Íslenska laxeldisfyrirtækið Fiskeldi Austfjarða, sem stundar sjókvíaeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, er metið á 21 milljarð íslenskra króna fyrir skráningu félagsins á markað í Noregi. Viðskipti með norskt móðurfélag þess, Ice Fish Farm AS, á hlutabréfamarkaðnum hófust föstudaginn 5. júní. Stærsti eigandi Fiskeldis Austfjarðar, Midt-Norsk Havbruk, skráði sig fyrir nýju hlutafé upp á 70 milljónir norskra króna, rúmlega 1 milljarði króna, og tveir fjárfestingarsjóðir fyrir 140 milljónum, rúmlega 2 milljörðum króna í aðdraganda skráningarinnar.
Helstu verðmætin í íslenska laxeldisfyrirtækinu eru framleiðsluleyfin á laxi sem fyrirtækið hefur yfir að ráða og kemur þetta glögglega fram í gögnum um íslenska laxeldisfyrirtækið. Því má segja að verðið á hlutabréfunum í fyrirtækinu ráðist af þeim framleiðslukvóta á eldislaxi sem fyrirtækið á hér á landi, með sams konar hætti og verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja ræðst öðrum þræði af þeim kvóta sem fyrirtækin hafa yfir að ráða.
Athugasemdir