Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjögur ár að baki: Hvað hefur Guðni gert sem forseti?

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur not­ið mik­ils stuðn­ings í könn­un­um frá því að hann fór skyndi­lega úr fræði­mennsku á Bessastaði umróta­vor­ið 2016. Í út­tekt á kjör­tíma­bili hans er fjall­að um helstu mál­in sem komu upp, með­al ann­ars þau sem skóku stjórn­mála­líf­ið og sam­fé­lag­ið allt.

Fjögur ár að baki: Hvað hefur Guðni gert sem forseti?
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid Forseti Íslands sækist eftir endurkjöri að loknu kjörtímabili mikilla umróta. Mynd: Pressphotos.biz

Tvennar þingkosningar, stjórnmálahneyksli og alþjóðaskandall um álegg á flatbökur voru meðal þess sem stóð upp úr á kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem kom skyndilega inn í íslensk stjórnmál vorið 2016 og hefur notið mikils stuðnings síðan.

Atburðarásin sem varð til þess að Guðni, þá kennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, fór í forsetaframboð og hlaut kjör var full óvæntra vendinga. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafði lýst því yfir að hann byði sig ekki aftur fram, en Guðni hafði vorið 2016 verið áberandi sem álitsgjafi vegna þeirra pólitísku hræringa sem fóru af stað þegar uppljóstranir úr Panama-skjölunum sýndu að íslenskir stjórnmálamenn, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefðu átt félög í skattaskjólum.

Guðni naut mikilla vinsælda sem stjórnmálaskýrandi á RÚV eftir að skjölin komu í dagsljósið og Sigmundur Davíð gerði tilraun til að rjúfa þing eftir vandræðalegt sjónvarpsviðtal …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2020

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár