Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segja Fréttablaðið birta gagnrýnislausan atvinnuróg: „Varðar grundvallarreglur blaðamennsku“

Helgi Selj­an frétta­mað­ur hafn­ar ásök­un­um Sam­herja. Í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins var að­eins rætt við starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins. Bréf frá Verð­lags­stofu skipta­verðs virð­ist stað­festa til­vist gagna sem Sam­herji seg­ir hafa ver­ið föls­uð eða ekki til.

Segja Fréttablaðið birta gagnrýnislausan atvinnuróg: „Varðar grundvallarreglur blaðamennsku“
Garðar Gíslason með Samherja Lögmaður Samherja, sem einungis er titlaður „hæstaréttarlögmaður“ í forsíðufrétt Fréttablaðsins, sést hér aftastur til vinstri ganga á fund í Seðlabankanum ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra og öðrum starfsmönnum Samherja í nóvember 2018. Mynd: Haraldur Jónasson/Hari

Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV, hafnar öllum ásökunum um falsanir gagna. Hann segir vinnubrögð Fréttablaðsins vekja furðu, þar sem forsíðufrétt hafi verið birt „fullkomlega gagnrýnislaust“. Allir viðmælendur í fréttinni starfa með Samherja. Bréf virðist staðfesta tilvist gagna sem Samherji segir ýmist fölsuð eða aldrei hafa verið til.

Fréttblaðið fjallaði á forsíðu í dag um óútkomið myndband sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja sem birt var á YouTube í morgun. Í því er haldið fram að Helgi hafi árið 2012 byggt umfjöllun sína um meint brot Samherja á gjaldeyrislögum í Kastljósi á gögnum sem hafi verið röng, hann hafi ýmist breytt umræddum gögnum eða falsað þau.

Útvarpsstjóri og fréttastjóri Ríkisútvarpsins hafa hafnað ásökunum á hendur Helga og segja Samherja nú vega að mannorði hans og æru með tilhæfulausum ásökunum, í því skyni að verjast gagnrýninni umfjöllun um fyrirtækið.

Í færslu sem Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, birtir á Facebook segir hún ekkert hæft í ásökunum Samherja. „Markmiðið með þessum drullumokstri er að sverta mannorð öflugasta rannsóknarblaðamanns landsins og hrella fjölmiðla,“ skrifar Þóra.

„Markmiðið með þessum drullumokstri er að sverta mannorð öflugasta rannsóknarblaðamanns landsins og hrella fjölmiðla“

Þá gagnrýnir hún framgang Fréttablaðsins í málinu. „Að Fréttablaðið birti svo gagnrýnislaust viðlíka atvinnuróg, án þess að bera undir þann sem ásökunin beinist að, er kapítuli út af fyrir sig og varðar grundvallarreglur blaðamennsku.“

Segir fullyrðingar Samherja bíræfnar og útúrsnúning

Þóra birtir einnig svar Helga við ásökunum. „Það dylst engum hver raunverulegur tilgangur þessarar herferðar er,“ skrifar Helgi. „Hann er tvíþættur: Að reyna að hafa af blaðamönnum æruna með atvinnurógi af versta tagi og það sem skiptir jafnvel meira máli - að dreifa athyglinni frá þeirri staðreynd að Þorsteinn Már Baldvinsson og starfsmenn hans sæta nú rannsókn í stóru sakamáli og hafa til þessa ekki svarað lykilspurningum um framferði fyrirtækisins á erlendri grund.“

Í svari hans segir hann ásakanir um falsanir gagna alrangar og sömuleiðis þær útleggingar á leyniupptöku sem Samherji birti af samtali hans við Jón Óttar Ólafsson, starfsmann fyrirtækisins.

Þóra ArnórsdóttirRitstjóri Kveiks segir ásakanir Samherja drullumokstur og atvinnuróg.

„Skýrsla um samanburð á útflutningsverði á karfa til Þýskalands, sem sýndi að Samherji seldi fyrirtækjum sínum þar í landi afla eigin skipa á lægra verði en gerðist og gekk í viðskiptum annarra, var sannarlega til og gerð af Verðlagsstofu skiptaverðs,“ skrifar Helgi. „Eins og fram kom í Kastljósi, þegar vitnað var til hennar og hún sýnd. Það, hvers vegna núverandi starfsmaður Verðlagsstofu hafnar því núna, 8 árum eftir birtingu þess í sjónvarpi, að það hafi verið gert, er með nokkrum ólíkindum, þó ekki sé fastar að orði kveðið. Skjalið var sannarlega gert af þáverandi forstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs, og lagt fram í Úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna. Það var jafnframt tilefni athugasemda Verðlagsstofu við Samherja, rannsókn, eins og það var orðað af Verðlagsstofu sjálfri.“

Helgi segir jafnframt að forstjóri Verðlagsstofu staðfesti þetta í raun í samskiptum sínum frá því í apríl sem Samherji hefur birt. „Það er ekki bara rangt, heldur einkar bíræfið hvernig því er haldið fram í „þætti“ Samherja að umrætt skjal hafi verið falsað. Raunar kallast þessar kenningar þeirra á í myndbandinu. Það er ýmist sagt falsað, eða því breytt. Hvort tveggja er rangt. Sundurklippt ummæli um að átt hafi verið við skjalið, vísa eingöngu til þess að áður en það var birt voru persónugreinanlegar upplýsingar, sem hefðu getað vísað á heimildarmann, afmáðar af því. Það að snúið sé út úr því með þeim hætti sem gert er, segir alla söguna um raunverulegan tilgang þessarar myndbandagerðar Þorsteins Más og félaga.

Að Samherji hafi haft í höndunum hljóðupptöku af fundi okkar Jóns Óttars í sex ár, en birti hana fyrst núna, segir sitt um hversu raunverulegt sönnunargagn um samsæri af minni hálfu sé að ræða.“

Fréttin skrifuð „fullkomlega gagnrýnislaust“

Fréttablaðið heldur því fram á forsíðu í dag að staðfesting hafi fengist á fullyrðingu Samhejra. „Hefur Verðlagsstofa staðfest við Fréttablaðið að skýrslan hafi aldrei verið unnin.“

Þá nefnir Fréttablaðið ekki að Garðar Gíslason, fyrrverandi varaskattrannsóknarstjóri og viðmælandi í myndbandinu, sé núverandi lögmaður Samherja. Í raun hafa allir nafngreindir viðmælendur í fréttinni starfað með eða fyrir Samherja.

Loks segir í fréttinni að Helgi hafi ekki viljað ræða málið við Fréttablaðið. Því hafnar Helgi og birtir í því samhengi samskipti sín við Ara Brynjólfsson blaðamann með smáskilaboðum. Helgi hafnar því vissulega að koma í viðtal, en Ari spyr hvort hann „megi heyra í þér stuttlega um þennan Samherjaþátt?“ en nefnir ekki að hafa innihald hans undir höndum.

„Vinnubrögð Fréttablaðsins í málinu sæta - ólíkt vinnubrögðum Samherja – furðu,“ skrifar Helgi. „Bornar eru fram einhliða- og án nokkurs möguleika á andmælum, ásakanir sem eru ekki bara alrangar, heldur líka grafalvarlegar. Einu viðmælendur Fréttablaðsins í fréttinni eru launaðir starfsmenn Samherja auk forstjóra Samherja.

Fréttablaðið bar efni forsíðufréttarinnar í dag aldrei undir mig, eða ásökunina sem í henni felst. Þetta eru einu samskipti mín við Ara Brynjólfsson, blaðamann Fréttablaðsins um málið frá í gær. Hér nefnir hann aldrei efnisatriði málsins, þá staðreynd að hann hafði augljóslega séð þáttinn sem hann vísar til og ætlaði sér að skrifa um efni hans frétt, fullkomlega gagnrýnislaust.“

Birta bréf Verðlagsstofu sem staðfesti rannsókn

Helgi segir að Kastljós hafi gengið úr skugga um hvaðan og hvers eðlis skýrsla Verðlagsstofu var og að hún hafi sannarlega verið komin þaðan, þó Verðalagsstofa vilji ekki staðfesta neitt opinberlega. „Um þetta allt má til dæmis lesa í eftirfarandi bréfi sem undirritað er af þremur starfsmönnum Verðlagsstofu skiptaverðs, og send var á stjórn stofnunarinnar, vegna fyrirspurnar Kastljóss. Þar er jafnframt staðfest að „mál“ tengt Samherja sé til skoðunar innan stofnunarinnar og áhersla lögð á að þögn ríki um málið af hendi stjórnarinnar, enda geti annað orðið til að „tefja og jafnvel skaða mál sem eru til rannsóknar/meðferðar hjá Verðlagsstofu og úrskurðarnefnd“

Birta Þóra og Helgi bréf Verðlagsstofu, sem sannarlega inniheldur þessar upplýsingar.

Þá segir Helgi skýrsluna hafa verið þrjár blaðsíður, hún undirrituð af þáverandi forstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs og verið borna undir Seðlabankann, sem hafi óskað eftir afriti.

Viðskiptafélagi Þorsteins Más og fjölskylduvinur Helga

Loks fjallar Helgi um einn viðmælandann í myndbandi Samherja, Jóhannes Pálsson. „Á undanförnum árum hefur Samherji, eða fulltrúar þess fyrirtækis ítrekað flutt furðusögur af Þorrablóti Reyðfirðinga í hinu svokallaða Seðlabankamáli,“ segir hann. „Því hefur verið haldið fram að þar hafi ég hitt sjómann sem ekki bar sig vel vegna hlutaskipta um borð í einu skipa Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, dótturfélags Samherja. Sú frásögn er uppspuni frá rótum. Síðastliðið haust, stuttu fyrir umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu og rétt eftir að Samherja var ljóst að um málið yrði fjallað í fjölmiðlum, birtist svo ný frásögn. Í þetta sinn af því að ég hefði haft uppi yfirlýsingar um að „taka niður Þorstein Má“. Aftur var farið með rangt mál. Nú er trommað upp með ítarlegri útgáfu af sömu sögu, og aftur er hún röng. En í þetta sinn er kallaður til fótgönguliði úr hópi viðskiptafélaga Þorsteins Más, og hann kynntur til sögunnar sem fyrrum lágt settur millistjórnandi dótturfélagsins í Neskaupstað. Sá maður er Jóhannes Pálsson.“

„En í þetta sinn er kallaður til fótgönguliði úr hópi viðskiptafélaga Þorsteins Más“

Helgi segir frásögn Jóhannesar svíða kannski mest af því sem birtist í myndbandinu. „Jóhannes hef ég þekkt síðan ég var barn. Jóhannes var nágranni minn og fjölskyldur okkar vinafólk. En Jóhannes Pálsson var líka og er meðeigandi Þorsteins Más Baldvinssonar í eignarhaldsfélaginu Snæfugli, sem er stór eigandi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Ummæli hans verða því að skoðast í því ljósi, rétt eins og ummæli annarra þeirra sem eru til viðtals í „þætti“ Samherja og eiga það allir sameiginlegt að hafa atvinnnu af því að gæta með einum eða öðrum hætti hagsmuna fyrirtækisins.“

Helgi hafnar því að samtalið hafi verið með þessum hætti sem Jóhannes lýsir. „Um frásögn Jóhannesar Pálssonar vil ég segja eftirfarandi: Það að ég hefði farið að segja Jóhannesi frá því „að ég væri með stórt mál“ gegn Samherja í smíðum, ætlaði mér að „tak'ann“ eða „ná honum“ vitandi um augljós tengsl þessara manna og sameiginlega hagsmuni er eins og allir hljóta að sjá, galið. Enda alrangt. Samtal okkar Jóhannesar í umrætt sinn sneri að hvort hann hefði í störfum sínum fyrir Síldarvinnsluna orðið var við að afurðakaup Samherja af skipum Síldarvinnslunnar færu fram á lægra verði en gekk og gerðist, eins og frásagnir sjómanna fyrirtækisins og kvartanir til Verðlagsstofu sögðu til um. Eftir á að hyggja voru það auðvitað mistök af mér að ræða þetta málefni, jafnvel með þessum fyrirvörum, við gamlan fjölskylduvin eins og Jóhannes, einkum við þessar aðstæður. Það hvarflaði hins vegar ekki að mér að hann myndi, átta árum síðar, stíga fram og ljúga upp í opið geðið á alþjóð, til þess eins að taka þátt í þessum furðuleiðangri viðskiptafélaga síns, Þorsteins Más Baldvinssonar."

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
1
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
4
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
10
Fréttir

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á tíð­ind­um dags­ins og mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna síð­deg­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
9
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár