Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjögur ár að baki: Hvað hefur Guðni gert sem forseti?

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur not­ið mik­ils stuðn­ings í könn­un­um frá því að hann fór skyndi­lega úr fræði­mennsku á Bessastaði umróta­vor­ið 2016. Í út­tekt á kjör­tíma­bili hans er fjall­að um helstu mál­in sem komu upp, með­al ann­ars þau sem skóku stjórn­mála­líf­ið og sam­fé­lag­ið allt.

Fjögur ár að baki: Hvað hefur Guðni gert sem forseti?
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid Forseti Íslands sækist eftir endurkjöri að loknu kjörtímabili mikilla umróta. Mynd: Pressphotos.biz

Tvennar þingkosningar, stjórnmálahneyksli og alþjóðaskandall um álegg á flatbökur voru meðal þess sem stóð upp úr á kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem kom skyndilega inn í íslensk stjórnmál vorið 2016 og hefur notið mikils stuðnings síðan.

Atburðarásin sem varð til þess að Guðni, þá kennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, fór í forsetaframboð og hlaut kjör var full óvæntra vendinga. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafði lýst því yfir að hann byði sig ekki aftur fram, en Guðni hafði vorið 2016 verið áberandi sem álitsgjafi vegna þeirra pólitísku hræringa sem fóru af stað þegar uppljóstranir úr Panama-skjölunum sýndu að íslenskir stjórnmálamenn, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefðu átt félög í skattaskjólum.

Guðni naut mikilla vinsælda sem stjórnmálaskýrandi á RÚV eftir að skjölin komu í dagsljósið og Sigmundur Davíð gerði tilraun til að rjúfa þing eftir vandræðalegt sjónvarpsviðtal …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2020

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár