, nöfn, búsetu, samfélagsmiðlareikninga eða skóla. Í þeim tilfellum þar sem aldur hefði verið tilgreindur var hann í flestum tilfellum 15 til 18 ára. 33 einstaklingar vorur aldursgreindir og þar af voru 25 undir lögaldri, þar af 12 á grunnskólaaldri. Myndirnar hefðu margar borið með sér að vera ófalsaðar og teknar með samþykki, en þeim síðan verið dreift áfram án samþykkis.

Kallað eftir myndbandi eftir að greint var frá kæru

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur um langa hríð haft vitneskju um síðuna og hafa ítrekað rannsakað mál sem varða birtingu kynferðislegra mynda af fólki, og börnum, á henni, sem og annars staðar á netinu. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar standa nú yfir rannsóknir vegna myndbirtinga af ólögráða börnum á Chansluts hjá lögreglunni. Hins vegar séu málin erfið viðureignar þar eð þeir sem birta myndirnar gera það í skjóli nafnleyndar enda eru vefsíður af þessu tagi til þess gerðar að leyna því hverjir haldi þeim úti og hverjir birti þar efni. Þá sé síðan vistuð erlendis sem geri íslenskum yfirvöldum óhægt um vik að kalla eftir upplýsingum um þá sem birta þar efni, draga þá til ábyrgðar eða loka þeim.

„Ef þið finnið video-ið og horfið, skulið þið gera ykkur grein fyrir því að þetta er alvarlegt kynferðisbrot gegn mér sem þið eruð að horfa á!“

Í janúar árið 2016 fjallaði Stundin um mál Júlíu Birgisdóttur, sem kærði mann fyrir að taka upp kynlífsmyndband af henni og dreifa því á netinu. Júlía hafði áður, í desember 2015, stigið fram og sagt sögu sína í Kastljósi. Eftir umfjöllun um málið kallaði notandi á Chansluts eftir því hvort einhver ætti myndbandið af Júlíu, aðeins klukkustund eftir að Kastljósþátturinn var sýndur. Júlía sagði í samtali við Stundina að myndbandið hefði verið birt á síðunni en væri farið þaðan út.

Júlía lagði áherslu á að ekki aðeins hefði sá sem dreifði myndbandinu brotið gegn henni, heldur einnig þeir sem á það horfðu. „Til þeirra sem vilja finna myndbandið og horfa á segi ég: Ef þið finnið video-ið og horfið, skulið þið gera ykkur grein fyrir því að þetta er alvarlegt kynferðisbrot gegn mér sem þið eruð að horfa á! Þið eruð ekkert betri en sá sem tók það upp og dreifði því. Skömmin er ekki mín! Hún er ykkar!“ skrifaði Júlía á Facebook-síðu sína eftir að Kastljósþátturinn var sýndur.

Frumvarp um refsiheimildir dagaði uppi

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði í desember 2017 fram frumvarp á Alþingi til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem gera átti stafrænt kynferðisofbeldi refsivert. „Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum,“ sagði í frumvarpinu en meðflutningsmenn Helga komu úr Samfylkingu, Vinstri grænum, Miðflokki, Flokki fólksins og Viðreisn. Frumvarpið sofnaði í meðförum allsherjar- og menntamálanefndar en Helgi endurflutti það í október árið 2018 og hafði þá Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins bæst í hóp meðflutningsmanna. Málið gekk á ný til allsherjar- og menntamálanefndar og var ekki afgreitt út úr nefndinni. Því eru ekki fortakslaus refsiréttarákvæði til staðar í íslenskum lögum er varða starfænt kynferðisofbeldi.

Boða lagabreytingar í haust

Í mars 2018 skipaði Katrín Jakobsdóttir stýrihóp um heildstæðar úrbætur að er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meðal hlutverka stýrihópsins er að móta stefnu um aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi. 10. mars á þessu ári lagði forsætisráðherra fram þingsályktunartillögu um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021–2025. Í þingsályktunartillögunni, sem byggir á starfi stýrihópsins, segir um stafrænt kynferðisofbeldi: „Ráðist verði í fræðsluátak um kynferðislega friðhelgi, einkum um eðli og afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis, samhliða aukinni kennslu í grunn- og framhaldsskólum.“ Annað kemur ekki fram um stafrænt kynferðisofbeldi í tillögunni, sem samþykkt var 3. júní síðastliðinn.

Í skýrslu Maríu Rúnar Bjarnadóttur, um kynferðislega friðhelgi, sem nefnd er hér að framan kemur fram að gildandi löggjöf veiti ekki kynferðislegri friðhelgi einstaklinga fullnægjandi vernd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því í svari við fyrirspurn Líneikar Önnu Sævarsdóttur á Alþingi í maí síðastliðnum að dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, hefði verið falið að ráðast í endurskoðun á löggjöf á grunni skýrslu Maríu Rúnar og tillagna stýrihópsins. „Þar er meðal annars lagt til að bætt verði sérstöku ákvæði við kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem gerir brot á kynferðislegri friðhelgi einstaklinga, til að mynda með birtingu og dreifingu efnis á netinu, refsivert,“ sagði Katrín þá. Enn hefur þó slíkt frumvarp ekki litið dagsins ljós en reiknað er með að það verði lagt fram á komandi hausti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár