Sænska vinnumálastofnunin Tillväxtverket segir að hún geti ekki afhent Stundinni listann með nöfnum allra þeirra fyrirtækja sem farið hafa hlutabótaleiðina í COVID-19 faraldrinum þar í landi. Í svari til Stundarinnar þar sem beiðni miðilsins um þennan lista er hafnað er vísað til persónuverndarsjónarmiða fyrir synjuninni og er vísað í þarlend lög um hlutabótaleiðina sem lögfest voru árið 2013. Bæði er vísað til lögvarinna hagsmuna einstaklinganna sem vinna hjá fyrirtækjunum sem sækja um hlutabótaleiðina og eins hagsmuna þeirra fyrirtækja sem um ræðir.
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, til að mynda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, hafa kallað eftir því að þessi listi verði birtur í kjölfarið á umfjöllunum um einstök fyrirtæki sem nýtt hafa hlutabótaleiðina.
Þessi niðurstaða sænsku stofnunarinnar er samhljóða bráðabirgðaniðurstöðu Vinnumálastofnunar sem hefur hafnað beiðnum fjölmiðla um að fá lista með nöfnum allra fyrirtækja sem hafa nýtt þetta úrræði.
Í yfirlýsingu á föstudaginn í síðustu viku sagði …
Athugasemdir