Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mest fjölgaði í Siðmennt

Mest fækk­aði í þjóð­kirkj­unni af öll­um trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög­um. Nýj­asta fé­lag­ið heit­ir Lak­ulish jóga á Ís­landi með 30 með­limi.

Mest fjölgaði í Siðmennt
Trúarbrögð Nýtt félag bættist við skráningu Þjóðskrár í júní. Mynd: Shutterstock

Mest fækkaði í þjóðkirkjunni af öllum trúfélögum frá 1. desember á síðasta ári eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Þjóðskrá.

Mest fjölgaði í Siðmennt, um 276 meðlimi, en í Ásatrúarfélaginu fjölgaði um 216 meðlimi á tímabilinu. Í þjóðkirkjunni fækkaði um 528 meðlimi og í zuism um 167.

Alls voru 230.626 skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. júlí. Næst kemur Kaþólska kirkjan með 14.675 meðlimi og þar á eftir Fríkirkjan í Reykjavík með 10.016.

Í júní bættist nýjasta trú- og lífsskoðunarfélagið við Þjóðskrá. Það er félagið Lakulish jóga á Íslandi með 30 skráða meðlimi. Alls voru 26.806 skráðir utan félaga, eða 7,3 prósent landsmanna. Einnig eru 54.002 landsmanna með ótilgreinda skráningu, eða 14,7 prósent. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár