Tvennar þingkosningar, stjórnmálahneyksli og alþjóðaskandall um álegg á flatbökur voru meðal þess sem stóð upp úr á kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem kom skyndilega inn í íslensk stjórnmál vorið 2016 og hefur notið mikils stuðnings síðan.
Atburðarásin sem varð til þess að Guðni, þá kennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, fór í forsetaframboð og hlaut kjör var full óvæntra vendinga. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafði lýst því yfir að hann byði sig ekki aftur fram, en Guðni hafði vorið 2016 verið áberandi sem álitsgjafi vegna þeirra pólitísku hræringa sem fóru af stað þegar uppljóstranir úr Panama-skjölunum sýndu að íslenskir stjórnmálamenn, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefðu átt félög í skattaskjólum.
Guðni naut mikilla vinsælda sem stjórnmálaskýrandi á RÚV eftir að skjölin komu í dagsljósið og Sigmundur Davíð gerði tilraun til að rjúfa þing eftir vandræðalegt sjónvarpsviðtal …
Athugasemdir