Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Neituðu því að Björgólfur væri bakhjarl DV: „Lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er“

Eig­andi DV vildi ekki greina frá því hver lán­aði fé­lagi sínu tæp­an hálf­an millj­arð til að fjár­magna ta­prekst­ur. Talskona Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar neit­aði því að hann væri lán­veit­and­inn. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur birt upp­lýs­ing­arn­ar vegna samruna eig­enda DV og Frétta­blaðs­ins. Þar kem­ur í ljós að Björgólf­ur Thor stóð að baki út­gáf­unni.

Neituðu því að Björgólfur væri bakhjarl DV:  „Lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er“
Björgólfur Thor Björgólfsson Félagið Novator veitti DV huldulán. Mynd: btb.is

Novator, félag auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, var eini lánveitandi og helsti bakhjarl DV frá árinu 2017. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem kaup Torgs ehf., félagsins sem á Fréttablaðið, á Frjálsi fjölmiðlun, félagsins sem á DV, eru samþykkt.

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að félagið hafi glímt við mikla rekstarörðugleika og rekstur þess hafi ekki verið sjálfbær. Með þessu fæst staðfest að Björgólfur Thor greiddi fyrir taprekstur DV í gegnum félagið Dalsdal ehf., sem er í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Samkvæmt ársreikningum 2017 lánaði svo Dalsdalur Frjálsri fjölmiðlun 425 milljónir króna, sem átti að greiðast til baka með árlegum 85 milljóna króna afborgunum 2018 til 2022. Stórum hluta lánsins hefur þegar verið breytt í hlutafé.

Frjáls fjölmiðlun keypti DV haustið 2017 af fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar og með því vefmiðlana Pressuna, Eyjuna, 433.is, Bleikt auk fleiri miðla. 

„Það er bara á milli þeirra sem taka lán og veita lán“

„Í samræmi við upplýsingar í samrunaskrá og ársreikningum hefur rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar verið erfiður og móðurfélag þess Dalsdalur ehf. þurft að fjármagna reksturinn að mestu leyti með lánsfé,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Af þeim sökum óskaði Samkeppniseftirlitið upplýsinga um lánveitendur félaganna. Þann 14. janúar 2020 bárust Samkeppniseftirlitinu samningar frá samrunaaðilum. Þar kom fram að félagið Novator ehf. hefur verið eini lánveitandi Dalsdals og Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá eigendaskiptum árið 2017.“

Sigurður vildi ekki veita upplýsingar

Haustið 2018 vildi Sigurður ekki greina frá því í samtali við Stundina hver veitti félaginu lánið. „Það er bara á milli þeirra sem taka lán og veita lán,“ sagði Sigurður. „Hverju breytir það hvort það er fjölmiðill eða ekki?“

Aðspurður hvort það skipti ekki máli að gera upplýsingar um endanlega eign á fjölmiðlum og hagsmunatengsl opinberar sagði Sigurður að hann teldi svo ekki vera. „Akkúrat engu máli,“ sagði hann. „Ég held ég hafi bara ekkert við þig að tala um ársreikninga þeirra fjölmiðlafyrirtækja sem ég stjórna.“

Talskona Björgólfs neitaði 

Talskona Björgólfs Thors og Novators, Ragnhildur Sverrisdóttir, neitaði því í svari til Stundarinnar í ársloks 2017 að Björgólfur kæmi að fjármögnun DV og Frjálsrar fjölmiðlunar.

 „Það er lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er“

Stundin spurði: „Geturðu sent mér staðfestingu þess efnis að Björgólfur Thor, eða félög honum tengd, hafi ekki með nokkrum hætti komið að fjármögnun á viðskiptum Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. með eignir sem voru í eigu Pressunnar ehf. fyrr á þessu ári? Ég tek fram að einnig er átt við lánveitingu til Frjálsrar fjölmiðlunar eða aðila tengdum félaginu, eða hvers kyns aðra fjárhagslega aðkomu að viðskiptunum. Þú hefur áður sagt þetta en ég myndi vilja fá þetta skýrlega orðað frá ykkur og on record.“

Í svari til Stundarinnar sagði Ragnhildur:  „Ekki veit ég nú hvernig ég get sent þér frekari staðfestingu á að Björgólfur Thor eða félög honum tengd séu EKKI í einhverjum tilteknum bisniss. Það er lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er.“

Nú hefur komið í ljós að fjárfestingarfélag Björgólfs Thors var sannarlega lánveitandinn í viðskiptunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eignarhald DV

Skuldirnar út af fjölmiðlaævintýri Björgólfs Thors komnar yfir milljarð
FréttirEignarhald DV

Skuld­irn­ar út af fjöl­miðla­æv­in­týri Björgólfs Thors komn­ar yf­ir millj­arð

Sig­urð­ur G. Guð­jóns­son, hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur og eig­andi Dals­dals ehf., seg­ir að unn­ið sé að upp­gjöri fé­lags­ins sem var milli­lið­ur í við­skipt­um með hluta­bréf í DV. Eng­ar nýj­ar fjár­fest­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar í fé­lag­inu og eini lán­veit­andi þess er fjár­fest­ing­ar­fé­lags Björgólfs Thors. Enn á huldu af hverju Björgólf­ur fjár­magn­aði rekst­ur DV.
Novator sagði ósatt um lán til Frjálsrar fjölmiðlunar í rúm tvö og hálft ár
FréttirEignarhald DV

Novator sagði ósatt um lán til Frjálsr­ar fjöl­miðl­un­ar í rúm tvö og hálft ár

Fjár­fest­ing­ar­fé­lag­ið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, veitti fjöl­miðl­um ít­rek­að rang­ar upp­lýs­ing­ar um 745 lán fyr­ir­tæk­is­ins til fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is. Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir, fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­trúi Novator, hætti þar í janú­ar. Andrés Jóns­son seg­ir að eitt það versta sem kom­ið get­ur fyr­ir al­manna­tengil sé að segja fjöl­miðl­um ósatt.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár