Mest fækkaði í þjóðkirkjunni af öllum trúfélögum frá 1. desember á síðasta ári eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Þjóðskrá.
Mest fjölgaði í Siðmennt, um 276 meðlimi, en í Ásatrúarfélaginu fjölgaði um 216 meðlimi á tímabilinu. Í þjóðkirkjunni fækkaði um 528 meðlimi og í zuism um 167.
Alls voru 230.626 skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. júlí. Næst kemur Kaþólska kirkjan með 14.675 meðlimi og þar á eftir Fríkirkjan í Reykjavík með 10.016.
Í júní bættist nýjasta trú- og lífsskoðunarfélagið við Þjóðskrá. Það er félagið Lakulish jóga á Íslandi með 30 skráða meðlimi. Alls voru 26.806 skráðir utan félaga, eða 7,3 prósent landsmanna. Einnig eru 54.002 landsmanna með ótilgreinda skráningu, eða 14,7 prósent.
Athugasemdir