Tamson „Fitty“ Hatuikulipi átti skilið að fá greiðslu fyrir að tengja kvótaeigendur við sjávarútvegsfyrirtækið Samherja og koma á samningum þar á milli, að sögn lögmanns hans og Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Rætt var um beiðni þeirra um lausn gegn tryggingu fyrir dómstóli í Windhoek, höfuðborg Namibíu, í vikunni. Hefur blaðið The Namibian greint frá framvindunni.
Eins og Stundin, Kveikur, Al Jazeera og Wikileaks greindu frá í fyrra sýna gögn hvernig Samherji greiddi skipulega hundruð milljóna króna í mútur til stjórnmálamanna og tengdra aðila í Namibíu, til að fá hestamakrílkvóta sem lagði grunn að stórum hluta hagnaði félagsins undanfarin ár. Hagnaðurinn og mútugreiðslurnar runnu í gegnum net skattaskjóla.
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Fitty, tengdasonur hans, eru meðal þeirra sem hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins. Segir verjandi þeirra að Fitty hafi átt skilið að fá greiðslur …
Athugasemdir