Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sænsk stjórnvöld banna arðgreiðslur fyrirtækja sem nýta hlutabótaleiðina

Þver­póli­tísk sam­staða á sænska þing­inu að banna arð­greiðsl­ur fyr­ir­tækja sem nota hluta­bóta­leið­ina þar í landi. Óljóst hvaða stefnu ís­lensk stjórn­völd taka. Að­r­greiðsl­ur Skelj­ungs og Öss­ur­ar sam­hliða hluta­bóta­leið­inni hafa vak­ið hörð við­brögð.

Sænsk stjórnvöld banna arðgreiðslur fyrirtækja sem nýta hlutabótaleiðina
Bannað Magdalena Anderson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, segir að það sé ófært að fyrirtæki taki við skattfé með annarri hendi og greiði út arð með hinni. Þetta hefur nú verið bannað í Svíþjóð.

Sænsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að banna fyrirtækjum sem nýta sér hlutabótaleiðina þar í landi að greiða út arð til hluthafa. „Það verður að vera kýrskýrt í hugum allra að maður getur ekki notfært sér hlutabótaleiðina og greitt út arð samtímis,“ segir fjármálaráðherra Svíþjóðar, Magdalena Anderson, við sænska ríkisútvarpið

Gerð verður sérstök lagabreyting á hlutabótalögunum þar sem bannið kemur fram. 

Stofnunin sem sér um umsóknir um hlutabætur í Svíþjóð, sem og eftirlit með úrræðinu, mun neita fyrirtækjum sem hafa greitt út arð nýlega að fara hlutabótaleiðina. Stofnunin mun jafnvel krefja fyrirtæki sem nú þegar hafa greitt arð samtímis og þau hafa nýtt sér úrræðið að greiða peningana til baka. „Við munum segja við fyrirtæki sem greiða út arð og við munum gera kröfu um endurgreiðslur frá fyrirtækjum sem hafa borgað út arð,“ segir forstjóri stofnunarinnar, Gunilla Nordlöf, við sænska ríkisútvarpið. 

Í grein Dagens Nyheter um málið er haft eftir Magdalenu Anderson. „Ef maður fær peninga frá skattgreiðendum þá á maður ekki að geta tekið þá og troðið þeim í  vasa hluthafanna.“

Ísland og Svíþjóð

Sams konar umræða hefur átt sér stað í Svíþjóð og á Íslandi um arðgreiðslur fyrirtækja sem nýtt hafa ríkisaðstoðina hlutabótaleiðina. Fréttir um arðgreiðslur Össurar og Skeljungs í miðjum COVID-faraldrinum samhliða notkun á hlutabótaleiðinni hafa vakið hörð viðbrögð á Íslandi. 

Í Svíþjóð hafa tugmilljarða króna arðgreiðslur fyrirtækja á hlutabótaleiðinni vakið reiði, meðal annars ætluð arðgreiðsla bílaframleiðandans Volvo upp á annan tug milljarða. 

Sænsk stjórnvöld hafa nú tekið ákvörðun í málinu og bannað arðgreiðslur fyrirtækja sem nota hlutabótaleiðina. Þverpólitísk samstaða er um ákvörðunina hjá stjórnmálaflokkum á sænska þinginu, allt frá hægri flokknum Moderaterna til vinstri flokksins Vensterpartiet. 

„Maður mun ekki geta fengið fjárhagsaðstoð ef maður greiðir arð á sama tíma.“

Politísk pressa

Niðurstaða stofnunarinnar, sem er ígildi Vinnumálastofnunar á Íslandi og heitir Tillväxtverket, er tekin eftir að stjórnmálamenn settu pressu á stofnunina. Stofnunin hefur hingað til sagt að ekki sé hægt að banna arðgreiðslurnar miðað við gildandi lög. Þar af leiðandi þarf að breyta lögunum til að pólitískur vilji meirihlutans á sænska þinginu endurspeglist í þeim. 

Efnahags- og viðskiptanefnd sænska þingsins bað um fund með forstjóra stofnunarinnar um málið þar sem stofnunin hafði haldið því fram að ekki væri heimild í lögum fyrir því að meina fyrirtækjum sem greiða út arð að fara hlutabótaleiðina. Nú er þetta breytt og bannið mun taka gildi.  Frumkvæðið í málinu er því pólitískt. 

„Maður mun ekki geta fengið fjárhagsaðstoð ef maður greiðir arð á sama tíma. Þetta liggur nú ljóst fyrir,“ segir fulltrúi Moderatarna í efnahags- og viðskiptanefnd, Edward Riedl. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár