Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir ríkið verða að veita sveitarfélögunum beinan fjárhagsstuðning

Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, seg­ir sveit­ar­fé­lög­in í land­inu enga burði hafa til að tak­ast á við að að­stoða íbúa og fyr­ir­tæki án að­komu rík­is­valds­ins.

Segir ríkið verða að veita sveitarfélögunum beinan fjárhagsstuðning
Kallar eftir aðkomu ríkisins Aldís segir að þörf sé á bæði almennum aðgerðum af hálfu ríkisins til stuðnings sveitarfélögunum, en einnig sértækum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sveitarfélögin í landinu eru mjög misjafnlega í stakk búin til að uppfylla skyldur sínar gagnvart íbúum sínum í ljósi afleiðinga Covid-19 faraldursins. Ljóst er að öll sveitarfélög verða fyrir fjárhagslegu höggi vegna kórónaveirunnar og ríkisvaldið verður að stíga inn til að aðstoða sveitarfélögin. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði verði að koma til almennar, en einnig sértækar aðgerðir af hálfu ríkisins. 

„Það er ljóst að það er mjög misjöfn staða hjá sveitarfélögunum. Sum þeirra eru að fara inn í þessa tíma með mjög góða niðurstöðu ársreikninga, og hafa kannski verið rekin með fjárhagsafgangi síðustu ára. Fjölmörg sveitarfélög vítt og breitt um landið standa og hafa staðið mjög vel. Svo eru önnur sveitarfélög sem fara inn í þetta ástand í erfiðri stöðu, til að mynda sveitarfélög sem eru á vaxtarsvæðum. Það verða sveitarfélög sem munu þurfa að skila ársreikningum í ár í bullandi mínus, ef allt fer sem horfir, og væntanlega ansi mörg,“ segir Aldís.

Algjört tekjuhrun

Aldís, sem er jafnframt bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að framundan sé gríðarlegur samdráttur í tekjum sveitarfélaganna. Þannig muni útsvarstekjur dragast mikið saman víða, hætt sé við að tekjur vegna fasteigngjalda verði minni og sömuleiðis tekjustofnar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, auk þjónustugjalda. „Við erum að sjá, og munum sjá enn meiri, þunga í félagsþjónustu sveitarfélaganna, sérstaklega ef þetta verður viðvarandi ástand. Í þeim sveitarfélögum þar sem ferðaþjónustan er burðaratvinnugrein og sveitarfélögin hafa engar sértekjur að ráði er þetta mjög erfitt. Dæmi um það er til dæmis Vík í Mýrdal þar sem við sjáum fram á 50 prósenta atvinnuleysi, það er bara algjört hrun. Eða í Skaftárhreppi og Skútustaðahreppi, svo dæmi séu nefnd, þar sem atvinnulífið byggir því sem næst eingöngu á ferðaþjónustu, þar stefnir í gríðarlega erfitt ástand.“

„Það hefur verið mín skoðun að ríkisvaldið verði að grípa þann kostnað sem bæði sveitarfélögin og eins atvinnulífið eru að verða fyrir“

Aldís segir að hún líti svo á að samtal sveitarfélaganna við ríkisvaldið sé viðvarandi og ljóst sé að enn eigi eftir að koma fram fleiri aðgerðarpakkar, rétt eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, nefndi í fjölmiðlum um liðna helgi. Það verði sameiginlegt verkefni sveitarfélaganna og ríkisins næstu misseri, jafnvel ár, að koma atvinnulífinu aftur á lappirnar.  „Það hefur verið mín skoðun að ríkisvaldið verði að grípa þann kostnað sem bæði sveitarfélögin og eins atvinnulífið eru að verða fyrir og koma til aðstoðar. Svo dæmi séu tekin, þá hafa sveitarfélögin verið að fresta fasteignagjöldum á þessu ári. Við vitum að það mun gagnast til dæmis ferðaþjónustufyrirtækjum í augnablikinu en að sama skapi verða þeim mjög erfið á næsta ári, þegar þau þurfa að greiða tvöföld fasteignagjöld. Að mínu mati þurfum við að ræða við ríkisvaldið um með hvaða hætti sé hægt að mæta ferðaþjónustufyrirtækjunum þegar að þessu kemur. Sveitarfélögin hafa enga burði til þess, öðruvísi en að til komi beinn fjárhagslegur stuðningur frá ríkisvaldinu. Það verða að koma til almennar aðgerðir en einnig sértækar aðgerðir til þess að sveitarfélögin geti staðið undir þeirri þjónustu sem þeim er skylt að veita.“

Sameining gæti styrkt sveitarfélögin mjög

Spurð hvort hún sjái fyrir sér einhverja breytingu á hlutverki sveitarfélaganna, svo sem að þau láti frá sér verkefni, svarar Aldís því neitandi. Hún bendir á að lengi hafi verið til umræðu til hvaða aðgerða megi grípa til að styrkja sveitarstjórnarstigið, og þar á meðal sé að lögfesta lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögunum. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við gerum öllum sveitarfélögum kleift að sinna þeim verkefnum sem þeim er skylt að sinna. Með sameiningu sveitarfélaga gæti slagkraftur þeirra aukist mjög verulega. Það er hins vegar ekki svo að það sé sátt um slíkt alls staðar, svo það sé tekið fram.“

Aldís bendir aftur á að fjárhagsleg staða sé mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, og þar skipti íbúafjöldi ekki endilega máli. Til séu fámenn sveitarfélög sem standi afar illa, hafi mögulega verið þátttakendur í átakinu Brothættar byggðir fyrir kórónaveirufaraldurinn, og þar sé staðan nú auðvitað alveg afleit. „En það eru líka til fámenn sveitarfélög sem standa mjög vel. Það er því ekkert skrýtið þegar talað er um að veita mögulega fjármunum úr skuldsettum ríkissjóði út til sveitarfélaganna, á grundvelli íbúatölu, að því sé velt upp með hvaða hætti slíkum fjármunum sé best varið. Það er mikilvægt að muna að sveitarfélög og ríkissjóður mynda í sameiningu hið opinbera og bera sameiginlega ábyrgð á að allir landsmenn njóti sem bestra lífskjara.“




Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár