Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jón Þór gagnrýnir áform um veggjöld: „Þá er mér að mæta“

Þing­mað­ur Pírata seg­ir sam­göngu­ráð­herra nýta sér Kór­óna­veiruna til að koma á einkafram­kvæmd í vega­kerf­inu sem fjár­mögn­uð yrði með veg­gjöld­um.

Jón Þór gagnrýnir áform um veggjöld: „Þá er mér að mæta“
Jón Þór Ólafsson og Sigurður Ingi Jóhannsson Þingmaður Pírata lofar harðri andstöðu við frumvarp ráðherra.

Sex samgönguframkvæmdir verða boðnar út til einkaaðila verði frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra að lögum. Heimilt verður að fjármagna þau að hluta til eða öllu leyti með veggjöldum.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir ráðherra harðlega fyrir áformin í Facebook hópnum Pírataspjallinu. „Skammarlegt hjá samgönguráðherra,“ skrifar hann. „Ef hann reynir að koma á veggjöldum vegna áhrifa Kórónaveirunnar þá er mér að mæta.“

Áætlað er að verkefnin sex skapi allt að 4.000 ársverk. Um er að ræða framkvæmdir við hringveg norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringveg um Hornafjarðarfljót, Axarveg, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og loks Sundabraut.

„Ef hann reynir að koma á veggjöldum vegna áhrifa Kórónaveirunnar þá er mér að mæta“

Verkefnin eru svokölluð samvinnuverkefni (e. public-private partnerships) og verður innheimta veggjalda heimil til allt að þrjátíu ára. Vegfarendur munu hafa val um aðra leið sem er gjaldfrjáls. Í lok samningstíma teljast mannvirki eign ríkisins án sérstaks endurgjalds.

Þá verður þeim aðila sem annast gjaldtöku heimilt að taka veð í ökutækjum þeirra sem greiða ekki fyrir aðgang í göngin. Mun það veð ganga framar öllum öðrum skuldbindingum sem hvíla á ökutækinu, öðrum en gjöldum til ríkissjóðs. „Á grundvelli slíks lögveðs má krefjast nauðungarsölu á ökutæki án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms. Lögveðið fellur ekki niður við eigendaskipti,“ segir í frumvarpinu.

„Það er ljóst er að jafn umfangsmiklar framkvæmdir, eins og samvinnuverkefnin boða, skapa mikinn fjölda ársverka, bæði hjá verktökum en ekki síður hjá ráðgjöfum og hönnuðum,“ segir Sigurður Ingi. „Öll verkefnin fela í sér styttingu vega ásamt því að stuðla að bættu umferðaröryggi. Vegastytting minnkar ferðatíma fólks og dregur úr flutningskostnaði fyrir fyrirtæki. Síðast en ekki síst felst í þessu umtalsverður umhverfisávinningur með minni losun gróðurhúsalofttegunda og annarrar umferðartengdrar mengunar. Samvinnuverkefnin bætast við allar vegaframkvæmdir sem fjármagnaðar eru með hefðbundnum hætti á fjárlögum en í nýjustu samgönguáætlun voru framlög aukin um fjóra milljarða á ári næstu fimm árin miðað við fyrri áætlanir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár