Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þorbjörn Þórðarson kom að gerð myndbands Samherja

Lög­mað­ur og fyrr­ver­andi frétta­mað­ur Stöð 2 hef­ur veitt Sam­herja ráð­gjöf frá því að ljóstr­að var upp um mútu­greiðsl­ur fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu.

Þorbjörn Þórðarson kom að gerð myndbands Samherja
Þorbjörn Þórðarson Lögmaðurinn var lengi fréttamaður á Stöð 2 og var tilnefndur til verðlauna fyrir störf sín.

Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2, kom að gerð myndbands Samherja þar sem því var haldið fram að Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, hefði falsað gögn sem leitt hefðu til húsleitar hjá Samherja og áralangs málareksturs vegna gruns um gjaldeyrisbrot fyrirtækisins. Þetta staðfesta heimildir Stundarinnar.

Í myndbandinu er því haldið fram að Helgi hafi árið 2012 byggt umfjöllun sína um meint brot Samherja á gjaldeyrislögum í Kastljósi á gögnum sem hafi verið röng, hann hafi ýmist breytt umræddum gögnum eða falsað þau. Í myndbandinu komu fram tveir aðilar sem starfa fyrir Samherja, en voru ekki kynntir sem slíkir, auk viðskiptafélaga forstjóra fyrirtækisins.

Verðlagsstofa skiptaverðs staðfesti hins vegar í gær að gögnin sem Helgi studdist við væru til og hefðu verið unnin af starfsmanni. Þá hafa fleiri aðilar staðfest opinberlega að hafa fengið gögnin í hendurnar, en þau voru merkt sem trúnaðarmál.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í þessu samhengi að Helgi hefði sagt þjóðinni ósatt og brotið lög. „Það er nauðsynlegt að almenningur viti hvernig trúnaðarmaður fólksins, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fer með heimildir, breytir þeim og hagræðir og lagar fréttaflutning að eigin geðþótta, þvert á lög,“ sagði hann í forsíðufrétt Fréttablaðsins um myndband Samherja.

Þorsteinn Már er einn af tuttugu stærstu hluthöfum Sýnar, félagsins sem rekur Stöð 2, Vísi og fleiri miðla.

Réðu fólk í krísustjórnun vegna uppljóstrana

Þorbjörn var fenginn til ráðgjafar Samherja síðasta haust í kjölfar uppljóstrana Stundarinnar, Kveiks, Wikileaks og Al Jazeera um mútugreiðslur fyrirtækisins til þess að komast yfir hestamakrílskvóta í Namibíu. Helgi Seljan var meðal þeirra sem unnu þá umfjöllun fyrir Kveik, en hann hafði áður fjallað um meint gjaldeyrisbrot Samherja fyrir Kastljós.

Þorbjörn er lögfræðimenntaður og hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi í fyrra. Hann var fréttamaður á Stöð 2 í um áratug og var tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir störf sín, en hætti hjá fjölmiðlinum í júlí í fyrra. Í kjölfarið stofnaði hann LPR lögmannsstofu, ásamt Halldóri Reyni Halldórssyni, sem samkvæmt heimasíðu sinnir lögmennsku og almannatengslum. Á Þorbjörn 99 prósenta hlut í félaginu.

Samherji hefur leitað fanga víða til að sinna fjölmiðlaumfjöllun, krísustjórnun og innri rannsókn vegna Namibíustarfseminnar. Í Noregi fékk fyrirtækið Håkon Borud, meðeiganda og ráðgjafa hjá First House ráðgjafarfyrirtækinu, til starfa. Hann er fyrrverandi fréttastjóri Aftenposten með 25 ára reynslu sem blaðamaður og ritstjóri í norskum fjölmiðlum. Árið 2016 gekk hann til liðs við First House og er nú meðeigandi. Þá leitaði Samherji til norsku lögfræðistofunnar Wikborg Rein til að sinna innri rannsókn fyrirtækisins á starfseminni í Namibíu, sem kynnt var með tilkynningu daginn áður en umfjöllunin fór í loftið. Stofan er stærsta lögfræðistofa Noregs, með skrifstofur í Osló og Bergen og erlendis í London, Singapúr og Sjanghæ. Rannsókninni lauk í sumar, en Samherji hefur ekki viljað birta niðurstöðurnar opinberlega.

Ekki náðist í Þorbjörn við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
6
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár