Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir ríkið verða að veita sveitarfélögunum beinan fjárhagsstuðning

Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, seg­ir sveit­ar­fé­lög­in í land­inu enga burði hafa til að tak­ast á við að að­stoða íbúa og fyr­ir­tæki án að­komu rík­is­valds­ins.

Segir ríkið verða að veita sveitarfélögunum beinan fjárhagsstuðning
Kallar eftir aðkomu ríkisins Aldís segir að þörf sé á bæði almennum aðgerðum af hálfu ríkisins til stuðnings sveitarfélögunum, en einnig sértækum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sveitarfélögin í landinu eru mjög misjafnlega í stakk búin til að uppfylla skyldur sínar gagnvart íbúum sínum í ljósi afleiðinga Covid-19 faraldursins. Ljóst er að öll sveitarfélög verða fyrir fjárhagslegu höggi vegna kórónaveirunnar og ríkisvaldið verður að stíga inn til að aðstoða sveitarfélögin. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði verði að koma til almennar, en einnig sértækar aðgerðir af hálfu ríkisins. 

„Það er ljóst að það er mjög misjöfn staða hjá sveitarfélögunum. Sum þeirra eru að fara inn í þessa tíma með mjög góða niðurstöðu ársreikninga, og hafa kannski verið rekin með fjárhagsafgangi síðustu ára. Fjölmörg sveitarfélög vítt og breitt um landið standa og hafa staðið mjög vel. Svo eru önnur sveitarfélög sem fara inn í þetta ástand í erfiðri stöðu, til að mynda sveitarfélög sem eru á vaxtarsvæðum. Það verða sveitarfélög sem munu þurfa að skila ársreikningum í ár í bullandi mínus, ef allt fer sem horfir, og væntanlega ansi mörg,“ segir Aldís.

Algjört tekjuhrun

Aldís, sem er jafnframt bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að framundan sé gríðarlegur samdráttur í tekjum sveitarfélaganna. Þannig muni útsvarstekjur dragast mikið saman víða, hætt sé við að tekjur vegna fasteigngjalda verði minni og sömuleiðis tekjustofnar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, auk þjónustugjalda. „Við erum að sjá, og munum sjá enn meiri, þunga í félagsþjónustu sveitarfélaganna, sérstaklega ef þetta verður viðvarandi ástand. Í þeim sveitarfélögum þar sem ferðaþjónustan er burðaratvinnugrein og sveitarfélögin hafa engar sértekjur að ráði er þetta mjög erfitt. Dæmi um það er til dæmis Vík í Mýrdal þar sem við sjáum fram á 50 prósenta atvinnuleysi, það er bara algjört hrun. Eða í Skaftárhreppi og Skútustaðahreppi, svo dæmi séu nefnd, þar sem atvinnulífið byggir því sem næst eingöngu á ferðaþjónustu, þar stefnir í gríðarlega erfitt ástand.“

„Það hefur verið mín skoðun að ríkisvaldið verði að grípa þann kostnað sem bæði sveitarfélögin og eins atvinnulífið eru að verða fyrir“

Aldís segir að hún líti svo á að samtal sveitarfélaganna við ríkisvaldið sé viðvarandi og ljóst sé að enn eigi eftir að koma fram fleiri aðgerðarpakkar, rétt eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, nefndi í fjölmiðlum um liðna helgi. Það verði sameiginlegt verkefni sveitarfélaganna og ríkisins næstu misseri, jafnvel ár, að koma atvinnulífinu aftur á lappirnar.  „Það hefur verið mín skoðun að ríkisvaldið verði að grípa þann kostnað sem bæði sveitarfélögin og eins atvinnulífið eru að verða fyrir og koma til aðstoðar. Svo dæmi séu tekin, þá hafa sveitarfélögin verið að fresta fasteignagjöldum á þessu ári. Við vitum að það mun gagnast til dæmis ferðaþjónustufyrirtækjum í augnablikinu en að sama skapi verða þeim mjög erfið á næsta ári, þegar þau þurfa að greiða tvöföld fasteignagjöld. Að mínu mati þurfum við að ræða við ríkisvaldið um með hvaða hætti sé hægt að mæta ferðaþjónustufyrirtækjunum þegar að þessu kemur. Sveitarfélögin hafa enga burði til þess, öðruvísi en að til komi beinn fjárhagslegur stuðningur frá ríkisvaldinu. Það verða að koma til almennar aðgerðir en einnig sértækar aðgerðir til þess að sveitarfélögin geti staðið undir þeirri þjónustu sem þeim er skylt að veita.“

Sameining gæti styrkt sveitarfélögin mjög

Spurð hvort hún sjái fyrir sér einhverja breytingu á hlutverki sveitarfélaganna, svo sem að þau láti frá sér verkefni, svarar Aldís því neitandi. Hún bendir á að lengi hafi verið til umræðu til hvaða aðgerða megi grípa til að styrkja sveitarstjórnarstigið, og þar á meðal sé að lögfesta lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögunum. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við gerum öllum sveitarfélögum kleift að sinna þeim verkefnum sem þeim er skylt að sinna. Með sameiningu sveitarfélaga gæti slagkraftur þeirra aukist mjög verulega. Það er hins vegar ekki svo að það sé sátt um slíkt alls staðar, svo það sé tekið fram.“

Aldís bendir aftur á að fjárhagsleg staða sé mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, og þar skipti íbúafjöldi ekki endilega máli. Til séu fámenn sveitarfélög sem standi afar illa, hafi mögulega verið þátttakendur í átakinu Brothættar byggðir fyrir kórónaveirufaraldurinn, og þar sé staðan nú auðvitað alveg afleit. „En það eru líka til fámenn sveitarfélög sem standa mjög vel. Það er því ekkert skrýtið þegar talað er um að veita mögulega fjármunum úr skuldsettum ríkissjóði út til sveitarfélaganna, á grundvelli íbúatölu, að því sé velt upp með hvaða hætti slíkum fjármunum sé best varið. Það er mikilvægt að muna að sveitarfélög og ríkissjóður mynda í sameiningu hið opinbera og bera sameiginlega ábyrgð á að allir landsmenn njóti sem bestra lífskjara.“




Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár