Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hamingjan er að vera í tengslum við sjálfan sig

Krist­ín Sig­urð­ar­dótt­ir slysa- og bráða­lækn­ir hef­ur haft áhuga á sam­spili heilsu og streitu um ára­bil. Hún seg­ir að lyk­ill­inn að ham­ingj­unni sé vellíð­an. Hún not­ar ákveð­in hug­tök, H-in til heilla, til að hjálpa fólki að tak­ast á við líf­ið.

Hamingjan er að vera í tengslum við sjálfan sig
Hægjum vonandi á Kristín vonast til þess að kórónaveirufaraldurinn hafi það í för með sér að við hægjum á okkur og þorum að gefa okkur tíma til að grípa góðu stundirnar í lífinu. Mynd: Heida Helgadottir

„Það þýðir lítið að predika yfir fullorðnu fólki. Fólk gerir nefnilega ekki endilega það sem því er sagt að gera, heldur frekar það sem það vill gera. Þess vegna þarf að gefa fólki tækin og tólin og fræðsluna til að láta sér líða betur og þola erfiðleika lífsins betur.“ Þetta segir Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir og leiðsögumaður, sem árum saman hefur kynnt sér samspil streitu og seiglu við heilsu og hamingju fólks. Kristín segir að það mikilvægasta sem COVID-19 kórónaveirufaraldurinn muni hafa í för með sér verði að fólk muni hægja á og þora að gefa sér tíma til að grípa góðu stundirnar í lífinu.

Kristín hefur víða komið við í störfum sínum en þegar hún vann á Landspítalanum starfaði hún á neyðarbílum, sem læknir á þyrlu Landhelgisgæslunnar og kenndi í slysavarnaskóla sjómanna á Sæbjörgu hér á landi, auk þess sem hún vann sem læknir í afleysingum víðs vegar um landið, á Vesturlandi, Vestfjörðum og allt austur um Norðurland eystra. Hún tók sérnám sitt í slysa- og bráðalækningum í Bretlandi og bjó síðan á Spáni um árabil þar sem hún starfaði meðal annars fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem áttu skip að veiðum við Afríku.

Í öllum þessum störfum sínum hefur Kristín því kynnst fólki af öllum stigum sem hefur glímt við ýmis heilsufarsleg vandamál. Stundum hefur orsök vanlíðunar fólks meðal annars verið að finna í andlegu ástandi þess, og fjölmörg dæmi eru um að fólk þjáist líkamlega vegna streitu. „Það skiptir svo miklu máli hvernig við bregðumst við streitu varðandi áhrif á okkur andlega og líkamlega.“

H-in til heilla

Kristín hefur ráðlagt fólki hvernig takast megi á við streitu, hvernig vinna megi gegn henni en einnig hvernig hægt er að nota streitu sem afl til að takast á við áskoranir og breytingar. „Mér þykir í raun hafa verið full illa talað um streitu í gegnum tíðina. Streita er okkur nauðsynleg, við myndum til að mynda ekki lifa af fæðingu ef við hefðum ekki þetta kerfi sem gerir okkur kleift að takast á við erfiðleika og áskoranir í lífinu. Við þurfum hins vegar að finna jafnvægi milli þeirra kerfa sem eru til staðar í líkama okkar, hvetjandi eða örvandi kerfisins sem við tengjum streitu gjarnan við, og svo róandi kerfisins sem veitir okkur endurheimt og hvíld.“

„Mér þykir í raun hafa verið full illa talað um streitu í gegnum tíðina“

Aðferðin sem Kristín beitir eru svokölluð streituráð sem hún kallar H-in til heilla. H-in eru all nokkur en Kristín leggur þó áherslu á fimm þau fyrstu; hvíld, hreyfingu, hollustu, hugsun og hegðun. Rétt eins og hún nefnir hér að framan er grundvallaratriði að finna jafnvægi milli örvandi kerfisins í líkamanum og róandi kerfisins sem veitir fólki hvíld. Þar er svefn lykilatriði. „Það er ótrúlegt að það hafi verið talin einhver sérstök dyggð að sofa lítið, það að neita fólki um svefn er einhver elsta pyntingaraðferð sem þekkt er sem segir okkur hversu mikilvægur svefninn er fyrir líkamlega og andlega heilsu fólks. Sem betur fer held ég nú að þetta sé breytt, að við séum farin að skilja og viðurkenna gildi hvíldar og svefns.“

Hvíld er mikilvægKristín segir að sem betur fer sé fólk farið að skilja gildi hvíldar og mikilvægi hennar þegar kemur að vellíðan fólks og hamingju.

Annað H-ið sem Kristín leggur áherslu á er hreyfing. Afskaplega mikilvægt er að fólk finni sér hreyfingu sem hentar því, sem því þyki skemmtileg, og stundi hana reglulega. „Við erum hönnuð til að hreyfa okkur en ekki til kyrrsetu. Þess vegna finnst mér að tala ætti um hreyfingarleysi sem áhættuþátt í heilsu fólks, rétt eins og reykingar til dæmis. Hreyfing örvar blóðrásina og boðefni í líkamanum og eykur gleði og hamingju.“ Sjálf stundar Kristín sjósund af kappi og segist reyna að fara tvisvar til þrisvar í viku. Hún hafi þó farið enn oftar meðan á samkomubanninu vegna COVID-19 veirunnar stóð. „Þó að líkamsræktarstöðvarnar hafi lokað og sundlaugarnar, þá var sjórinn alltaf opinn og mjög auðvelt að halda meira en tveggja metra fjarlægð.“

Þriðja H-ið sem Kristín nefnir er hollusta. Þó að það sé sjálfgefið að fólk eigi að gæta að hollustu þá er að sama skapi ekki alltaf auðvelt að fylgja þeim viðmiðum sem fólk setur sér. „Þetta er einfalt: Við erum raunverulega búin til úr því sem við borðum. Hvort viltu vera búin til úr gæðum eða rusli ?“ Svo er það ytri hollusta, til að mynda umhverfið og loftgæðin. Sú hollusta skiptir ekki síður máli og fólk þarf eftir fremsta megni að reyna gæta þess.“

Fjórða H-ið er þá hugsunin. Kristín segir að fólk hafi áhrif á hugsanir sínar og það sé vel hægt að hugsa sig inn í jákvætt ástand, að hugsa sig að hamingjunni. Til að mynda sé hægt að gera þakklætisæfingar sem hjálpi til við að sjá hið jákvæða í lífinu. „Það hvernig við bregðumst við því sem gerist í kringum okkur, hvernig við hugsum um hlutina, það hefur afleiðingar. Ef erfiðleikar steðja að þá valda neikvæðar hugsanir því að okkur gengur enn verr að vinna okkur frá þeim erfiðleikum.“

Fimmta H-ið, hegðunin er nátengt hugsuninni. „Ef við bregðumst við á einhvern þann hátt sem er óheilbrigt fyrir okkur eða umhverfi okkar, þá verðum við að endurskoða þá hegðun. Við getum breytt því, vegna þess að við höfum vald yfir hegðun okkar og hugsunum.“

Mismunandi þarfir á mismunandi tímum

Spurð hvort henni takist sjálfri að lifa eftir H-unum sínum, þessum gildum, segir Kristín að það sé auðvitað misjafnt eftir dögum. „Ég er bara mannleg eins og allir aðrir og fer stundum út af línunni. Ég held þó að ég geti sagt að ég hafi alla tíð, alveg frá því ég var barn, verið þakklát fyrir lífið og það sem það hefur boðið mér. Ég hef líka stundað heilbrigt líferni og það hefur hjálpað mér við að takast á við lífið. Stundum gleymir maður sér samt eins og aðrir, auðvitað. Svo er það auðvitað mismunandi hverju við þurfum á að halda á hverjum tíma, við gerum aldrei allt í einu af því sem ég hef verið að nefna. Það þýðir lítið að predika yfir fullorðnu fólki. Fólk gerir nefnilega ekki endilega það sem því er sagt að gera, heldur frekar það sem það vill gera. Þess vegna þarf að gefa fólki tækin og tólin og fræðsluna til að láta sér líða betur og þola erfiðleika lífsins betur.“

„Lífið er ekki auðvelt“

Kristín segir að fyrir henni hafi alltaf verið augljóst að líkaminn er tengdur huganum og sálinni. Vanlíðan á einum stað valdi vanlíðan annars staðar en hið sama megi líka segja um vellíðanina. Þessu reyni hún að koma á framfæri þegar hún ræðir við fólk um samspil heilsu og streitu. Þá nefnir Kristín gjarnan seiglu. „Þegar ég tala um seiglu þá á ég við hæfni einstaklinga eða samfélaga til að styrkjast í glímunni við mótlæti og erfiðleika. Hugarfarið er lykilatriði í þessum efnum, hvernig lítum við á erfiðleika, sjáum við tækifæri í þeim en ekki bara basl? Lífið er ekki auðvelt, það þýðir ekki að gefa sér það vegna þess að það er hreinlega erfitt að vera manneskja oft og tíðum. Við þroskumst líka í gegnum erfiðleika. Það koma alls konar dagar. Það er hins vegar svo margt sem við getum gert til að grípa góðu stundirnar.“

Kristín segir að til að verða hamingjusamur þurfi fólki að líða vel. „Vellíðan og hamingja eru beintengd. Þótt hamingja sé að sumu leyti órætt hugtak, því hamingjan er auðvitað upplifun fólks, þá finnst mér hamingjan vera þegar við erum í tengslum við lífið sjálft. Hamingjan er ekki áfangastaður heldur ferðalagið sjálft og ég held að við þurfum að taka eftir góðu stundunum á leiðinni en ekki rjúka framhjá þeim af því hraðinn er of mikill, eins og ég held að hafi verið orðið. Það er auðvitað hrikalegt að það hafi þurft heimsfaraldur til að við hægðum á.

Ég held, eða vona alla vega, að það sem við tökum með okkur út úr þessum faraldri verði að sýn okkar á lífið breytist kannski aðeins, að við sjáum betur hvað það er sem gerir lífið í raun og veru þess virði að lifa því og að við metum samskipti okkar við aðra betur en var orðið. Ég á von á að við náum kannski aðeins hægari og heilbrigðari takti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár