Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilja átak gegn hættulegu húsnæði

Flokk­ur fólks­ins vill vit­und­ar­vakn­ingu um bruna­varn­ir í kjöl­far brun­ans við Bræðra­borg­ar­stíg. Fólk sem leigi ósam­þykkt­ar íbúð­ir þekki oft ekki rétt­indi sín.

Vilja átak gegn hættulegu húsnæði
Eldsvoðinn við Bræðraborgarstíg Flokkur fólksins vill vitundarvakningu hjá almenningu um brunavarnir. Mynd: Hlynur Helgi Hallgrímsson

Flokkur fólksins vill að Reykjavíkurborg ráðist í átak gegn hættulegu húsnæði í borginni með áherslu á að efla brunavarnir í eldri húsum borgarinnar og aukið eftirlit með ósamþykktu íbúðarhúsnæði.

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi lagði tillöguna fram á fundi skipulags- og samgönguráðs á miðvikudag. Lagt er til að slökkviliðsstjóri og byggingarfulltrúi skipuleggi og sjái um framkvæmd aðgerða. „Harmleikurinn sem átti sér stað þegar kviknaði í illa búnu húsnæði á Bræðraborgarstíg átti sér aðdraganda,“ segir í tillögunni. „Aðbúnaður í húsinu hafði áður komið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Í þessu tilviki var um að ræða húsnæði sem nýtt var til útleigu umfram það sem eðlilegt getur talist þrátt fyrir að aðeins væri einn brunaútgangur á húsinu.“

Kolbrún bendir á að breytingar hafi verið gerðar á húsinu án tilskilinna leyfa. Í slíkum tilvikum fari ekki fram skoðun eftirlitsmanna á fyrirhuguðum teikningum og öryggismat. „Það skiptir máli að eftirlit með aðbúnaði og brunavörnum sé ekki aðeins virkt á framkvæmdarstiginu. Það þarf að efla frumkvæðiseftirlit slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa. Lagt er jafnframt til að fagaðilar greini hvað þarf að efla í eftirliti með brunavörnum og aðbúnaði mannvirkja og hvort þörf sé á frekari eftirlitsheimildum eða auknum mannafla eða fjármagni í verkefnið.“

Kolbrún BaldursdóttirFlokkur fólksins vill efla frumkvæðiseftirlit.

Flokkur fólksins kallar eftir vitundarvakningu meðal almennings, sérstaklega fólks á leigumarkaði, um brunavarnir og aðbúnað. „Þá er mikið um það að fólk á leigumarkaði neyðist vegna fátæktar að leigja íbúðir í ósamþykktu húsnæði,“ segir í tillögunni. „Þessar íbúðir þarf að athuga sérstaklega. Það er nauðsynlegt að auka fræðslu til almennings um hvaða kröfur íbúðir þurfi að uppfylla til að þær teljist öruggar og að leigutakar eigi rétt á því að krefjast þess að leigusali ráðist í þessar úrbætur. Stór hluti þeirra sem leigja ósamþykktar íbúðir eru af erlendu bergi brotnir og þekkja ekki sín réttindi í þessum efnum eða hræðast það að missa húsnæði sitt ef þeir gera yfirvöldum viðvart. Það þarf að ná til þessa fólks og fræða þau um réttindi sín og hve alvarlegt það getur verið ef aðbúnaði og brunavörnum er ábótavant.“

Tillögunni var vísað til borgarráðs til meðferðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Að­vör­un um hættu­ástand Bræðra­borg­ar­stígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa

Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur barst við­vör­un um bruna­hættu á Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1 í apríl fyr­ir ári. Hvor­ug stofn­un­in brást við var­úð­ar­orð­um bréfs­ins þar sem það kom ekki frá íbúa eða hús­eig­anda, en hús­ið brann til kaldra kola í júní.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.
Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Unga par­ið sem lést í brun­an­um var að safna fyr­ir brúð­kaupi sínu

Leigj­end­ur á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem er bruna­rúst­ir eft­ir elds­voða, hafa feng­ið rukk­un vegna leigu í júlí. Einn íbú­inn leit­aði ráð­gjaf­ar vegna inn­heimtusím­tals. Magda­lena Kwi­at­kowska, starfs­mað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að unga par­ið sem lést í brun­an­um hafi ver­ið að safna pen­ing­um fyr­ir brúð­kaupi sínu.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár