Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Helsta birtingarmynd hefndarkláms á Íslandi: „Á einhver myndbandið sem var talað um í Kastljósinu?“

Ís­lend­ing­ur ósk­ar á vef­síð­unni Chansluts eft­ir mynd­bandi sem tek­ið var í leyf­is­leysi og fjall­að var um í Kast­ljósi og í Stund­inni. Not­end­ur síð­unn­ar skipt­ast á nekt­ar­mynd­um af ung­um ís­lensk­um stúlk­um. Síð­an og not­end­ur henn­ar voru rann­sak­að­ir af lög­regl­unni ár­ið 2014.

Helsta birtingarmynd hefndarkláms á Íslandi: „Á einhver myndbandið sem var talað um í Kastljósinu?“
„Sorglegt“ Kastljós fjallaði um mál Júlíu Birgisdóttur í desember. Sama dag og umfjöllunin birtist var óskað eftir myndbandinu á netinu. Mynd: Kristinn Magnússon

Lýst er eftir nektarmyndbandi af Júlíu Birigsdóttur, sem fjallað var um í Kastljósinu og Stundinni, á vefsíðunni Chansluts. Vefsíðan hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna dreifingar á klámmyndum af íslenskum stúlkum.

„Á einhver myndbandið sem var talað um í Kastljósinu?“ spyr stofnandi þráðsins á síðunni þar sem nektarmyndum af stúlkum allt niður í fermingaraldur er deilt. Þar vísar notandinn til umfjöllunar Kastljós um mál Júlíu Birgisdóttur en hún varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við tók upp myndband af henni er þau voru saman og deildi því á netinu. Horft hefur verið á myndbandið í hundruð þúsunda skipta. Júlía kærði málið til lögreglu og höfðaði á sama tíma einkarefsimál.

Skjáskot
Skjáskot Þráðurinn var stofnaður aðeins klukkustund eftir birtingu umfjöllunar Kastljósins.

Ítrekað hefur verið fjallað um síðuna Chansluts í fjölmiðlum undanfarin ár. Á síðunni skiptast notendur á nektarmyndum af ungum íslenskum stúlkum. Allir notendur á síðunni eru nafnlausir, líkt og er venja á svokölluðum chan-síðum. Segja má að síðan sé helsta birtingarmynd hefndarkláms á Íslandi, en í fæstum tilvikum eru nektarmyndirnar ætlaðar í almenna dreifingu á netinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár