Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Alvarleg staða og grafarþögn hjá Capacent

Ekki hef­ur náðst í fram­kvæmda­stjóra, stjórn­ar­menn eða eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Starfs­menn biðj­ast und­an því að tjá sig um mál­ið og vísa á fram­kvæmda­stjór­ann Hall­dór Þorkels­son.

Alvarleg staða og grafarþögn hjá Capacent
Svarar ekki símtölum Ekki hefur náðst í Halldór Þorkelsson framvkæmdastjóra Capacent í dag, né heldur stjórnarmenn eða eigendur fyrirtækisins. Fullyrt er að það sé á leið í þrot. Mynd: Capacent

Capacent á Íslandi er í alvarlegum lausafjár- og rekstrarvandræðum, samkvæmt heimildum Stundarinnar. Ekki fást svör um hvort hægt verði að greiða starfsfólki laun fyrir maí mánuð.

Fyrirtækið er eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem nýtti sér hlutabótaleið stjórnvalda eftir að Covid-19 faraldurinn skall á. Forsvarsfólk fyrirtækisins svarar ekki í síma, skiptiborð fyrirtækisins svarar ekki og þeir starfsmenn fyrirtækisins sem náðst hefur í hafa vísað á framkvæmdastjórann, Halldór Þorkelsson.

Stundin hefur heimildir fyrir því að Capacent á Íslandi sé í alvarlegum rekstrarerfiðleikum og búið sé að greina starfsfólki fyrirtækisins frá því hver staðan sé. Ítrekað hefur verið reynt að hafa samband við Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóra símleiðis frá því í morgun en hann hefur ekki svarað símtölum, né heldur tölvupósti. Þá hefur Ingvi Þór Elliðason, meðstjórnandi í stjórn félagsins og einn eigenda, ekki heldur svarað símtölum Stundarinnar. Slíkt hið sama má segja um aðra eigendur fyrirtækisins sem Stundin hefur reynt að ná í í dag.

Þegar hringt var í skiptiborð Capacent fyrir hádegi í dag fékkst ekki samband við skiptiborð. Eftir hádegi hefur símsvari hins vegar svarað þegar hringt hefur verið í númer Capacent og gefið eftirfarandi skilaboð: „Ráðgjafar okkar svara nú símtölum í bein númer sem finna má á heimasíðu okkar, Capacent.is.“ Þá er boðið upp á að senda tölvupóst á fyrirtækið eða að hafa samband í gegnum Facebook-síðu fyrirtækisins.

Stundin hefur í dag reynt ítrekað að hafa samband við starfsfólk Capacent, bæði sviðsstjóra sviða og óbreytta starfsmenn. Þeir starfsmenn sem hafa svarað símtölum eða skilaboðum eru hátt í tugur talsins og hafa þeir allir beðist undan því að tjá sig um rekstrarstöðu fyrirtækisins og vísað á framkvæmdastjóra um málefni þess, Halldór. Í hann hefur hins vegar sem fyrr segir ekki náðst þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Stundin greindi frá því 8. maí síðastliðinn að Capacent hefði nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Halldór framkvæmdastjóri staðfesti það en sagðist ekki geta greint frá því hversu margir starfsmenn hefðu verið færðir í minna starfshlutfall. Til þess þyrfti hann heimild stjórnar fyrirtækisins. Hagnaður Capacent árið 2018 nam rúmum 13 milljónum króna og lagði stjórn til að greiddar yfður 7,3 milljónir króna í arð á árinu 2019. Samkvæmt efnahagsreikningi fyrirtækisins námu eignir þess í árslok 2018 315 milljónum króna og var eigið fé 40,1 milljón króna, sem jafngildir 13 prósenta eiginfjárhlutfalli. Ársreikningur fyrir árið 2019 hefur ekki verið birtur. 

Blaðamaður Stundarinnar gerði sér ferð upp í höfðustövðar Capacent þar sem mætti honum miði á hurð fyrirtækisins. Á miðanum sagði að í ljósi aðgerða til að draga úr Covid-19 hefði afgreiðslu fyrirtækisins verið lokað. Óljóst er hvenær umræddur miði var hengdur upp. Blaðamaður náði tali á starfsmanni fyrirtækisins á staðnum sem gat ekki gefið upplýsingar um hversu lengi slíkar sóttvarnaraðgerðir ættu að gilda. Næstkomandi mánudag verður slakað enn frekar en orðið er á samkomuhömlum vegna Covid-19 faraldursins. 

Blaðamaður spurði starfsmanninn einnig hvort hann og aðrir starfsmenn hefðu fengið upplýsingar um erfiða stöðu fyrirtækisins. Svarið við þeirri spurningu var að enginn væri viðlátinn í fyrirtækinu sem gæti svarað fyrir það. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
6
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
7
Fréttir

Til­laga um auk­inn meiri­hluta í fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sátta­fund­um

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Sumarið sem aldrei kom birtist í september
10
Fréttir

Sumar­ið sem aldrei kom birt­ist í sept­em­ber

Sept­em­ber hef­ur ver­ið sól­rík­ur og sum­ir vilja meina að sumar­ið hafi loks lát­ið sjá sig. Borg­ar­bú­ar hafa not­ið veð­ur­blíð­unn­ar í sól­inni sem hef­ur skin­ið skært, sól­skins­stund­ir eru yf­ir með­al­lagi sem hef­ur bet­ur gegn kuld­an­um. „Þetta eru kannski kær­kom­in ró­leg­heit,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
8
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár