Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bjarni segir verðtrygginguna ekki aðalatriði í kjarasamningum

Frum­varp um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar hef­ur ver­ið af­greitt í rík­is­stjórn, að sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra. Formað­ur VR hef­ur sagt að lífs­kjara­samn­ing­ur­inn sé brost­inn ef ekki verða tek­in skref til af­náms verð­trygg­ing­ar.

Bjarni segir verðtrygginguna ekki aðalatriði í kjarasamningum
Bjarni Benediktsson og Guðmundur Ingi Kristinsson Deilt er um hvort uppfylla þurfi loforð um skref til afnáms verðtryggingar.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki telja að verðtryggingarmál muni setja kjarasamningana í uppnám. Frumvarp sem þrengir að verðtryggingunni hefur verið samþykkt af ríkisstjórn, segir hann, en einhverjar athugasemdir hafa verið gerðar við það.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, spurði Bjarna um málið í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Benti hann á að Bjarni hefði sagt á Alþingi í maí að vísitölu til verðtryggingar verði ekki breytt eins og lofað hafði verið í tengslum við lífskjarasamninginn í fyrra. Til stóð að nota vísitölu án húsnæðisverðs til viðmiðunar. Sagði Bjarni að talsmenn launþegahreyfingarinnar telji nú að það þjóni ekki hagsmunum Alþingis og að það sjónarmið hefði komið fram á fundi með þeim.

„Ég vil spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra: Voru þetta allir verkalýðsleiðtogar og ef ekki, hverjir voru það?“ sagði Guðmundur. „Hin spurningin er um lífskjarasamningana: Mun hann láta þá falla með því að taka ekki á verðtryggingunni? Er það eitthvað sem stendur til?“

Líkt og Stundin hefur greint frá mun lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar ekki taka breytingum eftir samráðsferli frá því síðasta sumar. Rúmt ár er liðið síðan frumvarpið var kynnt í tengslum við kjarasamninga, en það hefur ekki enn verið lagt fram á Alþingi.

„[...] engin ástæða til þess að verðtryggingarmál verði eitthvert aðalatriði“

Bjarni svaraði því til að á fundinum hafi verið fulltrúar ASÍ og einstakra stéttarfélaga innan ASÍ. „Spurt er hvort ég láti mér í léttu rúmi liggja að kjarasamningar fari í uppnám vegna verðtryggingarmála,“ sagði hann. „Ég segi bara: Það er engin ástæða til þess að það verði þannig. Ég held að við höfum haft einhverja jákvæðustu þróun, bæði vaxta og verðbólgu, sem við höfum lengi búið við og er engin ástæða til þess að verðtryggingarmál verði eitthvert aðalatriði.“

Frumvarpið afgreitt úr ríkisstjórn

Þá upplýsti hann um að frumvarpið sem snýr að skrefum til afnáms verðtryggingar hafi verið samþykkt af ríkisstjórn. Það felur í sér þrjár breytingar á veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána. Óheimilt verður að veita þau til lengri tíma en 25 ára, nema ef lántakendur eru ungt eða tekjulágt fólk sem ætti í erfiðleikum með aukna greiðslubyrði sem fylgir styttri lánstíma. Þá er lágmarkstími slíkra lána lengdur úr fimm í tíu ár og þannig komið í veg fyrir að þau séu veitt til annars en kaupa á húsnæði. Loks verður vísitala neysluverðs án húsnæðis lögð til grundvallar nýjum lánum sem verða veitt. Ýmsar athugasemdir bárust frá aðilum vinnumarkaðarins og fræðimönnum í samráðsferli, en ekki var tekið tillit til þeirra.

„Ég veit að það eru einhverjar athugasemdir við það, en þar er ég að fylgja eftir loforði um að þrengja að 40 ára jafngreiðslulánum, verðtryggðum með skilyrðum,“ sagði Bjarni. „Það er síðan alltaf álitamál hversu langt eigi að ganga í þessum skilyrðum.“

Guðmundur sagði þá að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefði lagt mikla áherslu á verðtrygginguna í sambandi við kjarasamninga. „Ég get alveg upplýst hann um það að ég veit að leiðtogi stærstu verkalýðshreyfingarinnar, VR, telur verðtrygginguna vera hluta af lífskjarasamningunum,“ sagði hann. „Og hafi ekki verið tekið á því hefur lífskjarasamningurinn verið brotinn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
5
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár