Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Huginn hyggst sækja bætur þó fimm útgerðir hafi hætt við: „Minn hugur er að klára þetta“

Páll Þór Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Hug­ins ehf. í Eyj­um, seg­ir að hans skoð­un í dag sé að út­gerð­in sæki áfram skaða­bæt­ur til rík­is­ins í mak­r­íl­mál­inu. Hæstirétt­ur kvað upp dóm í árs­lok 2018 þess efn­is að Hug­inn hefði orð­ið fyr­ir fjár­tjóni við út­hlut­un á mak­ríl 2011 til 2018. 5 af 7 út­gerð­um hafa hætt við skaða­bóta­mál­in en Hug­inn og Vinnslu­stöð­in ráða ráð­um sín­um.

Huginn hyggst sækja bætur þó fimm útgerðir hafi hætt við: „Minn hugur er að klára þetta“
Vill halda áfram Páll Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins, vill halda skaðabótamálinu gegn ríkinu til streitu. Mynd: Ljósmyndasafn Vestmannaeyja / Sigurgeir Jónasson

Útgerðin Huginn ehf. í Vestmannaeyjum ætlar ekki að hætta við skaðabótamál sitt gegn íslenska ríkinu í makrílmálinu að svo stöddu. Þetta segir Páll Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn af hluthöfum Hugins. Útgerðin hefur krafið íslenska ríkið um 839 milljónir króna í skaðabætur út af meintri ólöglegri makrílúthlutun á árunum 2011 til 2018 þar sem félagið telur sig hafa borið skarðan hlut frá borði.

Í gær tilkynnti Ísfélagið, ásamt fjórum öðrum makrílútgerðum, að félagið ætlaði ekki að halda skaðabótamáli sínu til streitu eftir hörð viðbrögð í samfélaginu síðastliðna daga.  „Minn hugur er að klára þetta. En auðvitað getur þetta breyst nánast hvenær sem er ef maður á að vera hreinskilinn. Í dag þá vil ég klára þetta en ég ræð þessu auðvitað ekki einn,“ segir Páll Þór sem á tæplega 14 prósenta hlut í Huginn ehf. 

Tvær útgerðir eftirTvær af útgerðunum sjö hafa ekki ákveðið hvort hætt verður við skaðabótamálið eða ekki. Þetta eru Huginn ehf. og VInnslustöðina. Myndin sýnir þann makrílkvóta sem stærstu útgerðir landsins fengu úthlutað í fyrra.

Fékk makrílkvóta upp á um 6 milljarða

Huginn fekk úthlutað makrílkvóta í fyrra til frambúðar, þegar fisktegundin var kvótasett, og ræður nú yfir 6,6 prósentum kvótans. Áætlað markaðsvirði þessa kvóta er tæplega 5.9 milljarðar króna. 

Útgerðin rekur frystitogarann Huginn VE-55 og er önnur þeirra útgerða sem leitt hefur málareksturinn gegn íslenska ríkinu síðastliðin ár út af makrílúthlutuninni á árunum 2011 til 2018. Hin útgerðin var Ísfélag Vestmannaeyja. 

Skaðabótakröfur útgerðanna sjö hafa vakið mikla athygli í vikunni eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra birti svar um fjárhæðir stefnanna nú um helgina. Samtals kröfðu sjö útgerðir ríkið um 10,2 milljarða króna í málunum. 

Binni svaf á málinu

Huginn og Vinnslustöðin í Vestmanneyjum voru hins vegar ekki meðal þeirra fimm útgerða sem sendu frá fréttatilkynninguna um að hætt hefði verið við skaðabótamálin.

Taka ákvörðun í dagSigurgeir Brynjar Kristgeirsson segir að Vinnslustöðin taki ákvörðun um skaðabótamálið gegn ríkinu í dag. Eins og er hyggst Huginn ehf. ekki hætta við skaðabótamálið gegn ríkinu.

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, eða Binni eins og hann er alltaf kallaður, segir í samtali við Moggann í dag að stjórnarfundur verði haldin hjá fyrirtækinu í dag þar sem tekin verður ákvörðun um hvort stefnunni verður haldið til streitu eða ekki. „Við ætlum að sofa á þessu, taka stjórnarfund á morgun og fara yfir málið,“ segir Binni við blaðið. 

Vinnslustöðin stærsti einstaki hluthafinn

Vinnslustöðin á 48 prósenta hlut í Huginn á móti 52 prósenta hlut Páls og meðfjárfesta hans. „Við ætlum að vera rólegir bara. Það eru þrjú ár í dómsniðurstöðu í þessu máli. Það þarf ekkert að hætta í dag. Það er hægt að hætta hvenær sem er ef menn vilja hætta“ segir Páll Þór. 

„Ég sé ekkert að því við höldum okkar máli til streitu sama hvað Vinnslustöðin gerir“

Aðspurður um hvort niðurstaða Vinnslustöðvarinnar, sem væntanlega verður kynnt í dag, muni hafa áhrif á hvaða niðurstöðu Huginn muni komast að í málinu segir Páll að auðvitað fylgist þeir með þvi sem Vinnslustöðin gerir en að þetta séu tvö sjálfstæð félög. „Þeir eiga 48 prósent og við eigum 52 prósent þannig að við ráðum þessu. […]  Ég sé ekkert að því við höldum okkar máli til streitu sama hvað Vinnslustöðin gerir. Þetta eru tvær kennitölur,“ segir Páll Þór. 

Ýjaði að aðfgerðumBjarni Benediktsson fjármálaráðherra ýjaði að því að fjármunir yrðu sóttir til útgerðanna sjö með sértækum aðgerðum ef þær héldu stefnum sínum um skaðabætur til streitu.

Hafa leitað réttar síns lengi

Huginn hefur leitað réttar síns í málinu í mörg ár ásamt Ísfélaginu. Vatnaskil urðu í því í lok árs 2018 þegar Hæstiréttur felldi dóma þess efnis að félögin hefðu orðið fyrir fjártjóni út af makrílúthlutunum á árunum 2011 til 2018 sem byggðu á reglugerðum sem þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, setti. Niðurstaða hæstaréttar var að makrílnum hafi ekki verið úthlutað að fullu út frá veiðireynslu útgerðanna á makríl, líkt og gera hefði átt. 

„En ef svo ólík­lega vill til að það mál fari rík­inu í óhag þá er það ein­falt mál í mínum huga að reikn­ing­ur­inn vegna þess verður ekki sendur á skatt­greið­end­ur“

Málið er því ekki nýtt og hefur margoft verið rætt í fjölmiðlum. Opinberunin á stefnufjárhæðum útgerðanna sem og COVID-faraldurinn setja málið í nýtt samhengi sem hörð og afgerandi viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem bæði hafa gagnrýnt útgerðirnar sjö fyrir skaðabótamálin. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Makríldómsmál

Kenning um spillingu Kristjáns Þórs í makrílmáli sett fram í Hæstarétti
SkýringMakríldómsmál

Kenn­ing um spill­ingu Kristjáns Þórs í mak­r­íl­máli sett fram í Hæsta­rétti

Fé­lag mak­ríl­veiðimanna hef­ur stað­ið í dóms­máli við ís­lenska rík­ið sem bygg­ir á að því hafi ver­ið mis­mun­að við kvóta­setn­ingu mak­ríls ár­ið 2019. Sam­kvæmt mála­til­bún­aði fé­lags­ins gerði rík­ið bak­samn­ing við nokkr­ar stór­ar út­gerð­ir um að þær fengju meiri mak­ríl­kvóta þeg­ar hann var kvóta­sett­ur 2019 gegn því að sleppa því að fara í mál við rík­ið vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018.
Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð
FréttirMakríldómsmál

Kaup­fé­lag­ið fékk mak­ríl­kvóta vegna reglu­gerð­ar Jóns og á út­gerð sem krefst skaða­bóta út af sömu reglu­gerð

Út­gerð­ar­arm­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á Sauð­ár­króki, FISK Sea­food, er ann­ar stærsti hlut­hafi Vinnslu­stöðvairnn­ar sem vill skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu út af út­hlut­un á mak­ríl­kvót­um 2011 til 2018. Út­gerð­ar­fé­lag Kaup­fé­lags­ins hóf sjálft mak­ríl­veið­ar á grund­velli reglu­gerð­anna sem Vinnslu­stöð­in vill fá skaða­bæt­ur út af.
Fjórar af útgerðunum sjö sem vilja milljarða í bætur frá ríkinu hafa ekki nýtt sér hlutabótaleiðina
FréttirMakríldómsmál

Fjór­ar af út­gerð­un­um sjö sem vilja millj­arða í bæt­ur frá rík­inu hafa ekki nýtt sér hluta­bóta­leið­ina

Að minnsta kosti fjór­ar af út­gerð­un­um sjö sem vilja fá 10 millj­arða í skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu hafi ekki nýtt sér rík­is­að­stoð­ina hluta­bóta­leið­ina í rekstri sín­um. Skaða­bóta­kröf­urn­ar hafa vak­ið mikla at­hygli og við­brögð og gæti mál­ið tek­ið mörg ár í dóms­kerf­inu.
Útgerðirnar sem krefjast bóta fengu 50 milljarða makrílkvóta frá ríkinu
FréttirMakríldómsmál

Út­gerð­irn­ar sem krefjast bóta fengu 50 millj­arða mak­ríl­kvóta frá rík­inu

Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, seg­ir að ákvörð­un sjö út­gerða að krefjast skaða­bóta út af út­hlut­un á mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018 sé „gjör­sam­lega sið­laus“. Jón setti reglu­gerð­ina sem kvóta­út­hlut­un­in byggði á áð­ur en mak­ríll­inn var kvóta­sett­ur í fyrra­sum­ar.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár