Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Liðka fyrir nauðungarsölum vegna faraldursins

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir hef­ur lagt fram frum­varp sem heim­il­ar fyr­ir­töku nauð­ung­ar­sölu í gegn­um síma eða fjar­funda­bún­að fram á haust. Þá eru fram­lengd­ir frest­ir þar sem nauð­ung­ar­sala hefði ann­ars fall­ið nið­ur vegna að­stæðna sem Covid-19 far­ald­ur­inn skap­ar.

Liðka fyrir nauðungarsölum vegna faraldursins
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem snýr að meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum. Mynd: xd.is

Sýslumönnum verður heimilt að taka fyrir nauðungarsölur í gegnum síma eða fjarfundabúnað fram á haust, verði stjórnarfrumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að lögum. Þá er liðkað fyrir um tímafresti svo nauðungarsölur falli ekki niður vegna aðstæðna sem Covid-19 faraldurinn skapar.

Frumvarpið hefur verið afgreitt af ríkisstjórn og var það lagt fram á Alþingi á laugardag. Frumvarpið varðar breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónaveiru og snýr að meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum meðal annars. Flest ákvæði frumvarpsins varða rafræna meðferð mála hjá þessum aðilum og eru þau flest til bráðabirgða.

„Það er hægt að líta til einhverra breytinga líkt og þessara sem jákvæð áhrif af COVID-19, sú reynsla sem kemst á hin ýmsu fjarfundarform og rafræn samskipti verður vonandi til þess að stjórnsýslan færist hraðar á rafrænt form, sem bætir þjónustu fyrir almenning og sparar ríkinu gríðarlega fjármuni til lengri tíma,“ tilkynnti Áslaug Arna á Facebook-síðu sinni.

„Það er hægt að líta til einhverra breytinga líkt og þessara sem jákvæð áhrif af COVID-19“

Þá segir Áslaug að verið sé að „ryðja úr vegi hindrunum í lögunum, meðal annars um dánarvottorð, ættleiðingar og á barna- og útlendingalögum“.

Breytingar á lögum um nauðungarsölu eru meðal þessara bráðabirgðaákvæða. Samkvæmt þeirri grein frumvarpsins verður heimilt fram til 1. október að taka nauðungarsölu fyrir með gerðarbeiðanda í gegnum síma eða fjarfundabúnað, „enda verði fyrirtöku málsins háttað þannig að allir heyri þau orðaskipti sem fram fara“. Gerðarbeiðandi er sá sem krefst nauðungarsölunnar, oft fjármálafyrirtæki, hið opinbera eða fyrirtæki sem á kröfu á eiganda eignarinnar. „Við þessar aðstæður telst gerðarbeiðandi hafa mætt við fyrirtökuna í skilningi 1. tölul. 2. mgr. 15. gr. laganna,“ segir í frumvarpinu.

„Í þessari grein er lagt til að við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem heimilar fyrirtökur með gerðarbeiðendum í gegnum síma eða fjarfundabúnað til að fækka komum til sýslumanna og dómstóla á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir,“ segir í skýringum með greininni. „Af sömu ástæðu er lagt til að heimilt verði að bjóða upp á rafrænar lausnir við meðferð mála.“

Þá eru framlengdir frestir til að ljúka nauðungarsölum án þess að þær falli niður, enda sé um að ræða tafir vegna þeirra aðstæðna sem faraldurinn skapar. Varða frestirnir meðal annars tilfelli þar sem uppboð hefur ekki hafist einu ári frá fyrirtöku málsins eða munir ekki seldir og mundi þá nauðungarsalan falla niður undir venjulegum kringumstæðum. 60 daga frestur er veittur til viðbótar frá þeim tímapunkti sem „óyfirstíganlegri hindrun“ lýkur og er þar átt við aðstæðurnar vegna faraldursins.

„Til að koma í veg fyrir réttarspjöll vegna óvæntra og óyfirstíganlegra hindrana sem ekki byggjast á atvikum er varða málsaðila sjálfan, svo sem kórónuveirufaraldursins, er lagt til að tilteknum frestum sem lýkur fram til 1. október 2020 verði framlengt þar til hindruninni hefur verið rutt úr vegi,“ segir í skýringum með frumvarpinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár