Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Liðka fyrir nauðungarsölum vegna faraldursins

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir hef­ur lagt fram frum­varp sem heim­il­ar fyr­ir­töku nauð­ung­ar­sölu í gegn­um síma eða fjar­funda­bún­að fram á haust. Þá eru fram­lengd­ir frest­ir þar sem nauð­ung­ar­sala hefði ann­ars fall­ið nið­ur vegna að­stæðna sem Covid-19 far­ald­ur­inn skap­ar.

Liðka fyrir nauðungarsölum vegna faraldursins
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem snýr að meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum. Mynd: xd.is

Sýslumönnum verður heimilt að taka fyrir nauðungarsölur í gegnum síma eða fjarfundabúnað fram á haust, verði stjórnarfrumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að lögum. Þá er liðkað fyrir um tímafresti svo nauðungarsölur falli ekki niður vegna aðstæðna sem Covid-19 faraldurinn skapar.

Frumvarpið hefur verið afgreitt af ríkisstjórn og var það lagt fram á Alþingi á laugardag. Frumvarpið varðar breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónaveiru og snýr að meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum meðal annars. Flest ákvæði frumvarpsins varða rafræna meðferð mála hjá þessum aðilum og eru þau flest til bráðabirgða.

„Það er hægt að líta til einhverra breytinga líkt og þessara sem jákvæð áhrif af COVID-19, sú reynsla sem kemst á hin ýmsu fjarfundarform og rafræn samskipti verður vonandi til þess að stjórnsýslan færist hraðar á rafrænt form, sem bætir þjónustu fyrir almenning og sparar ríkinu gríðarlega fjármuni til lengri tíma,“ tilkynnti Áslaug Arna á Facebook-síðu sinni.

„Það er hægt að líta til einhverra breytinga líkt og þessara sem jákvæð áhrif af COVID-19“

Þá segir Áslaug að verið sé að „ryðja úr vegi hindrunum í lögunum, meðal annars um dánarvottorð, ættleiðingar og á barna- og útlendingalögum“.

Breytingar á lögum um nauðungarsölu eru meðal þessara bráðabirgðaákvæða. Samkvæmt þeirri grein frumvarpsins verður heimilt fram til 1. október að taka nauðungarsölu fyrir með gerðarbeiðanda í gegnum síma eða fjarfundabúnað, „enda verði fyrirtöku málsins háttað þannig að allir heyri þau orðaskipti sem fram fara“. Gerðarbeiðandi er sá sem krefst nauðungarsölunnar, oft fjármálafyrirtæki, hið opinbera eða fyrirtæki sem á kröfu á eiganda eignarinnar. „Við þessar aðstæður telst gerðarbeiðandi hafa mætt við fyrirtökuna í skilningi 1. tölul. 2. mgr. 15. gr. laganna,“ segir í frumvarpinu.

„Í þessari grein er lagt til að við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem heimilar fyrirtökur með gerðarbeiðendum í gegnum síma eða fjarfundabúnað til að fækka komum til sýslumanna og dómstóla á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir,“ segir í skýringum með greininni. „Af sömu ástæðu er lagt til að heimilt verði að bjóða upp á rafrænar lausnir við meðferð mála.“

Þá eru framlengdir frestir til að ljúka nauðungarsölum án þess að þær falli niður, enda sé um að ræða tafir vegna þeirra aðstæðna sem faraldurinn skapar. Varða frestirnir meðal annars tilfelli þar sem uppboð hefur ekki hafist einu ári frá fyrirtöku málsins eða munir ekki seldir og mundi þá nauðungarsalan falla niður undir venjulegum kringumstæðum. 60 daga frestur er veittur til viðbótar frá þeim tímapunkti sem „óyfirstíganlegri hindrun“ lýkur og er þar átt við aðstæðurnar vegna faraldursins.

„Til að koma í veg fyrir réttarspjöll vegna óvæntra og óyfirstíganlegra hindrana sem ekki byggjast á atvikum er varða málsaðila sjálfan, svo sem kórónuveirufaraldursins, er lagt til að tilteknum frestum sem lýkur fram til 1. október 2020 verði framlengt þar til hindruninni hefur verið rutt úr vegi,“ segir í skýringum með frumvarpinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár