Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Almenningshlutafélagið Festi keypti fyrirtæki af félagi sem forstjórinn stýrði

Bæði Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Festi, og stjórn­ar­formað­ur­inn, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, tengj­ast Bjarna Ár­manns­syni fjár­festi nán­um bönd­um. Festi ákvað að kaupa orku­sölu­fyr­ir­tæki af Bjarna og með­fjár­fest­um hans fyr­ir rúm­lega 722 millj­ón­ir. Eggert Þór hef­ur ekki vilj­að svara spurn­ing­um um mál­ið.

Almenningshlutafélagið Festi keypti fyrirtæki af félagi sem forstjórinn stýrði
Náinn samstarfsmaður Bjarna Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festis, var náinn samstarfsmaður og undirmaður Bjarna Ármannssonar um árabil, fyrst í Glitni og svo í fjárfestingarfélaginu Sjávarsýn. Myndin var tekin þegar Festi keypti hlut í Íslenskri orkumiðlun í fyrra. Með Eggerti á myndinni er Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri íslenskrar orkumiðlunar.

Almenningshlutafélagið Festi, sem rekur N1 og Krónuna meðal annars,  keypti orkusölufyrirtæki af fjárfestingarfélagi sem forstjóri félagsins, Eggert Þór Kristófersson, stýrði um þriggja ára skeið á árunum 2008 til 2011. Fjárfestingarfélagið er í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og heitir Sjávarsýn.

Eggert Þór var um árabil einn nánasti samstarfsmaður Bjarna og starfaði hann sem framkvæmdastjóri eignastýringar Glitnis á meðan Bjarni var forstjóri bankans. Íslenskir lífeyrissjóðir, og þar með viðskiptavinir þeirra sem eru greiðendur iðgjalda, eiga meirihluta hlutafjár í Festi.

Orkusölufyrirtækið sem um ræðir heitir Íslensk orkumiðlun og átti fjárfestingarfélag Bjarna 32,5 prósent hlut í fyrirtækinu þar til Festi ákvað að kaupa hann og aðra hluthafa þess út í mars á þessu ári. Aðrir hluthafar voru framkvæmdastjórinn Magnús Júlíusson, Kaupfélag Skagfirðinga og Ísfélag Vestmannaeyja. Festi átti fyrir þessa ákvörðun um yfirtöku félagsins 15 prósenta hlut í Íslenskri orkumiðlun sem keyptur var í mars 2019. 

Kaupverðið á þessum 85 prósenta hluti var 722 milljónir króna. Greitt var fyrir hlutabréfin með bréfum í Festi og með reiðufé. 

Vinur og meðfjárfestir BjarnaÞórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður almenningshlutafélagsins Festis, er vinur og viðskiptafélagi Bjarna Ármannssonar til margra ára.

Stjórnarformaðurinn viðskiptafélagi Bjarna

Auk tengsla forstjóra Festi við stærsta hluthafa Íslenskrar Orkumiðlunar, Bjarna Ármannsson, er stjórnarformaður Festi, Þórður Már Jóhannesson, einnig tengdur honum viðskiptaböndum.

Þórður Már og Bjarni hafa í gegnum árin stundað fjárfestingar saman og áttu meðal annars saman félagið Kríu sem stundaði framvirk hlutabréfaviðskipti með bréf í FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, fyrir bankahrunið 2008. Þórður Már sagði við DV árið 2009 að ekkert væri athugavert við fjárfestingar hans og Bjarna í umræddu félagi, þeir hefðu þekkst lengi og væru vinir. 

„Þar mun verða farið yfir kaup Festi á Íslenskri Orkumiðlun.“

Í fjölmiðlum hefur ennfremur komið að Bjarni hafi ráðið Þórð Má til Kaupþings og síðar Straums þegar hann starfaði í þeim fjármálafyrirtækjum.

Eggert vill ekki svara spurningum

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á þessum viðskiptum Festi með Íslenska orkumiðlun á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu í tengslum við umræðu um það sem Ragnar Þór telur vera spillingu í viðskiptum félaga sem eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Bloggarinn Guðmundur Hörður vakti i kjölfarið athygli á orðum Ragnars á vef Stundarinnar.

Meðal stærstu hluthafa Festi eru Lífeyrissjóður verslunarmanna Gildi – lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sem samtals eiga um 25 prósenta hlut í félaginu. 

Stundin sendi Eggerti Þór Kristóferssyni spurningar um þessi viðskipti. Eggert Þór hefur ekki viljað svara spurningunum. Forstjórinn vísar til þess að uppgjör Festi verði kynnt síðar í dag og að þar verði að finna upplýsingar um þessi viðskipti. „Festi hf. er almenningshlutafélag sem er skrá á markað í Nasdaq OMX og mun síðar í dag birta uppgjör fyrir 2. ársfjórðung 2020. Þar mun verða farið yfir kaup Festi á Íslenskri Orkumiðlun eins og lofað var á aðalfundi félagsins sem haldin var 23. mars 2020 þar sem allir hluthafar samþykkti þessi kaup. Þannig að til að tryggja jafnræði fjárfesta og fara að lögum þá verður þú að bíða eftir þessum upplýsingum þangað til síðar í dag.“

Meðal þess sem Stundin spurði Eggert að var hvort hann teldi eðlilegt að hann sem fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestingarfélags Bjarna Ármannssonar kæmi að því að láta félag sem hann stýrir kaupa hlutabréf af þessu sama félagi. Einnig spurði Stundin hann að því hvernig verðmatið á fyrirtækinu hefði farið fram og hvort til greina hefði komið að stofna eigið orkusölufyrirtæki. 

Þriggja ára fyrirtæki með tvo starfsmenn

Eitt af því sem vekur athygli í viðskiptunum er að Íslensk orkumiðlun er fyrirtæki sem stofnað var fyrir einungis þremur árum og er með tvo starfsmenn í vinnu samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2018 og einnig samkvæmt heimasíðu þess. Um er að ræða fyrirtæki sem er milliliður í því að kaupa og selja rafmagn til fyrirtækja og einstaklinga. Fyrirtækið kaupir rafmagn á heildsölumarkaði og selur það á smásölumarkaði. 

Ein af spurningunum sem Stundin spurði Eggert Þór að var af hverju Festi stofnaði ekki sitt eigið orkufyrirtæki í stað þess að kaupa fyrirtæki með tvo starfsmenn og stutta rekstrarsögu á þessu verði.

Íslensk orkumiðlun var sannarlega með mikla tekjuaukningu á árunum 2017 til 2018, fór úr 164 milljónum i 954 milljónir króna á milli, en ekki liggur fyrir hverjir viðskiptavinir fyrirtækisins eru eða voru. Að fyrirtækinu standa félög sem stunda rafmagnsfrekan rekstur, eins og til dæmis Kaupfélag Skagfirðinga. Eggert Þór svaraði ekki spurningunni um hverjir helstu viðskiptavinir Íslenskrar orkumiðlunar væru. 

Félagið á nánast engar eignir, ef frá eru taldar viðskiptakröfur vegna sölu á rafmagni; það á enga fasteign og vinnutækin og hugbúnaðurinn sem fyrirtækið á eru bókfærð í ársreikningi þess á tæplega 5 milljóna króna.

Ein af spurningunum sem eftir situr er því hvað það er sem Festi er að borga 722 milljónir króna fyrir því þetta er ekki ljóst út frá síðasta birta ársreikningi félagsins. Einn möguleiki er kunnátta og færni starfsmannanna tveggja á sviði orkusölu og annar möguleiki eru viðskiptasambönd og mögulega samningar sem fyrirtækið hefur gert við viðskiptavini þess. 

En skýringar Festi á þessum viðskiptum munu væntanlega koma fram þegar félagið kynnir uppgjör sitt eins og Eggert Þór segir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
1
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
4
FréttirStjórnarslit 2024

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar um að slíta stjórn­ar­sam­starfi og er mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna eft­ir blaða­manna­fund Bjarna í stjórn­ar­ráð­inu.
Lilja taldi skynsamlegast að kjósa eftir brotthvarf Katrínar
8
FréttirStjórnarslit 2024

Lilja taldi skyn­sam­leg­ast að kjósa eft­ir brott­hvarf Katrín­ar

„Hún er svo­lít­ið fram­sókn­ar­leg stund­um, hún Katrín,“ sagði Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir, vara­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, í þjóð­mála­þætt­in­um Pressu um það út­hald sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafði er upp kom flók­in staða í stjórn­ar­sam­starf­inu. Brott­hvarf henn­ar hafi þýtt mikl­ar breyt­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
7
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
9
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár