Í fyrsta lagi gefur það augaleið að fyrirtæki sem framleiða andlitsgrímur, öndunarvélar og annan nauðsynlegan búnað hafa þurft að reyna að auka framleiðslu sína með litlum fyrirvara og um leið hefur skorturinn hækkað verð til muna. Yfirvöld um allan heim eru í samkeppni um að kaupa upp þessar vörur sem þýðir að fátækari ríki eiga lítinn sem engan möguleika á að gera samkeppnishæf tilboð. Braskarar hafa sömuleiðis hækkað verð með því að reyna að kaupa upp lager og endurselja á uppsprengdu verði en víðast hvar á Vesturlöndum er slíkt bannað með lögum.
Þeir sem selja sápu, spritt, blautþurrkur og allt sem tengist hreinlæti hafa líka nóg að gera. Bloomberg-fréttaveitan greindi frá því strax í febrúar að hlutabréf í fyrirtækinu Clorox væru að hækka á meðan flest önnur voru í frjálsu falli. Það framleiðir ýmsar hreinlætisvörur og hefur stóra markaðshlutdeild í Bandaríkjunum. Auk þess hækkaði strax verð hlutabréfa í Regeneron Pharmaceuticals …
Athugasemdir