„Aukið eftirlit með hlutabótaleiðinni er ekki hafið. En það eru skýr fyrirmæli frá yfirvöldum um að þegar rykið sest hjá okkur þá eigi að fara í eftirlit. Þetta er bráðaaðgerð, hlutabótaleiðin, og okkar markmið hefur fyrst og fremst verið að verja hagsmuni starfsfólks fyrirtækja. Eftirlitið verður því eftir-á-eftirlit en ekki samtímaeftirlit. Við höfum bara ekki tíma eða mannaforráð í það,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, aðspurð um eftirlitið með hlutabótaleiðinni sem Vinnumálastofnun stundar samhliða meðferð á umsóknum frá fyrirtækjum um að greiða út hlutabætur til fyrirtækja.
„Mér finnst þetta alveg svæsið.“
Fréttir um arðgreiðslur fyrirtækja eins og Skeljungs og Össurar, sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina fyrir starfsfólk sitt samhliða því sem þau greiða út arð, hafa vakið mikla athygli á síðustu dögum. Aðspurð um hvað henni finnist um arðgreiðslu Skeljungs samhliða notkun á hlutabótaleiðinni …
Athugasemdir