Það hefur vart farið framhjá lesendum að Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tók undir skilaboð forseta síns á Twitter með því að tísta mynd af fánum Íslands og Bandaríkjanna með orðunum: „Sameinuð sigrumst við á Kínaveirunni“ og olli það nokkru fjaðrafoki hér á landi. Þykir orðalagið vera hluti af gildishlaðinni orðræðu Trumps, sem hefur lengi alið á ótta við Kína og kennt þeim um útbreiðslu kórónaveirunnar.
Yfirmaður Gunters er Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en hann sagði í ræðu á dögunum að stærsta verkefni sem mannkynið stæði frammi fyrir á okkar tímum væri að berjast gegn Kommúnistaflokknum í Kína. Bandaríkin væru í lykilstöðu til að leiða baráttu heimsbyggðarinnar gegn Kínverjum og það yrðu söguleg mistök fyrir aðrar þjóðir ef þær myndu ekki fylkja sér að baki Trump sem leiðtoga hins frjálsa heims. Væntanlega var hann ekki síst að tala til …
Athugasemdir