Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Alvarleg staða og grafarþögn hjá Capacent

Ekki hef­ur náðst í fram­kvæmda­stjóra, stjórn­ar­menn eða eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Starfs­menn biðj­ast und­an því að tjá sig um mál­ið og vísa á fram­kvæmda­stjór­ann Hall­dór Þorkels­son.

Alvarleg staða og grafarþögn hjá Capacent
Svarar ekki símtölum Ekki hefur náðst í Halldór Þorkelsson framvkæmdastjóra Capacent í dag, né heldur stjórnarmenn eða eigendur fyrirtækisins. Fullyrt er að það sé á leið í þrot. Mynd: Capacent

Capacent á Íslandi er í alvarlegum lausafjár- og rekstrarvandræðum, samkvæmt heimildum Stundarinnar. Ekki fást svör um hvort hægt verði að greiða starfsfólki laun fyrir maí mánuð.

Fyrirtækið er eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem nýtti sér hlutabótaleið stjórnvalda eftir að Covid-19 faraldurinn skall á. Forsvarsfólk fyrirtækisins svarar ekki í síma, skiptiborð fyrirtækisins svarar ekki og þeir starfsmenn fyrirtækisins sem náðst hefur í hafa vísað á framkvæmdastjórann, Halldór Þorkelsson.

Stundin hefur heimildir fyrir því að Capacent á Íslandi sé í alvarlegum rekstrarerfiðleikum og búið sé að greina starfsfólki fyrirtækisins frá því hver staðan sé. Ítrekað hefur verið reynt að hafa samband við Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóra símleiðis frá því í morgun en hann hefur ekki svarað símtölum, né heldur tölvupósti. Þá hefur Ingvi Þór Elliðason, meðstjórnandi í stjórn félagsins og einn eigenda, ekki heldur svarað símtölum Stundarinnar. Slíkt hið sama má segja um aðra eigendur fyrirtækisins sem Stundin hefur reynt að ná í í dag.

Þegar hringt var í skiptiborð Capacent fyrir hádegi í dag fékkst ekki samband við skiptiborð. Eftir hádegi hefur símsvari hins vegar svarað þegar hringt hefur verið í númer Capacent og gefið eftirfarandi skilaboð: „Ráðgjafar okkar svara nú símtölum í bein númer sem finna má á heimasíðu okkar, Capacent.is.“ Þá er boðið upp á að senda tölvupóst á fyrirtækið eða að hafa samband í gegnum Facebook-síðu fyrirtækisins.

Stundin hefur í dag reynt ítrekað að hafa samband við starfsfólk Capacent, bæði sviðsstjóra sviða og óbreytta starfsmenn. Þeir starfsmenn sem hafa svarað símtölum eða skilaboðum eru hátt í tugur talsins og hafa þeir allir beðist undan því að tjá sig um rekstrarstöðu fyrirtækisins og vísað á framkvæmdastjóra um málefni þess, Halldór. Í hann hefur hins vegar sem fyrr segir ekki náðst þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Stundin greindi frá því 8. maí síðastliðinn að Capacent hefði nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Halldór framkvæmdastjóri staðfesti það en sagðist ekki geta greint frá því hversu margir starfsmenn hefðu verið færðir í minna starfshlutfall. Til þess þyrfti hann heimild stjórnar fyrirtækisins. Hagnaður Capacent árið 2018 nam rúmum 13 milljónum króna og lagði stjórn til að greiddar yfður 7,3 milljónir króna í arð á árinu 2019. Samkvæmt efnahagsreikningi fyrirtækisins námu eignir þess í árslok 2018 315 milljónum króna og var eigið fé 40,1 milljón króna, sem jafngildir 13 prósenta eiginfjárhlutfalli. Ársreikningur fyrir árið 2019 hefur ekki verið birtur. 

Blaðamaður Stundarinnar gerði sér ferð upp í höfðustövðar Capacent þar sem mætti honum miði á hurð fyrirtækisins. Á miðanum sagði að í ljósi aðgerða til að draga úr Covid-19 hefði afgreiðslu fyrirtækisins verið lokað. Óljóst er hvenær umræddur miði var hengdur upp. Blaðamaður náði tali á starfsmanni fyrirtækisins á staðnum sem gat ekki gefið upplýsingar um hversu lengi slíkar sóttvarnaraðgerðir ættu að gilda. Næstkomandi mánudag verður slakað enn frekar en orðið er á samkomuhömlum vegna Covid-19 faraldursins. 

Blaðamaður spurði starfsmanninn einnig hvort hann og aðrir starfsmenn hefðu fengið upplýsingar um erfiða stöðu fyrirtækisins. Svarið við þeirri spurningu var að enginn væri viðlátinn í fyrirtækinu sem gæti svarað fyrir það. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár