Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hamingjan er að vera í tengslum við sjálfan sig

Krist­ín Sig­urð­ar­dótt­ir slysa- og bráða­lækn­ir hef­ur haft áhuga á sam­spili heilsu og streitu um ára­bil. Hún seg­ir að lyk­ill­inn að ham­ingj­unni sé vellíð­an. Hún not­ar ákveð­in hug­tök, H-in til heilla, til að hjálpa fólki að tak­ast á við líf­ið.

Hamingjan er að vera í tengslum við sjálfan sig
Hægjum vonandi á Kristín vonast til þess að kórónaveirufaraldurinn hafi það í för með sér að við hægjum á okkur og þorum að gefa okkur tíma til að grípa góðu stundirnar í lífinu. Mynd: Heida Helgadottir

„Það þýðir lítið að predika yfir fullorðnu fólki. Fólk gerir nefnilega ekki endilega það sem því er sagt að gera, heldur frekar það sem það vill gera. Þess vegna þarf að gefa fólki tækin og tólin og fræðsluna til að láta sér líða betur og þola erfiðleika lífsins betur.“ Þetta segir Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir og leiðsögumaður, sem árum saman hefur kynnt sér samspil streitu og seiglu við heilsu og hamingju fólks. Kristín segir að það mikilvægasta sem COVID-19 kórónaveirufaraldurinn muni hafa í för með sér verði að fólk muni hægja á og þora að gefa sér tíma til að grípa góðu stundirnar í lífinu.

Kristín hefur víða komið við í störfum sínum en þegar hún vann á Landspítalanum starfaði hún á neyðarbílum, sem læknir á þyrlu Landhelgisgæslunnar og kenndi í slysavarnaskóla sjómanna á Sæbjörgu hér á landi, auk þess sem hún vann sem læknir í afleysingum víðs vegar um landið, á Vesturlandi, Vestfjörðum og allt austur um Norðurland eystra. Hún tók sérnám sitt í slysa- og bráðalækningum í Bretlandi og bjó síðan á Spáni um árabil þar sem hún starfaði meðal annars fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem áttu skip að veiðum við Afríku.

Í öllum þessum störfum sínum hefur Kristín því kynnst fólki af öllum stigum sem hefur glímt við ýmis heilsufarsleg vandamál. Stundum hefur orsök vanlíðunar fólks meðal annars verið að finna í andlegu ástandi þess, og fjölmörg dæmi eru um að fólk þjáist líkamlega vegna streitu. „Það skiptir svo miklu máli hvernig við bregðumst við streitu varðandi áhrif á okkur andlega og líkamlega.“

H-in til heilla

Kristín hefur ráðlagt fólki hvernig takast megi á við streitu, hvernig vinna megi gegn henni en einnig hvernig hægt er að nota streitu sem afl til að takast á við áskoranir og breytingar. „Mér þykir í raun hafa verið full illa talað um streitu í gegnum tíðina. Streita er okkur nauðsynleg, við myndum til að mynda ekki lifa af fæðingu ef við hefðum ekki þetta kerfi sem gerir okkur kleift að takast á við erfiðleika og áskoranir í lífinu. Við þurfum hins vegar að finna jafnvægi milli þeirra kerfa sem eru til staðar í líkama okkar, hvetjandi eða örvandi kerfisins sem við tengjum streitu gjarnan við, og svo róandi kerfisins sem veitir okkur endurheimt og hvíld.“

„Mér þykir í raun hafa verið full illa talað um streitu í gegnum tíðina“

Aðferðin sem Kristín beitir eru svokölluð streituráð sem hún kallar H-in til heilla. H-in eru all nokkur en Kristín leggur þó áherslu á fimm þau fyrstu; hvíld, hreyfingu, hollustu, hugsun og hegðun. Rétt eins og hún nefnir hér að framan er grundvallaratriði að finna jafnvægi milli örvandi kerfisins í líkamanum og róandi kerfisins sem veitir fólki hvíld. Þar er svefn lykilatriði. „Það er ótrúlegt að það hafi verið talin einhver sérstök dyggð að sofa lítið, það að neita fólki um svefn er einhver elsta pyntingaraðferð sem þekkt er sem segir okkur hversu mikilvægur svefninn er fyrir líkamlega og andlega heilsu fólks. Sem betur fer held ég nú að þetta sé breytt, að við séum farin að skilja og viðurkenna gildi hvíldar og svefns.“

Hvíld er mikilvægKristín segir að sem betur fer sé fólk farið að skilja gildi hvíldar og mikilvægi hennar þegar kemur að vellíðan fólks og hamingju.

Annað H-ið sem Kristín leggur áherslu á er hreyfing. Afskaplega mikilvægt er að fólk finni sér hreyfingu sem hentar því, sem því þyki skemmtileg, og stundi hana reglulega. „Við erum hönnuð til að hreyfa okkur en ekki til kyrrsetu. Þess vegna finnst mér að tala ætti um hreyfingarleysi sem áhættuþátt í heilsu fólks, rétt eins og reykingar til dæmis. Hreyfing örvar blóðrásina og boðefni í líkamanum og eykur gleði og hamingju.“ Sjálf stundar Kristín sjósund af kappi og segist reyna að fara tvisvar til þrisvar í viku. Hún hafi þó farið enn oftar meðan á samkomubanninu vegna COVID-19 veirunnar stóð. „Þó að líkamsræktarstöðvarnar hafi lokað og sundlaugarnar, þá var sjórinn alltaf opinn og mjög auðvelt að halda meira en tveggja metra fjarlægð.“

Þriðja H-ið sem Kristín nefnir er hollusta. Þó að það sé sjálfgefið að fólk eigi að gæta að hollustu þá er að sama skapi ekki alltaf auðvelt að fylgja þeim viðmiðum sem fólk setur sér. „Þetta er einfalt: Við erum raunverulega búin til úr því sem við borðum. Hvort viltu vera búin til úr gæðum eða rusli ?“ Svo er það ytri hollusta, til að mynda umhverfið og loftgæðin. Sú hollusta skiptir ekki síður máli og fólk þarf eftir fremsta megni að reyna gæta þess.“

Fjórða H-ið er þá hugsunin. Kristín segir að fólk hafi áhrif á hugsanir sínar og það sé vel hægt að hugsa sig inn í jákvætt ástand, að hugsa sig að hamingjunni. Til að mynda sé hægt að gera þakklætisæfingar sem hjálpi til við að sjá hið jákvæða í lífinu. „Það hvernig við bregðumst við því sem gerist í kringum okkur, hvernig við hugsum um hlutina, það hefur afleiðingar. Ef erfiðleikar steðja að þá valda neikvæðar hugsanir því að okkur gengur enn verr að vinna okkur frá þeim erfiðleikum.“

Fimmta H-ið, hegðunin er nátengt hugsuninni. „Ef við bregðumst við á einhvern þann hátt sem er óheilbrigt fyrir okkur eða umhverfi okkar, þá verðum við að endurskoða þá hegðun. Við getum breytt því, vegna þess að við höfum vald yfir hegðun okkar og hugsunum.“

Mismunandi þarfir á mismunandi tímum

Spurð hvort henni takist sjálfri að lifa eftir H-unum sínum, þessum gildum, segir Kristín að það sé auðvitað misjafnt eftir dögum. „Ég er bara mannleg eins og allir aðrir og fer stundum út af línunni. Ég held þó að ég geti sagt að ég hafi alla tíð, alveg frá því ég var barn, verið þakklát fyrir lífið og það sem það hefur boðið mér. Ég hef líka stundað heilbrigt líferni og það hefur hjálpað mér við að takast á við lífið. Stundum gleymir maður sér samt eins og aðrir, auðvitað. Svo er það auðvitað mismunandi hverju við þurfum á að halda á hverjum tíma, við gerum aldrei allt í einu af því sem ég hef verið að nefna. Það þýðir lítið að predika yfir fullorðnu fólki. Fólk gerir nefnilega ekki endilega það sem því er sagt að gera, heldur frekar það sem það vill gera. Þess vegna þarf að gefa fólki tækin og tólin og fræðsluna til að láta sér líða betur og þola erfiðleika lífsins betur.“

„Lífið er ekki auðvelt“

Kristín segir að fyrir henni hafi alltaf verið augljóst að líkaminn er tengdur huganum og sálinni. Vanlíðan á einum stað valdi vanlíðan annars staðar en hið sama megi líka segja um vellíðanina. Þessu reyni hún að koma á framfæri þegar hún ræðir við fólk um samspil heilsu og streitu. Þá nefnir Kristín gjarnan seiglu. „Þegar ég tala um seiglu þá á ég við hæfni einstaklinga eða samfélaga til að styrkjast í glímunni við mótlæti og erfiðleika. Hugarfarið er lykilatriði í þessum efnum, hvernig lítum við á erfiðleika, sjáum við tækifæri í þeim en ekki bara basl? Lífið er ekki auðvelt, það þýðir ekki að gefa sér það vegna þess að það er hreinlega erfitt að vera manneskja oft og tíðum. Við þroskumst líka í gegnum erfiðleika. Það koma alls konar dagar. Það er hins vegar svo margt sem við getum gert til að grípa góðu stundirnar.“

Kristín segir að til að verða hamingjusamur þurfi fólki að líða vel. „Vellíðan og hamingja eru beintengd. Þótt hamingja sé að sumu leyti órætt hugtak, því hamingjan er auðvitað upplifun fólks, þá finnst mér hamingjan vera þegar við erum í tengslum við lífið sjálft. Hamingjan er ekki áfangastaður heldur ferðalagið sjálft og ég held að við þurfum að taka eftir góðu stundunum á leiðinni en ekki rjúka framhjá þeim af því hraðinn er of mikill, eins og ég held að hafi verið orðið. Það er auðvitað hrikalegt að það hafi þurft heimsfaraldur til að við hægðum á.

Ég held, eða vona alla vega, að það sem við tökum með okkur út úr þessum faraldri verði að sýn okkar á lífið breytist kannski aðeins, að við sjáum betur hvað það er sem gerir lífið í raun og veru þess virði að lifa því og að við metum samskipti okkar við aðra betur en var orðið. Ég á von á að við náum kannski aðeins hægari og heilbrigðari takti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár