Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Alvarleg staða og grafarþögn hjá Capacent

Ekki hef­ur náðst í fram­kvæmda­stjóra, stjórn­ar­menn eða eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Starfs­menn biðj­ast und­an því að tjá sig um mál­ið og vísa á fram­kvæmda­stjór­ann Hall­dór Þorkels­son.

Alvarleg staða og grafarþögn hjá Capacent
Svarar ekki símtölum Ekki hefur náðst í Halldór Þorkelsson framvkæmdastjóra Capacent í dag, né heldur stjórnarmenn eða eigendur fyrirtækisins. Fullyrt er að það sé á leið í þrot. Mynd: Capacent

Capacent á Íslandi er í alvarlegum lausafjár- og rekstrarvandræðum, samkvæmt heimildum Stundarinnar. Ekki fást svör um hvort hægt verði að greiða starfsfólki laun fyrir maí mánuð.

Fyrirtækið er eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem nýtti sér hlutabótaleið stjórnvalda eftir að Covid-19 faraldurinn skall á. Forsvarsfólk fyrirtækisins svarar ekki í síma, skiptiborð fyrirtækisins svarar ekki og þeir starfsmenn fyrirtækisins sem náðst hefur í hafa vísað á framkvæmdastjórann, Halldór Þorkelsson.

Stundin hefur heimildir fyrir því að Capacent á Íslandi sé í alvarlegum rekstrarerfiðleikum og búið sé að greina starfsfólki fyrirtækisins frá því hver staðan sé. Ítrekað hefur verið reynt að hafa samband við Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóra símleiðis frá því í morgun en hann hefur ekki svarað símtölum, né heldur tölvupósti. Þá hefur Ingvi Þór Elliðason, meðstjórnandi í stjórn félagsins og einn eigenda, ekki heldur svarað símtölum Stundarinnar. Slíkt hið sama má segja um aðra eigendur fyrirtækisins sem Stundin hefur reynt að ná í í dag.

Þegar hringt var í skiptiborð Capacent fyrir hádegi í dag fékkst ekki samband við skiptiborð. Eftir hádegi hefur símsvari hins vegar svarað þegar hringt hefur verið í númer Capacent og gefið eftirfarandi skilaboð: „Ráðgjafar okkar svara nú símtölum í bein númer sem finna má á heimasíðu okkar, Capacent.is.“ Þá er boðið upp á að senda tölvupóst á fyrirtækið eða að hafa samband í gegnum Facebook-síðu fyrirtækisins.

Stundin hefur í dag reynt ítrekað að hafa samband við starfsfólk Capacent, bæði sviðsstjóra sviða og óbreytta starfsmenn. Þeir starfsmenn sem hafa svarað símtölum eða skilaboðum eru hátt í tugur talsins og hafa þeir allir beðist undan því að tjá sig um rekstrarstöðu fyrirtækisins og vísað á framkvæmdastjóra um málefni þess, Halldór. Í hann hefur hins vegar sem fyrr segir ekki náðst þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Stundin greindi frá því 8. maí síðastliðinn að Capacent hefði nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Halldór framkvæmdastjóri staðfesti það en sagðist ekki geta greint frá því hversu margir starfsmenn hefðu verið færðir í minna starfshlutfall. Til þess þyrfti hann heimild stjórnar fyrirtækisins. Hagnaður Capacent árið 2018 nam rúmum 13 milljónum króna og lagði stjórn til að greiddar yfður 7,3 milljónir króna í arð á árinu 2019. Samkvæmt efnahagsreikningi fyrirtækisins námu eignir þess í árslok 2018 315 milljónum króna og var eigið fé 40,1 milljón króna, sem jafngildir 13 prósenta eiginfjárhlutfalli. Ársreikningur fyrir árið 2019 hefur ekki verið birtur. 

Blaðamaður Stundarinnar gerði sér ferð upp í höfðustövðar Capacent þar sem mætti honum miði á hurð fyrirtækisins. Á miðanum sagði að í ljósi aðgerða til að draga úr Covid-19 hefði afgreiðslu fyrirtækisins verið lokað. Óljóst er hvenær umræddur miði var hengdur upp. Blaðamaður náði tali á starfsmanni fyrirtækisins á staðnum sem gat ekki gefið upplýsingar um hversu lengi slíkar sóttvarnaraðgerðir ættu að gilda. Næstkomandi mánudag verður slakað enn frekar en orðið er á samkomuhömlum vegna Covid-19 faraldursins. 

Blaðamaður spurði starfsmanninn einnig hvort hann og aðrir starfsmenn hefðu fengið upplýsingar um erfiða stöðu fyrirtækisins. Svarið við þeirri spurningu var að enginn væri viðlátinn í fyrirtækinu sem gæti svarað fyrir það. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár