Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Það er svo mikil þögn þarna úti“

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um fóru hægt af stað með að­gerð­ir til að hefta COVID-19 far­ald­ur­inn og lands­menn virð­ast nú súpa nú seyð­ið af því, þeg­ar út­breiðsla hans virð­ist stjórn­laus. New York-ríki hef­ur hing­að til far­ið verst út úr far­aldr­in­um en til­fell­un­um fjölg­ar hins veg­ar hratt í fleiri ríkj­um, með­al ann­ars í Los Ang­eles þar sem Si­obh­an Murp­hy, rit­höf­und­ur og fram­leið­andi, býr.

„Það er svo mikil þögn þarna úti“
Hundurinn Félagsskapur hans er mikils virði á tímum covid-19. Mynd: Úr einkasafni

25. mars 2020

Siobhan Murphy

„Ég vakna alltaf snemma þessa dagana. Í morgun var klukkan 4.30. Það er engu líkara en að ég sé að reyna að verða á undan raunveruleikanum, komast aftur til annars tíma. Eins og að eftir því fyrr sem ég vakna, því meiri séu líkurnar á að þetta hafi allt saman bara verið draumur. Eða kannski þarf ég bara að gefa sjálfri mér meiri tíma á morgnana til að sætta mig við stöðuna. Það er dimmt í tvo og hálfan tíma í viðbót í Los Angeles, svo ég hef þá trú að ég sé á undan borginni þarna úti, sem flýtir sér út í ofboði, til að standa í röð eftir matvöru fyrir klukkan sjö. Ég hef aðeins farið í búð tvisvar frá því við fengum fyrirskipunina um að halda okkur heima og í bæði skipti var það kvíðaþrungin reynsla. Ég var með lista yfir allt sem ég þurfti þegar ég gekk inn í búðina en þar sem fæst af listanum var til valdi ég hluti af handahófi. Nú á ég í fórum mínum tvö stór eggaldin. Við erum öll að verða hugmyndasmiðir í eldhúsinu. Flestar samræður, sem fara fram í gegnum smáskilaboð eða Facetime, byrja á: „Ég forðast að fylgjast með fréttum“ en svo virðist ekkert okkar geta forðast þær. Við tölum um að taka til í matarbúrinu okkar, að endurraða í fataskápana, hversu mjög við njótum einlægra samtalanna … Þyrlumst svo aftur inn í samtöl um hvar sé best að kaupa klósettpappír, hversu mikið við hötum forsetann okkar, hversu innilega við elskum Andrew Cuomo, hvað muni gerast þegar þetta er allt afstaðið. Verður í lagi með okkur? Við eigum sömu samtölin, aftur og aftur, einsog við séum föst í endalausri lúppu. Og ætli við séum það ekki? Ég er heppin, því ég bý ein í húsi með bakgarði. Ég ver sífellt meiri tíma í að sitja bara þarna úti og anda. Ég fylgist með hundinum mínum hlaupa um í alsælu.“

26. mars 2020

„Dagurinn var erfiður. Ég var samt að skrifa svolítið, þökk sé frílans giggi sem er sem betur fer ennþá í gangi. Ég er líka að hjálpa vinkonu með hlaðvarp sem hún er að vinna. Það fjallar um miðil sem kann að hafa leyst ráðgátuna um eitt af frægustu morðum sögunnar. Það er svo vel unnið hjá henni og ég hugsa um hversu margir eigi eftir að njóta þess þegar það fer í loftið. Það gleður mig. Það er blessun hvernig verkefnin hjálpa mér að dreifa huganum en ég er samt svo afkastalítil og vinnuflæðið slakt. Svona hef ég aldrei verið áður. Ég hugsa einmitt mikið um það sem áður var. Það er undarlegt að finna að þetta er að verða hið nýja hryllilega eðlilega ástand. COVID-tilfellin hér í Bandaríkjunum eru orðin fleiri en í Kína. Ég og margir í kringum mig erum á þeirri skoðun að það sé vegna þess að Donald Trump var of seinn að bregðast við. Það er bókstaflega blóð á höndum hans núna. Í fyrsta sinn frá því þetta hófst allt saman er ég hrædd. Hvað ef ég hitti aldrei foreldra mína aftur?  Það er skrýtið með kvíðann, að hann sýnir tilfinningunum enga þolinmæði. Hann hrærir í þeim. Kvíðinn ýtir huganum beinustu leið inn í verstu mögulega framtíðarmyndina. Kvíðinn er þessi pirrandi vinur sem er allt of dramatískur varðandi alla hluti og þú eyðir allt of miklum tíma í að tala um fyrir honum. Ég hætti mér aftur út fyrir hússins dyr í dag og það slær mig hvað loftið í LA er ferskt og gott þessa dagana. Borgarhljóðin hafa beðið í lægra haldi fyrir fuglasöng og ljúfum andvara. Það er engu líkara en að náttúran sé að vakna til lífsins.

27. mars 2020

Ég held þetta sé þriðji föstudagurinn minn heima hjá mér, til að halda fjarlægð við aðra. Í gærkvöldi var ég einmana. Ég er þannig gerð að mínar bestu stundir á ég ein með sjálfri mér, svo einmanaleiki er ekki eitthvað sem ég þarf að kljást við alla jafna. Ég hafði samband við vinkonu. Við töluðum um ferðalag okkar til Íslands fyrir nokkrum árum og hlógum að minningunni um hvað við skemmtum okkur vel. Dálítið klikkað flögrar að mér: Kannski er náttúran að tala við okkur: Þér varð svo illilega á að nú berst ég á móti, tek aftur völdin.“ Ég grét í morgun. Öll góðverkin sem fólk gerir þessa dagana hreyfa við mér. Vissan um að ég eigi stórkostlega vini og fjölskyldu sem ég get stutt mig við – og þau við mig – gerir mig að moldríkri manneskju. Ég fór í göngutúr með hundinn minn í morgun. Alltof snemma eins og venjulega.

„Ég grét í morgun. Öll góðverkin sem fólk gerir þessa dagana hreyfa við mér“

Það er svo mikil þögn þarna úti. Við búum þétt í hverfinu mínu og það er alltaf mikið af fólki á stjái, nótt sem dag. Þetta er skrýtið og einkennilega fagurt. Í dag þarf ég að sækja um atvinnuleysisbætur. Svo mun ég að öllum líkindum eiga í sambærilegum samræðum og í gær, við vini mína og fjölskyldu. Svo reyni ég að halda mig frá fréttunum á meðan ég velti fyrir mér: Trúir fólk í alvöru botnlausum lygunum sem forsetinn spýr út úr sér á hverjum degi?

28. mars 2020

Í dag tók ég lengsta hlé frá fréttum frá því að einangrun okkar hófst hér í LA. Ég svaf líka fram eftir, vaknaði klukkan 9. Ég man ekki hvenær ég svaf síðast svona lengi. Meira að segja hundurinn minn svaf út. Hann er líka uppgefinn, býst ég við. Í símanum voru skilaboð frá vinum sem deildu því með mér hvað þeim tókst að komast yfir þennan daginn, í matvöruversluninni og á bændamarkaði hverfisins sem enn stendur opinn á laugardögum, við rætur brekkunnar fyrir neðan húsið mitt. Frá New York berast þær fréttir að þar fjölgi dauðsföllum á ógnvekjandi hraða. Enn annar fallegur dagur hér. Kalt, ferskt loft. Við förum í göngutúr um hverfið. Það er svo þögult. Það rennur upp fyrir mér að ég hef ekki heyrt í lögreglusírenu svo klukkutímum skiptir. Þar sem ég bý, í miðri Los Angeles, eru sírenur bakgrunnshljóð lífsins. Aftur lætur náttúran í sér heyra. Hvernig er hægt að láta sér líða illa þegar sólin skín og fuglarnir syngja? Ég ætlaði að vakna snemma í dag, til að fara í röð við matvöruverslunina, en líkami minn hafði aðrar hugmyndir. Svo ég varði deginum í að vinna í garðinum og taka til í skúffum og skápum. Þegar ég heyrði í vinum mínum og fjölskyldu, eins og ég geri á hverjum degi núna, tók ég eftir breytingu á samtölum okkar. Þau snerust ekki lengur um hvert væri best að fara til að kaupa klósettpappír eða hvernig við ætluðum að fara að því að borga reikninga. Við vorum farin að tala meira um andlegu hlið þessa alls. Þetta hefur djúpstæð áhrif og á eftir að breyta næstum því öllum, til frambúðar. Ekkert verður aftur eins og það var. Ég grét þegar ég talaði við bestu vinkonu mína á Facetime í dag. Hún missti móður sína úr krabbameini fyrir rúmlega ári síðan. Ég hafði talað við móður mína fyrr í dag og fann fyrir djúpu þakklæti fyrir að geta talað við hana þegar mig lystir. Vinkona mín getur það ekki núna. Að heyra mömmu þína segja að allt verði í lagi, að við verðum að setja traust á okkur sjálf og guð núna. Ég er ekki sérstaklega trúuð manneskja en ég finn að alheimurinn er að breytast núna og því verður ekki viðsnúið. Mér finnst líka eins og heimurinn sé að færa sig frá hlutum sem við ættum ekki að snúa aftur til. Eins og heimurinn hafi verið villtur og að þessir hræðilegu atburðir séu að leiðbeina okkur að því að verða betri. Þegar ég skoða samfélagsmiðla í kvöld sé ég að íbúar New York klöppuðu í sjö mínútur til að heiðra heilbrigðisstarfsfólk. Fleiri tár renna. Það er kominn tími til að horfa á Tiger King á Netflix og sjá hvað allir eru að tala um. 

29. mars 2020

Ég velti mér fram úr rúminu og náði í matvöruverslunina fyrir klukkan 7. Það voru ekki svo margir á ferli. Þeir hafa takmarkað fjölda þeirra sem mega vera inni í búðinni á sama tíma, afhenda þér sótthreinsispritt við innganginn og strjúka af innkaupakerrunni þinni. Inni í búðinni gengur fólk um með grímur og hanska. Ég á enga grímu en ég er með hálsklút fyrir andlitinu, eins og hipsteraútlagi. Ég fer rakleiðis að klósettpappírshillunni og heppnin er með mér. Ég gríp pakka með tólf rúllum og nokkrar eldhúsrúllur líka. Ég finn kvíðann lækka um nokkur stig. Nú get ég alla vega skeint mér í tólf rúllur í viðbót, sama hvort hitt sem mig vantar úr þessari búð er til eða ekki. Þetta eru sannarlega undarlegir dagar. Ólíklegustu hlutir eru ekki til: Vörustjórinn segir mér að það sé enginn hvítlaukur til. Það er vegna vandamáls uppi í Gilroy, þaðan sem mest af hvítlauknum okkar kemur, og þeir finna hann ekki annars staðar. Það er heldur ekki til hveiti og ger, sem vinkonu mína vantaði og ég ætlaði að færa henni. En búðin virðist nú hafa nægar birgðir, sem er þægilegt að sjá.

„Ég á enga grímu en ég er með hálsklút fyrir andlitinu, eins og hipsteraútlagi“

Ég fæ allt það sem ég þarfnast. Það eru skilti við nokkrar vörur, þar sem stendur að aðeins megi taka tvö eða þrjú stykki. Það er í góðu lagi mín vegna. Ég kaupi þrjú búnt af graslauk því ég veit að vinkona mín fann engan slíkan, fyrir hrærðu eggin sín og bökuðu kartöflurnar. Það er fyndið að ég man eftir því hvað fólk sem býr nálægt mér fann ekki í búðinni, svo ég get keypt það og skilið eftir á dyraþrepinu hjá því. Þegar ég kem aftur í bílinn hefst ég handa við að keyra út þessar sérstöku sendingar. Allar götur eru yfirgefnar. Þetta er Los Angeles. Já, það er sunnudagsmorgunn en hér er alltaf mikil umferð, ekki síst um helgar þegar vinnandi fólk þeysist um til að ljúka erindum sem það hefur ekki tækifæri til að sinna á virkum dögum. Ég keyri í gegnum Griffith Park – risastóra almenningsgarðinn okkar – og sé fjórar manneskjur. Venjulega iðar hann af göngufólki, hjólurum, hlaupurum. Í rólegheitunum býr friðsæld. Ég skila af mér vörunum, vitandi að kannski haldi þær þessum vinum mínum innan dyra örlítið lengur. Ég kem heim og tek upp úr pokunum, geng frá klósettpappírnum. Ég er í öruggu skjóli – þangað til kvíðinn snýr aftur einhvern tímann fljótlega. 

30. mars 2020

„Það er aftur kominn mánudagur. Fréttirnar verða verri og verri hér í Bandaríkjunum, eftir því sem tölurnar ná brjáluðum hæðum. Vinir mínir geta sumir hverjir ennþá unnið heiman frá sér á meðan aðrir reyna að komast að því hvernig þeir geti sótt um atvinnuleysisbætur og ræða við leigusalana sína og bankana. Þeir eru smám saman að átta sig á því að þetta er langt því frá að klárast. Borgarstjórinn okkar hefur ákveðið að framlengja fyrirskipunina um að fólk eigi að halda sig heima til loka aprílmánaðar að minnsta kosti, en undirbýr fólk samt sem áður fyrir að þetta geti tekið að minnsta kosti tvo mánuði í viðbót. Spítalaskip hefur lagt að bryggju og er tilbúið að taka á móti sjúklingum. Ráðstefnuhallir og íþróttaleikvangar breytast í forgangsspítala og búa sig undir að taka á móti sjúklingum. Spár benda til þess að hér verði jafnmörg tilfelli og í New York innan nokkurra vikna. Lögregluyfirvöld eru farin að sekta fólk sem hlýðir því ekki að halda sig heima. Almenningsgarðar, baðstrandir, engi, göngustígar, leikvellir og nú bændamarkaðir hafa verið lokuð af. Ég ákveð að búa til beef bourguignon frá grunni og búa til nokkurs konar kássu. Hún þarf að malla í marga klukkutíma. Það er fallegt að einbeita sér að matseld. Mér verður hugsað til veitingastaða og hversu margir þeirra eigi ekki eftir að lifa þetta af. Eftir því sem David Chang fullyrðir munu 90% veitingastaða fara á hausinn til frambúðar. Ég hugsa um hvað matur er okkur mikilvægur, að svo mörgu leyti. Hann nærir okkur en við sækjum veitingastaði til að fagna, til að koma saman, til að verða ástfangin, til að hughreysta hvert annað. Hvað gerist þegar þessu er öllu lokið og við höfum misst okkar fallega, ljúffenga og fjölbreytta matarsamfélag í Los Angeles? Kássan er tilbúin. Hún er svo gómsæt. Ég deili mynd af henni á samfélagsmiðlum, ekki til þess að grobba mig, heldur til að segja fólki að það geti leitað til mín ef það vantar hjálp við að elda úr þeim fáu innihaldsefnum sem til eru. Margir svara mér til baka og óska eftir hjálp, svo þetta var til góðs.

„Spár benda til þess að hér verði jafnmörg tilfelli og í New York innan nokkurra vikna“

Klukkan 8 á hverju kvöldi heyrast hróp í hverfinu mínu, fólk stendur úti, klappar og ber á potta og pönnur til heiðurs heilbrigðisstarfsfólki okkar. Við höfum verið að gera þetta í heila í viku og hávaðinn eykst með hverjum deginum. Þetta er útrás fyrir okkur líka. Við söknum hvert annars.

31. mars 2020

Á þessum síðasta degi marsmánuðar finnst mér eins og þetta ástand hafi varað að eilífu. Ég er hrædd, kvíðin og dálítið reið í dag. Ég talaði við mömmu. Ég tala við foreldra mína á hverjum degi þessa dagana. Hún er líka reið. Yfirleitt er hún jákvæða manneskjan í fjölskyldunni. Hún sér það besta í fólki. Nú er hún hins vegar reið og vill vita hvenær þessu lýkur. Hún fær ekki að sjá og faðma börnin sín og barnabörnin. Við erum komin yfir 3.400 andlát hérna og það er ekkert lát á þeim. Það er brjálaður fjöldi fólks að deyja vegna vírussins í þessu landi. Plástrað heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið er aumkunarvert. Sprungur kerfanna voru þegar vel sýnilegar en nú eru þau fullkomlega vanbúin. Þetta er ríkisstjórninni að kenna. Ég kaus ekki þetta fólk, sem ákvað að skera niður sóttvarnir, að skera niður félagslega þjónustu, er á móti því að allir fái heilbrigðisþjónustu og því að hækka lágmarkslaun. Fólk sem ekki ætti að deyja mun deyja. Fleiri munu búa á götunum og í bílunum sínum. Þetta þurfti ekki að gerast. Nú þurfum við að bjarga okkur sjálf og hjálpa hvert öðru. Ríkisstjórnin okkar kemur ekki til hjálpar. Og við erum með forseta sem er alveg sama. Það eina sem skiptir hann máli er að ná endurkosningu. Það er tími til kominn að horfast í augu við að við gætum þurft að sinna öðrum störfum til að lifa af eftir þetta. Við gætum verið atvinnulaus svo mánuðum skiptir.

„Fólk sem ekki ætti að deyja mun deyja“ 

Það er kominn tími til að kjósa fólk sem veitir okkur öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu og þeirri félagslegu aðstoð sem við kunnum að þurfa á að halda, veiti okkur nauðsynlegt skjól. Sósíalismi er ekki lengur blótsyrði í þessu landi. Það var það aldrei í mínum huga hvort sem er. Joe Biden er ekki málið. Fleiri og fleiri konur eru að stíga fram og saka hann um kynferðislega áreitni. Ég meina, kommon, Joe. Bernie Sanders er enn í kapphlaupinu. Kannski getum við öll hópast á bakvið hann. Hann er enn að reyna að koma skilaboðum sínum um heilbrigðisþjónustu fyrir alla áfram. Hann býðst til að hjálpa. Hann hefur safnað meira en tveimur milljónum dollara til hjálpar heilbrigðisstarfsfólki. Hvar er Joe? Hvar er Trump? Hann ætti að opna ávísanaheftið sitt núna. Hann ætti að skammast sín fyrir það sem hann hefur gert. Á meðan held ég mig heima og tek einn dag í einu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók í útgöngubanni

Dagbækur úr útgöngubanni: „Ekkert verður aftur eins og það var“
VettvangurDagbók í útgöngubanni

Dag­bæk­ur úr út­göngu­banni: „Ekk­ert verð­ur aft­ur eins og það var“

Rót­tæk­ar breyt­ing­ar á dag­legu lífi eru nú veru­leiki fólks um heim all­an. Sökn­uð­ur eft­ir hvers­dags­lífi, vin­um og fjöl­skyldu, ótti við hið ókunna, at­vinnuóör­yggi og tor­tryggni í garð yf­ir­valda er með­al þess sem lesa má úr dag­bókar­færsl­um sex jarð­ar­búa, skrif­að­ar á sjö dög­um. All­ir búa þeir við út­göngu­bann á sín­um bletti jarð­ar­kúl­unn­ar. En þrátt fyr­ir að all­ir lifi þeir nú tíma sem eiga sér enga hlið­stæðu í sög­unni njóta þeir í aukn­um mæli feg­urð­ar þess ein­falda, finna til djúp­stæðs ná­ungakær­leika og vilja síð­ur snúa aft­ur til þess mynst­urs sem ein­kenndi líf þeirra áð­ur en veir­an tók það yf­ir.
Straujar peningaseðlana til að drepa veiruna
VettvangurDagbók í útgöngubanni

Strauj­ar pen­inga­seðl­ana til að drepa veiruna

Mik­il óvissa rík­ir hjá íbú­um Ung­verja­lands um það hvað stór­auk­in völd stjórn­valda í kjöl­far laga­breyt­ing­ar hafi í för með sér. Einn þeirra er Her­ald Magy­ar, rit­höf­und­ur, þýð­andi, leik­ari og lista­mað­ur frá Ung­verjalandi, sem býr ásamt eig­in­konu sinni í litlu húsi í út­jaðri smá­bæj­ar í norð­ur­hluta Ung­verja­lands. Líf þeirra hef­ur koll­varp­ast á skömm­um tíma. Her­ald er einn sex jarð­ar­búa sem deila dag­bók­um sín­um úr út­göngu­banni með les­end­um Stund­ar­inn­ar.
„Getum við farið?“
VettvangurDagbók í útgöngubanni

„Get­um við far­ið?“

Í Marra­kesh í Marrokkó búa hjón­in Birta og Ot­hm­an með dæt­ur sín­ar fjór­ar. Þar­lend yf­ir­völd brugð­ust hrað­ar við COVID-vánni en mörg ná­granna­rík­in, settu með­al ann­ars á strangt út­göngu­bann og aðr­ar höml­ur á dag­legt líf. Þrátt fyr­ir að­gerð­irn­ar hef­ur til­fell­um kór­óna­veirunn­ar fjölg­að þar hratt á und­an­förn­um dög­um. Birta Ár­dal Nóra Berg­steins­dótt­ir deil­ir dag­bók sinni með les­end­um Stund­ar­inn­ar. Í henni má með­al ann­ars lesa að fjöl­skyld­an hafði hug á að koma til Ís­lands á með­an á heims­far­aldr­in­um stend­ur, sem hef­ur reynst erfitt hing­að til.
Óttast hungrið meira en veiruna
VettvangurDagbók í útgöngubanni

Ótt­ast hungr­ið meira en veiruna

Stjórn­völd í Arg­entínu hafa stært sig af því að hafa brugð­ist hratt við ógn­inni sem staf­ar af COVID-19. Frá því 19. mars hef­ur út­göngu­bann ver­ið í gildi þar. Lucia Maina Wa­ism­an er blaða­mað­ur, sam­fé­lags­miðl­ari, kenn­ari og bar­áttu­kona fyr­ir mann­rétt­ind­um, sem er bú­sett í borg­inni Kor­dóba í Arg­entínu. Hún deil­ir dag­bókar­færsl­um sín­um með les­end­um Stund­ar­inn­ar.
Býst ekki við að börnin snúi aftur í skólann á þessu ári
VettvangurDagbók í útgöngubanni

Býst ekki við að börn­in snúi aft­ur í skól­ann á þessu ári

Í Katalón­íu hef­ur ver­ið strangt úti­vist­ar­bann í gildi frá því um miðj­an mars. Þar, eins og víð­ar í land­inu, eru íbú­ar ugg­andi enda stand­ast heil­brigð­is­stofn­an­ir álag­ið vegna kór­óna­veirunn­ar illa. Í Barcelona býr Judit Porta, blaða­mað­ur og menn­ing­ar­miðl­ari, með eig­in­manni og tveim­ur börn­um. Þau búa í lít­illi íbúð í Gracia-hverf­inu og hafa ekki stig­ið út fyr­ir húss­ins dyr svo vik­um skipt­ir. Hún deil­ir hér dag­bók sinni með les­end­um Stund­ar­inn­ar.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár