Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Upprisa Kims og fæðing falsfréttar

Fjöl­miðl­ar um all­an heim hafa greint frá því und­an­far­ið að leið­togi Norð­ur-Kór­eu væri al­var­lega veik­ur og hefði jafn­vel lát­ist eft­ir mis­heppn­aða hjartaskurð­að­gerð. Sú frétt virð­ist hafa ver­ið upp­spuni frá rót­um og má auð­veld­lega rekja hana til áróð­ursmiðla á veg­um banda­rískra yf­ir­valda. Sú er einnig raun­in þeg­ar kem­ur að fjölda annarra furðu­frétta af hinu ein­angr­aða ríki Norð­ur-Kór­eu, sem marg­ar eru skáld­að­ar í áróð­urs­skyni.

Upprisa Kims og fæðing falsfréttar

Erlendar fréttir geta oft orðið skrautlegar ef þær eru skrifaðar eða þýddar af fólki sem hefur ekki minnsta skilning á umfjöllunarefninu og skortir því allt samhengi. Fræg er sagan af því um árið þegar íslenskur fréttamaður mun hafa farið í loftið með þá frétt að Nelson Mandela hefði tekið þátt í alþjóðlegum kappakstri til stuðnings fátækum. Þar var að að vísu um þýðingarvillu að ræða en einnig skort á samhengi, það sem Mandela tók þátt í var „international rally against poverty“ og komu þar engir bílar við sögu. 

Sennilega er ekkert land sem fær jafn skakka umfjöllun og Norður-Kórea. Sökum þess að ríkið er nánast alveg lokað fyrir umheiminum, og er hluti af heitu pólitísku áróðursstríði, virðast jafnvel reyndustu fréttamenn tilbúnir að trúa hverju sem er upp á þarlend stjórnvöld. Það skal enginn efast um þá skelfingu sem það er að lifa undir slíkri ógnarstjórn, en fréttir af ástandinu bera …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu