Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Borgun - frá ríkinu til Engeyinga og þaðan til Cayman-eyja

Sala Lands­bank­ans á Borg­un var val­in „verstu við­skipti árs­ins“ og mál henni tengt er enn fyr­ir dóm­stól­um. Borg­un, sem gaf út fyrsta kred­it­kort­ið á Ís­landi, verð­ur hluti af neti tæknifyr­ir­tækja í eigu bras­il­ískra að­ila sem ætla í sam­keppni við banka með stuðn­ingi War­ren Buf­fett.

Borgun - frá ríkinu til Engeyinga og þaðan til Cayman-eyja
Sölunni á Borgun mótmælt Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans þegar Borgun var seld, hefur sagt að mistök hafi átt sér stað við söluna. Mynd: Pressphotos

Nýir stjórnendur kortafyrirtækisins Borgunar eru Brasilíumenn með skrifstofu í London, en félag eigendanna er skráð í skúffu á Cayman-eyjum. Hlutur í fyrirtækinu, sem sinnir færsluhirðingu, kortaútgáfu og útlánaþjónustu, hafði áður verið seldur úr ríkisbankanum Landsbankanum í lokuðu söluferli til aðila sem tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.

Í mars var tilkynnt að Íslandsbanki hefði selt 63,5 prósenta hlut sinn í Borgun til félagsins Salt Pay Co Ltd. Samhliða því kaupir Salt Pay einnig hlut Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf. í Borgun og eignast þar með 95,9 prósent í Borgun, sem upphaflega var stofnað 1980 og gaf út fyrsta kreditkortið á Íslandi. Samkvæmt heimildum Stundarinnar skoðuðu kaupendurnir einnig félögin Valitor og Korta, sem starfa á sama sviði.

En málaferli standa enn yfir vegna fyrri sölu á hlut í Borgun úr Landsbankanum til fjárfesta og stjórnenda félagsins, en í þeim hópi var Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna. Sem fjármálaráðherra þá og nú er Bjarni yfir Bankasýslu ríkisins, …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgunarmálið

Forsætisráðherra skammaði 18 ára pilt: „Alveg ótrúlega ómerkilegt“
FréttirBorgunarmálið

For­sæt­is­ráð­herra skamm­aði 18 ára pilt: „Al­veg ótrú­lega ómerki­legt“

„Þetta er ekk­ert nema áróð­ur þetta Borg­un­ar­mál,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra um sölu á eign­ar­hlut Lands­bank­ans í Borg­un. Hlut­ur­inn var seld­ur í lok­uðu sölu­ferli og á und­ir­verði til frænda hans. Hann sak­aði verzl­un­ar­skóla­nema um „ótrú­lega ómerki­leg­an áróð­ur“ fyr­ir fram­an sam­nem­end­ur hans á kosn­inga­fundi í skól­an­um í dag.
Hæg heimatök: Um aðgengi fjölskyldu Bjarna Benediktssonar að fjármunum ríkisins
Úttekt

Hæg heima­tök: Um að­gengi fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar að fjár­mun­um rík­is­ins

Fyr­ir­tæki tengd fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra hafa frá því Bjarni hóf af­skipti af stjórn­mál­um ver­ið stór­tæk í samn­ing­um og við­skipt­um við rík­ið. Hafa þau gert ein­staka íviln­ana­samn­inga við yf­ir­völd, keypt eign­ar­hlut fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins án form­legra sölu­ferla og not­ið góðs af laga­setn­ing­um Bjarna. Eyj­an fjall­aði um við­skipti ráð­herr­ans í fyrra.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár