Erlendar fréttir geta oft orðið skrautlegar ef þær eru skrifaðar eða þýddar af fólki sem hefur ekki minnsta skilning á umfjöllunarefninu og skortir því allt samhengi. Fræg er sagan af því um árið þegar íslenskur fréttamaður mun hafa farið í loftið með þá frétt að Nelson Mandela hefði tekið þátt í alþjóðlegum kappakstri til stuðnings fátækum. Þar var að að vísu um þýðingarvillu að ræða en einnig skort á samhengi, það sem Mandela tók þátt í var „international rally against poverty“ og komu þar engir bílar við sögu.
Sennilega er ekkert land sem fær jafn skakka umfjöllun og Norður-Kórea. Sökum þess að ríkið er nánast alveg lokað fyrir umheiminum, og er hluti af heitu pólitísku áróðursstríði, virðast jafnvel reyndustu fréttamenn tilbúnir að trúa hverju sem er upp á þarlend stjórnvöld. Það skal enginn efast um þá skelfingu sem það er að lifa undir slíkri ógnarstjórn, en fréttir af ástandinu bera …
Athugasemdir