Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti þriggja ára gam­alt raf­orku­sölu­fyr­ir­tæki með tvo starfs­menn á 850 millj­ón­ir króna. Stofn­andi og stærsti hlut­hafi fyr­ir­tæk­is­ins er Bjarni Ár­manns­son sem teng­ist for­stjóra Fest­is, Eggerti Þór Kristó­fers­syni, og stjórn­ar­for­mann­in­um, Þórði Má Jó­hann­es­syni, nán­um bönd­um.

Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild
Tengdur bæði forstjóranum og stjórnarformanninum Bjarni Ármannsson fjárfestir er tengdur bæði forstjóra og stjórnarformanni Festis. Almenningshlutafélagið keypti fyrirtæki af Bjarna fyrir 850 milljónir og er bókfærð viðskiptavild upp á 600 miljónir stærsti hluti eignasafnsins. Mynd: Iceland Seafood

Forstjóri almenningshlutafélagsins Festis, Eggert Þór Kristófersson, hefur ekki viljað svara spurningum um viðskipti félagsins með orkufyrirtækið Íslenska orkumiðlun. Festi er í meirihlutaeigu íslenska lífeyrissjóða og þar með iðgjaldagreiðenda þeirra.

Festi, sem meðal annars rekur olíufélagið N1 og verslanakeðjuna Krónuna, keypti orkusölufyrirtækið Íslenska orkumiðlun fyrr á árinu.

Kaupverðið var 850 milljónir króna og er helsti kjarninn í eignasafni fyrirtækisins viðskiptavild, óefnislegar eignir, upp á 601 milljón króna. Viðskiptavildin á bak við kaupin kom fram í árshlutauppgjöri Festar sem kynnt var fyrir helgi. Aðrar eignir Íslenskrar orkumiðlunar eru útistandandi kröfur upp á 200 milljónir króna vegna sölu á rafmagni. 

Eggert telur kaupin hafa verið hagstæð

Kaupin á Íslenskri orkumiðlun vekja meðal annars athygli vegna þess að fyrirtækið er aðeins þriggja ára gamalt og hjá því vinna einungis tveir starfsmenn. Félagið á nánast engar efnislegar eignir nema tölvubúnað og tæki fyrir nokkrar milljónir króna auk áðurnefndra viðskiptakrafna. Spurningin er því hvort kaupverð fyrirtækisins, 850 milljónir króna, teljist ekki nokkuð hátt.

Ein af spurningunum sem Eggert þó svarar er um kaupverðið og telur forstjórinn það vera hagstætt fyrir almenningshlutafélagið: „Í kynningunni kemur fram að Festi keypti félagið á 5,2 sinnum hagnað eða EBITDA sem er mjög gott verð fyrir Festi,“ sagði hann í tölvupósti á föstudaginn. 

„Mjög gott verð fyrir Festi.“

Ein af spurningunum sem Eggert hefur ekki svarað er af hverju Festi stofnaði ekki frekar sitt eigið orkusölufyrirtæki í stað þess að greiða 850 milljónir fyrir þetta tiltölulega nýstofnaða tveggja manna fyrirtæki. 

Æðstu stjórnendur tengdir stærsta hluthafanum

Eins og Stundin hefur greint frá eru tveir æðstu stjórnendur Festis, forstjórinn Eggert Þór og Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festis, tengdir stofnanda og stærsta hluthafa Íslenskrar orkumiðlunar, Bjarna Ármannsyni.

Eggert Þór var framkvæmdastjóri fjárfestingarfélags Bjarna, Sjávarsýnar, á árunum 2008 til 2011 og vann áður með Bjarna þegar hann var forstjóri Glitnis og Eggert var framkvæmdastjóri eignastýringar bankans. Þórður Már og Bjarni eru vinir og unnu saman bæði í Kaupþingi og síðar í fjárfestingarbankanum Straumi og hafa átt saman fjárfestingarfélag sem hét Kría. 

Eigendur Íslenskrar orkumiðlunar voru áðurnefndur Bjarni Ármannssons, framkvæmdastjóri félagsins, Magnús Júlíusson, Kaupfélag Skagfirðinga, sem meðal annars á útgerðarfélagið FISK Seafood og Ísfélagið í Vestmannaeyjum, útgerðarfélag Guðbjargar Matthíasdóttur. 

Áður en Stundin fjallaði um málið höfðu formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, og bloggarinn Guðmundur Hörður vakið athygli á því. 

Stærstu kúnnarnir tengdir sjávarútvegiÍ fjölmiðlum hefur komið fram að stærstu viðskiptavinir Íslenskrar orkumiðlunar tengist sjávarútvegi. Ísfélag Vestmannaeyja, sem Guðbjörg Matthíasdóttir á, var hluthafi í fyrirtækinu.

Viðskiptavildin óskýrð sem og hverjir kúnnarnir eru

Stundin hefur reynt að fá svör við nokkrum spurningum frá Eggerti Þór um eðli þessara viðskipta. Ein af spurningunum er hverjir það eru sem eru helstu viðskiptavinir Íslenskrar orkumiðlunar. Þetta skiptir máli því viðskiptavild félagsins hlýtur að byggja á þeim orkusölusamningum sem félagið hefur gert við viðskiptavini þess til lengri tíma litið þar sem félagið kaupir og selur rafmagn. Þegar tilkynnt var um kaupin í mars síðastliðinn kom  fram að stærstu viðskiptavinir félagsins væru í sjávarútvegi. „Viðskiptavinir í sjávarútvegi eru stærstu viðskiptavinir félagsins,“ sagði í fréttum um viðskiptum. 

Í ljósi þess hverjir eru í eigendahópi Íslenskrar orkumiðlunar, tvær af stærstu útgerðum landsins, þá er ein af spurningunum sem vaknar hvort eignasafn félagsins, sem að stóru leyti er viðskiptavild, byggi meðal annars á samningum sem félagið hefur gert við sína eigin hluthafa og eða tengda aðila. 

Önnur spurning sem Eggert hefur ekki viljað svara er hvort hann telji að það sé eðlilegt að félag sem hann fer fyrir sem forstjóri komi að viðskiptum við félag þar sem Bjarni Ármannsson er svo stór hluthafi. „Þú ert vinur og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestingarfélags Bjarna Ármannssonar, sama fjárfestingarfélags, og Festi kaupir hlutinn í Íslenskri orkumiðlun af. Finnst þér eðlilegt að  þú, eða félag sem þú ferð fyrir sem forstjóri, eigir í  slíkum viðskiptum við félag sem þú tengist eins sterkum böndum?“

Þessu hefur Eggert ekki svarað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár