Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hlutabótalögin voru samin í samráði við SA sem ráðlögðu svo fyrirtækjum að nýta sér óskýrleika þeirra

„Mér datt ekki í hug að ein­hver héldi að hann gæti sett starfs­fólk á hluta­bæt­ur en svo sagt við­kom­andi starfs­manni upp störf­um,“ seg­ir for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar í sam­tali við Stund­ina. Fyr­ir­tæki hafa reynt að nota lög­in til að spara sér kostn­að af því að segja upp starfs­fólki.

Hlutabótalögin voru samin í samráði við SA sem ráðlögðu svo fyrirtækjum að nýta sér óskýrleika þeirra

Samtök atvinnulífsins voru á meðal þeirra aðila sem félagsmálaráðuneytið átti óhefðbundið samráð við þegar hlutabótaleiðin svokallaða var útfærð og lagasetningin undirbúin. Eftir að hlutabótafrumvarpið varð að lögum hafa svo samtökin bent fyrirtækjum á að þau geti notað leiðina til að spara sér kostnaðinn af því að segja upp starfsfólki, það er varpað stórum hluta kostnaðarins af launagreiðslum í uppsagnarfresti yfir á atvinnuleysistryggingasjóð.

Stöð 2 hefur sagt fréttir af þessu undanfarna daga og SA gengist við því að hafa túlkað lögin með þeim hætti að þetta mætti. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Stundina í dag að hún hafi ekki haft hugmyndaflug í að hlutabótaleiðin yrði nýtt með þessum hætti. „Mér datt til dæmis ekki í hug að einhver héldi að hann gæti sett starfsfólk á hlutabætur en svo sagt viðkomandi starfsmanni upp störfum,“ segir hún. 

Upplýsingarnar um samráðið sem haft var við Samtök atvinnulífsins við smíði laganna koma fram í greinargerð frumvarps Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra sem samþykkt var þann 20. mars síðastliðinn. Þar segir að ekki hafi gefist svigrúm til „hefðbundins samráðs“ enda frumvarpið samið við fordæmalausar aðstæður. „Þess ber þó að geta að frumvarpið var samið í samráði ráðuneytisins, Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Vinnumálastofnunar.“ Í greinargerðinni er sérstaklega tekið fram að samtök atvinnurekenda ætli að „hvetja fyrirtæki sem eiga í tímabundnum rekstrarvanda til að nýta þann kost að lækka starfshlutfall starfsmanna sinna tímabundið fremur en að grípa til uppsagna“. 

Munu ekki greiða hlutabætur í uppsagnarfresti

Haft var eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, á Vísi.is fyrr í vikunni að samtökin teldu unnt að túlka lögin þannig að heimilt væri að gera samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við eru sammála um að lagatextann megi túlka með þessum hætti þótt augljóst sé að tilgangur laganna hafi verið sá að viðhalda ráðningarsamböndum, skapa hvata til að atvinnurekendur haldi í starfsfólk frekar en að reka það. 

Vinnumálastofnun hefur nú tilkynnt að engar hlutabætur verði greiddar til starfsmanna sem eru á uppsagnarfresti. Á vef Eflingar stéttarfélags er félagsmönnum bent á að ef þeim sé sagt upp eftir að hafa gert samkomulag við vinnuveitanda um minnkað starfshlutfall og hlutabætur þá falli það samkomulag úr gildi og atvinnurekanda beri þá að greiða laun í uppsagnarfresti miðað við kjör sem giltu áður en samkomulagið var gert.

„Samtök atvinnulífsins hafa ekki úrskurðarvald um rétt einstaklinga til atvinnuleysisbóta og munu hér eftir beina því til aðildarfyrirtækja að haga uppsögnum og samningum um hlutastörf til samræmis við túlkun Vinnumálastofnunar,“ segir á vef SA. „Óvissa um framkvæmd megi ekki bitna á starfsfólki fyrirtækjanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
4
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár