Júlía Birgisdóttir hefur kært niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá einkarefsimáli þar sem hún fór fram skaðabætur fangelsisrefsingu yfir manni sem birti kynlífsmyndband af þeim á netinu. Kæran nær þó aðeins til refsiréttarins en ekki bótaréttarins.
Myndbandið var tekið án vitundar og vitneskju Júlíu, inni á heimili hennar.
Maðurinn lýsir yfir sakleysi sínu en hefur ákveðið að tjá sig ekki við fjölmiðla. Það mun lögmaður hans ekki heldur gera. Fyrir dómi sagði hann hins vegar að sakargiftir væru með öllu tilhæfulausar og ekki studdar neinum sönnunargögnum.
Engu að síður hefur maðurinn ítrekað beðið Júlíu afsökunar í skriflegum samskiptum sem gengu þeirra á milli og Stundin hefur undir höndum. Þar ber hann því fyrir sig að hann myndi ekki eftir þessu, en segir meðal annars: „Fyrst þetta gerðist þá biðst ég innilega afsökunar á því og spyr hvort það sé eitthvað sem ég get gert til að bæta fyrir það?“
Athugasemdir