„Ég fann mig í COVID,“ segir Ingunn Embla Axelsdóttir, sem byrjaði að hanna skartgripi þegar faraldurinn reið yfir í vor. „Ég hef alltaf verið með mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig ég vil hafa hlutina, en aldrei séð þá nákvæmlega eins og ég vil hafa þá. Svo hugsaði ég með mér a fhverju ég gerði það ekki bara sjálf. Þetta er í raun og veru ekkert mál, en það þarf að finna réttu efnin. Það er alveg dýrt sport að byrja á svona verkefni því það er svo dýrt að láta senda allt til landsins. Þetta er samt áhugamál og þau eru fyrir öllu, þau halda manni á lífi.“
Þegar dagsins amstur vék fyrir mikilli heimveru fékk hún svigrúm til þess að anda og ná áttum, rækta nýjar hliðar á sjálfri sér og finna sköpunargleðina. …
Athugasemdir