Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Helsta birtingarmynd hefndarkláms á Íslandi: „Á einhver myndbandið sem var talað um í Kastljósinu?“

Ís­lend­ing­ur ósk­ar á vef­síð­unni Chansluts eft­ir mynd­bandi sem tek­ið var í leyf­is­leysi og fjall­að var um í Kast­ljósi og í Stund­inni. Not­end­ur síð­unn­ar skipt­ast á nekt­ar­mynd­um af ung­um ís­lensk­um stúlk­um. Síð­an og not­end­ur henn­ar voru rann­sak­að­ir af lög­regl­unni ár­ið 2014.

Helsta birtingarmynd hefndarkláms á Íslandi: „Á einhver myndbandið sem var talað um í Kastljósinu?“
„Sorglegt“ Kastljós fjallaði um mál Júlíu Birgisdóttur í desember. Sama dag og umfjöllunin birtist var óskað eftir myndbandinu á netinu. Mynd: Kristinn Magnússon

Lýst er eftir nektarmyndbandi af Júlíu Birigsdóttur, sem fjallað var um í Kastljósinu og Stundinni, á vefsíðunni Chansluts. Vefsíðan hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna dreifingar á klámmyndum af íslenskum stúlkum.

„Á einhver myndbandið sem var talað um í Kastljósinu?“ spyr stofnandi þráðsins á síðunni þar sem nektarmyndum af stúlkum allt niður í fermingaraldur er deilt. Þar vísar notandinn til umfjöllunar Kastljós um mál Júlíu Birgisdóttur en hún varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við tók upp myndband af henni er þau voru saman og deildi því á netinu. Horft hefur verið á myndbandið í hundruð þúsunda skipta. Júlía kærði málið til lögreglu og höfðaði á sama tíma einkarefsimál.

Skjáskot
Skjáskot Þráðurinn var stofnaður aðeins klukkustund eftir birtingu umfjöllunar Kastljósins.

Ítrekað hefur verið fjallað um síðuna Chansluts í fjölmiðlum undanfarin ár. Á síðunni skiptast notendur á nektarmyndum af ungum íslenskum stúlkum. Allir notendur á síðunni eru nafnlausir, líkt og er venja á svokölluðum chan-síðum. Segja má að síðan sé helsta birtingarmynd hefndarkláms á Íslandi, en í fæstum tilvikum eru nektarmyndirnar ætlaðar í almenna dreifingu á netinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár